Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 31
ÍÞRÓTTAMAÐUR Á R S I N S Ragnheiður Runólfsdóttir íþróttamaður ársins 1991 Það var komið að því eftir 28 ár að kona hlyti þann eftirsótta titil að vera kjörin íþróttamaður árs- ins. Kona sem hefur skarað fram úr í íþróttagrein sinni um langt skeið. Ragnheiður Runólfsdóttir var kjörin íþróttamaður ársins 1991. Hún var fimmfaldur íslandsmeistari utanhúss síðastliðið sumar. Ragnheiður varð mesti afreksmaður Evrópuleika smáþjóða þegar hún vann flest verð- laun allra, 6 gull og 2 silfur. Hún komst í úrslit á sex alþjóðlegum mót- um á síðastliðnu ári og setti alls 7 Is- landsmet. Hún hafnaði í sjötta sæti í 200m bringusundi á Evrópumeistara- mótinu í Aþenu og náði úrslitasæti á opna, bandaríska mótinu og var þar meðal sterkustu sundmanna heims. Ragnheiður, eða Ragga eins og hún er kölluð, æfir nú stíft þar sem hún er við nám í Alabama í Bandaríkjunum. Hún er Akurnesingur og lærði að synda um fjög- urra ára aldur. Frá þeim tíma hefur hún verið meira og minna í sundlauginni. Hún segist vera algjört fþróttafrfk, var líka í handbolta, fótbolta, badmintoni og frjálsum. Trúði hún því að hún œtti eftir að verða kjörin íþróttamaður ársins? „Nei, ég trúði því ekki að ég yrði kos- in, en þetta var yndisleg tilfinning. Eg vann ekki þennan titil ein og mig langar að þakka öllum sem hafa stutt mig á ferl- inum. Titilinn tilheyrir þeim líka, sérstak- lega foreldrum mínum, þau eru frábær. Þessi viðurkenning hefur haft mjög já- kvæð áhrif á mig og leitt tii þess að ég er ákveðnari í að standa mig betursegir Ragga um áhrif þessarar æðstu viður- kenningar íþróttamanna hér á landi. Reynslan hér á Iandi er sú að konur fá ekki þá athygli í íþróttaheiminum sem þær eiga fyllilega skilið. Eg held að það mætti breyta kjörinu þannig að kosning milli karla og kvenna yrði að- skilin. Ólympíuleikar standa fyrir dyrum á Spáni í sum- ar og Ragga æfir nú stíft til þess að vera á toppnum þegar þangað er komið. Hún hefur synt sex sinnum undir lágmörkum í 100 m bringusundi og fimm sinnum undir lág- mörkum í 200 m bringu. Síðast um mánaðarmótin febrúar og mars í 100 m bringu á tímanum 1:12,62 Ragnheiður m mín. Samkvæmt reglum ÍSÍ skal íþrótta- maður sem nær ólympíulágmarki gangast undir lyfjapróf inna 24 klukkustunda frá því að lágmarki var náð. Ragga fór ekki í lyfjapróf eftir að hún setti lágmörkin, en samkvæmt reglum á SSÍ að sjá svo um að lyfjapróf fari fram. Hver er niðurstaðan af þessu máli, ferð þú til Spánar? „Eftir því sem ég best veit þá er ég búin að tryggja mér farseðilinn til Barce- lona. Ég kem heim og keppi á íslands- meistaramótinu og þá verð ég send í lyfjapróf og ég hef ekkert á móti því að vera prófuð,” segir Ragga. „Annars finnst mér að það ætti ekki að senda neinn á ÓL sem ekki hefur náð lágmörkum. Lyfjapróf ættu að vera tekin reglulega og SSÍ ætti að hafa rétt á að kalla sundfólk til lyfjaprófs með stuttum fyrirvara.” Hvað ferðu að gera þegar þú kemur frá Spáni, ertu að hœtta ? „Já, ég ætla að hætta þá og er búin að ráða mig sem yfirþjálfari hjá Sundfélagi Akraness og er ntjög spennt yfir því.” bikarinn eftirsótta. Ljósm. RAX hluti til þess að ná árangri. Maður þarf að vera einbeittur og það er varla hægt að gera neitt annað á meðan. Mér finnst þetta eiga við um flestar einstaklingsí- þróttagreinar.” Hefurðu einhverjar leiðbeiningar til ungra sundmanna sem vilja ná lengra? „Það er mest um vert að læra góða tækni áður en byrjað er að keppa. Það er heppilegt að reyna að stunda sundið eins og skemmtilegasta áhugamálið og reyna þá að jafnframt að eingast góða félaga í sundinu. Það er mikilvægt aðhlusta alltaf vel á þá sem em eldri og reyndari og vilj- ugir til þess að leiðbeina. Ef sundmaður- inn skilur ekki hvers vegna ákveðnar æf- ingar em gerða þá er best að spyrja af hverju verið sé að leggja áherslu á þetta eða hitt,” sagði Iþróttamaður ársins 1991, Ragnheiður Runólfsdóttir. Er sundið eitthvað frábrugðið öðrum greinum, þarf sérstakan þersónuleika til þess að stunda það? „Sund er mjög erfið og krefjandi í- þrótt og miklar æfingar eru mikilvægur Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.