Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 28
124 SKINFAXI son og get eg ekki stillt mig um að setja hér einn vitnisbui’S- inn, en þeir koma annars allir mjög i sama stað niður. Að- eins skal þess getið, að höfundur þessa vitnishurðar er mótmælandi, þar sem báðir hinir eru trúbræður Jóns. Maðurinn er danskur barón, Joost Dahlrup að nafni, er síðar fluttist til Ameríku og skrifar svo í St. Ansgar’s Scan- dinavian Catholic League, New York, febrúar 1921 : „Meðal allra hinna margbreyttu minninga frá æsku minni, sem stundum koma í hug mér, er það einkum ein, sem eg dvel við með sérstakri ánægju. Það merkilega við þessa minn- ingu er, að hvenær æfi minnar sem traust mitt til manna hefir orðið fyrir nýju skakkafalli, ])á hefir það aðeins orðið til að marka þessa björtu minningu enn skírar á hugarspjöld' mín og gera hana enn fegri. Eg vildi ekki lifa upp aftur æskn mína. Þegar eg nú lit til baka, þá er lnin einna líkust löngum, köldum og drungalegum rigningardegi. En allt i einu rofar í skýjum fyrir heitum sólargeisla, sem kyssir einmanalegan lítinn níu vetra dreng, sem fyrir rúmum fjörutíu árum var yngsti sveinninn i St. Andreas skólanum i Ordrup. Litli dreng- urinn var eg, og þessi blessaði sólargeisli er minningin um hin einstöku gæði verndara míns og kennara P. Svensonar. Eg veit ekki hvort minn gamli kennari er enn á lífi; hann hlýtur þá að vera vel við aldur, en cf hann er á lífi þætti mér vænt um, ef þessar línur kæmust til hans. Þær geta fært hon- um heim sanninn um að litli nemandinn hans, sem nú er roskinn maður, man enn vel gamla kennarann sinn, og er enn fær um að verma hugann við þá glóð sjálfsafneitunar og manngæða, sem geislaði frá honum fyrir rúmum fjörutíu árum.“ Betri þakkir en þessar mun enginn kennari kunna að kjósa sér að launum starfsemi sinnar. Á hinn bóginn var kennarastaðan Jóni hinn besti skóli undir rithöfundarstarfsemina. Frásagnarlistin var honum að vísu í blóðið borin svo að segja, en hann þroskaði hana og æfði með því að segja nemendum sínum sögur. Þvi er það að Nonna-bækurnar cru allar ámóta vel sagðar, hann kunni listina, þegar hann hóf að rita, hann hafði sagt þær flestar allar áður en hann færði þær i letur. En rithöfundarstarfsemi Jóns er auðvitað hlutur, sem allir íslendingar skulda lionum þakkir fyrir. Stórþjóðirnar eins og t. d. Ameríkumenn verja ógrynni fjár til að básúna tilveru sína út yfir heiminn. Vér smælingjarnir höfum hvorki efni á því að gera það né láta það ógert. Það er mælt, að hlaupa-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.