Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 32
128 SKINFAXI U. M. F. hafa jafnan gert nokkuö að því, að láta flytja fyrir- lestra, bæði fyrir almenniiig og innan félaga. Má slíkt koma að miklu gagni, til fróðleiks, vakningar og gamans. Sendimenn frá U. M. F. í heimsækja félögin af og til í fyrirlcstraerindum. Væri og vel til fallið, að héraðssambönd sendu árlega fyrir- lesara til félagsdeilda sinan. Þurfa þetta nauðsynlega að vera menn, sem nákunnugir eru málum U. M. F. og geta leiðbeint um þau i ræðum og viðtali. Er varbugavert, að láta sendimenn flytja erindi sín á almennum skemmtisamkomum, þar sem hætt má telja við, að andi og alvara drukkni í dansi. Ætti heldur að láta þá mæta á félagsfundi, þar sem tækifæri er til að rökræða við þá. Væri heppilegt, að leyfa almenningi aðgang að þeim fundum, svo að sem flestir fái notið fyrir- lesarans. Gæli það vel til þess orðið, að fleiri hugir beindust að félagsskap vorum. — Auk þess er sjálfsagt, að U. M. F. noti þau tækifæri, er bjóðast, að afla sér og almenningi góðra fyrirlestra. Þá mætti gjarna gera meira að því, cn verið hefir almennt, að ungmennafélagar flytji sjálfir fyrirlestra innan félags síns. Aítti, við niðurjöfnun fundarefna, að áætla einn fyrirlestur á hvern fund, og tiltaka fyrirlesara og umræðuefni. Vitan- lega verður að ætla mönnum að flytja fyrirlestra um þau efni ein, sem þeim eru viðráðanleg og þeir eiga aðgang að heim- ildum um. Með þessu vinnst tvennt: Fyrirlesarinn er knúinn til þroskandi starfs, og aðrir félagsmenn fá fræðslu og •skemmtun. Það er æskilegt mjög og samkvæmt tilgangi og eðli U. M. F., að einstakir félagsmenn og félögin sem heildir fáist við iðkun islenzkra fræða. Má gera hvorttveggja, að kynna séé fræði þau, sem bókfest eru, og að rannsaka og bókfesta það, •sem eigi er áður ritað. Væri þarft mjög og þýðingarmikið, að U. M. F. taki sér fyrir hendur það, sem nú skal talið: Að bókfæra öll örnefni sveitar sinnar, með lýsingum staða þeirra, er nöfnin bera, og frásögnum, sem bundnar eru við staði og nöfn. Að safna drögum til sögu sveitar sinnar, þjóðsögum þeim, er þar ganga, og sögnum um menn og atburði. Að bók- festa siði og venjur, hjátrú og hindurvitni, bæði það, sem horfið er úr gildi, og hitt, sem enn er við lýði. Að skrá orð þau og talshætti, sem notuð eru í héraðinu og orðabækur greina ekki, eða notuð eru á annan hátt en orðabækur til- færa. Að færa í letur lýsingar á atvinnuháttum, vinnubrögð- um, verkfærum o. þ. h., fyr og síðar, einkum því, sem sér- ikcnnilegt kann að vera eða er að hverfa. Að rannsaka og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.