Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 32
Áttræður íþróttafrömuður Þorsteinn á áttrœðisafinœlinu, ásamt afabarni sínu. Þorsteirm Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins, varð 80 ára 23. nóvember siðastliðinn. Hann hefur að mörgu leyti mótað ís- lenskt íþróttalíf og þann almenna íþróttaáhuga sem er í landinu í dag. Með ferðum sínum um land- ið sem íþróttafulltrúi ríkisins hitti hann forsvarsmenn íþrótta- og ungmennafélaga og stjórnendur sveitarfélaga. Alls staðar fræddi hann menn um nauðsyn íþróttaiðkunar og fékk þá til þess að hefjast handa um byggingu eða endurbætur á íþróttaaðstöðu. Þorsteinn kom á sundskyldu um allt land og fé- lagsheimilin, sem notuð voru sem í- þróttahús, risu hvert af öðru meðan hann gegndi embætti. Þorsteinn er fæddur í Reykjavík og alinn þar upp. Hann fékk snemma mik- inn áhuga á íþróttaiðkun. „Ég komst snemma í snertingu við sundíþróttina og glímuna. Pabbi tók mig alltaf með sér á nýársmorgun niður á höfn, en þar fór fram sund sem var fastur liður frá 1910 til 1922. Ég man ekki til þess að aðrir af krökkunum færu með. Á 17. júní fór pabbi líka með mér niður á Austurvöll, þar sem skrúðfylking gekk út á íþrótta- völl. Þar sá ég Íslandsglímur og ýmis mót og við strákamir fengum þessvegna mikinn áhuga á íþróttum og bjuggum okkur til íþróttavöll, þar sem við höfð- um hlaupabraut og kastaðstöðu,” sagði Þorsteinn um fyrstu kynni sín af íþrótt- um. Þorsteinn var keppandi í mörgum greinum og átti Norðurlandamet í kúlu- varpi, 14,67 m. Hann er mikill náttúr- unnandi og eftir stúdentspróf hugði Þor- steinn á nám í fiskiiðnfræði og fór utan. Fyrsta árið þurfti hann að vinna mjög mikið til þess að hafa efni á náminu, en hafði ekki gát á mataræðinu og veiktist af næringarskorti og þurfti að hætta. „Ég hélt að ég væri svo sterkur að ég gæti boðið líkamanum hvað sem var. Ég hef oft notað þetta dæmi til þess að gera fólki grein fyrir þörfum líkamans í sam- bandi við hreyfingu og mataræði.” Aldrei meirí þörf fyrír íþrótta- og æskulýðs- félög Þorsteinn hefur um nokkurt skeið unnið að því viðamikla verkefni fyrir UMFÍ að taka saman stofndag og störf allra íþrótta- og ungmennafélaga í land- inu. Hann segir félögin komin á sjöunda hundraðið. Árið 1906 var stofnað ung- mennafélag á Akureyri, Umf. Akureyr- ar, fyrsta félagið með ungmennafélags- nafni. Hins vegar voru tvö félög starf- andi í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu, Söng- og skemmtifélagið Einingin og Unglingafélagið Einingin, sem var stofnað 1892. Þessi tvö félög voru und- anfarar Ungmennafélagsins Einingar, sem starfar enn en ekki er vitað hvenær það var stofnað. „Löngunin hjá fólki til þess að hitt- ast, fara í skemmtiferðir, syngja, dansa og leika var svo mikil að það kom meira að segja saman í fjárhúsum. Mörg þeirra fyrstu félaga sem voru stofnuð voru undanfarar ungmennafélaganna og í byrjun aldarinnar er talað um það að þegar félögin fóru af stað á vorin hafi mátt líkja því við vordögg á nýgræðingi. Núna lifum við í þjóðfélagi þar sem mikið er um sjálfsvíg og við heyrum það á ungu fólki að það er þunglynt. Ef mað- ur spyr það, þá segist það hafa áhyggjur af því að byggðalagið er að tæmast af fólki og fyrirtæki séu orðin gjaldþrota. Þess vegna hefur aldrei verið meiri þörf á lifandi íþrótta- og æskulýðsfélögum en einmitt í dag. En því miður er starfsemi margra félaga orðin þeim ofviða af því það er dýrt að reka þau. Ég hjó eftir því í ritstjóraspjalli kollega þíns fyrir stuttu að engin lögleg aðstaða væri fyrir hendi á Islandi, hvergi væri lögleg aðstaða til þess að taka að sér stór, alþjóðleg mót og að það væri nær fyrir spjótkastarann okkar hann Ein- ar Vilhjálmsson að fara bara í snjókast, heldur en að æfa spjótkast. Hugsaðu þér, svona er talað. Það er ekki aðstað- an, sem á að skipta mestu máli heldur viljinn til þess að þjálfa sig og æfa. Það er orðið mjög dýrt að stunda ýmsar íþróttagreinar, t.d. heyrði ég að það kostaði upp undir 25.000 kr. fyrir eitt barn að stunda fimleika í vetur. Fað- ir einn sagði mér að hann þyrfti að borga um 90.000 kr. fyrir börnin sín hjá félögunum.” Of miklar kröfur Hvernig er hœgt að draga úr þessum kostnaði? Þjálfarar eru orðnir ákaflega dýrir, milli þeirra er mikil keppni og ef þeir koma ekki liðunum áfram þá eru þeir reknir. Svo koma þeir í þessa stóru í- þróttasali og heimta að fá að nota allan salinn. Auðvitað á að skipta salnum nið- ur og nýta hann sem best og sem betur fer er það gert á sumum stöðum, t.d. í Vestmannaeyjum. Svo segja menn að við þurfum að fjölga greinum og þegar nýjar greinar eins og tennis eru teknar upp þá nýtist salurinn illa. Ég er ekki að mæla á móti tennisíþróttinni, en kröf- urnar um stórleika, kennslu og þjálfun eru orðnar of miklar, til þess að verða við þessu þá er þetta einfaldlega orðið of dýrt. 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.