Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 33
Það er ekki heldur nauðsynlegt að byggja áhorfendastæði alls staðar þar sem salir eru byggðir. Það er nóg að byggja æfingasali og samnýta svo þá sali sem hafa áhorfendastæði þegar þörf er á.” Segðu mér frá störfum þínum sem í- þróttafulltrúi? „Arið 1936 gengu í gildi lög um fræðslu bama og þá var Hermann Jónas- son forsætis- og fræðslumálaráðherra. í þessum lögum komu fram ákvæði um sund- og leikfimisskyldu í öllum skólum og byggja skyldi sundlaugar og íþróttasali víða á landinu. Iþróttamann- virki, vellir og sundlaugar höfðu verið byggð af vanefnum og ungmennafélög- in ráku þau og það var þeim mikil byrði. I fyrri heimsstyrjöldinni voru íþróttir ekkert iðkaðar í kaupstöðunum, þær lágu algjörlega niðri, en í sveitunum héldu ungmennafélögin áfram að iðka í- þróttir og héldu sín héraðsmót. Þegar ég byrjaði að starfa voru til menn sem sögðu, Þorsteinn, þú átt að segja við rík- isstjórnina að það eigi ekki að vera að hugsa urn íþróttir, við byggjum íþrótta- mannvirki þegar strfðinu er lokið. Eg var ósammála þessu, það voru til pen- ingar og hvers vegna ekki að nota þá í þennan þátt þjóðlífsins. Árið 1947 byrj- aði körfuboltinn og þá sögðu menn líka, ekki fleiri íþróttagreinar, það þýðir fleiri sali, þannig að viss þröngsýni var ríkj- andi á þessum árum. En unga fólkið vildi hafa íþróttir og þar komu bæjar- stjórnir og hreppsnefndir til skjalanna, en í þeim voru menn sem höfðu alist upp í ungmenna- eða íþróttafélögum og voru þess vegna félagslega sinnaðir og íþróttalega hugsandi. Nú eru menn í þessum stöðum sem vilja miklu fremur byggja upp allt annað en íþróttir.” Hvernig gekk að koma sundskyldunni á? „Ég var að vissu leyti kvíðinn, sund- ið var orðin skylda og ég átti að fram- fylgja lögunum. En fólkið vildi láta börnin sín læra að synda og sendi þau meira að segja langar leiðir til þess. Alþýða manna var áhugasöm um sund, þetta var alþýðumenntun og lil- heyrði bændamenningunni. Frá því í byrjun 18. aldar hefur sund verið iðkað og kennt á Islandi þannig að það var ekki svo erfitt að koma sundskyldunni á. Ég hef fundið heimildir um 200 sund- laugar sem ungmennafélögin byggðu úr V I Ð T A L torfí, við ár, í lautum og í vogum. Sund- stæðin voru t.d. búin þannig til að við laut í túni var settur hleðslugarður og svo var læk veitt niður í þessa laut. Og í sumum þessara sundstæða var kennt, t.d. í Suðursveit. En það var einn maður sem mótmælti því að um landið gengi maður sem fyrir skipaði að bömin lærðu sund, þetta væri ekkert annað en framgangsmáti frá nas- istum. En þessi mótmæli höfðu engin á- hrif. Ég álít að unt 15% þjóðarinnar hafí verið synd þegar ég byrjaði. Hvatamaður getrauna og lottós Á þessum tíma voru um 100 sam- komuhús til í landinu, mörg ákaflega hrörleg. Þessvegna ákvað íþróttanefnd- in, sem ég átti sæti í, að leita til allra flokka um stuðning við þá hugmynd að bæta aðstöðu fólksins til félagslífs og í- þróttaiðkana. Þessu var vel tekið, en síð- an voru það Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem sameinuðust um félagsheimilalögin sem enn eru í gildi. I þeim var ákveðið að setja á fót sérstakan íþróttasjóð sem Alþingi átti að leggja fé í. En ekki kom fram hvað mikið átti að renna í sjóðinn á hverjum tíma. í Svíþjóð var það þannig að fjár til í- þrótta og íþróttamannvirkja var aflað með svokölluðum getraunum. Hermann Jónasson hafði kynnt sér það mál og okkur var gefið leyfí til þess að setja á fót getraunir sem tilraun.” Þorsteinn á mikinn þátt í því að get- raunir og lottó hófu göngu sína. Árið 1951 kynnti hann á sérstökum kynning- arfundi hvemig ætti að útfylla getrauna- seðil. Þátttakan varð ekki nægilega mik- il svo að getraunirnar störfuðu einungis í þrjú ár, en byrjuðu síðan aftur árið 1967. „Árið 1972 vom lögin endurskoðuð og þá var búið að koma upp talnaget- raunum í Finnlandi, Svíþjóð og Þýska- landi. Ég setti þetta inn í, en margir voru á móti því og sögðu: Ef þetta verður að lögum þá drepurðu getraunimar. Þetta var samt sem áður samþykkt af Alþingi og þar með varð sá möguleiki að veru- leika að lottóið gæti hafið göngu sína.” Landsmótin Starfsemi ungmennafélaganna er mjög fjölbreytt og það em vissir þættir sem bera hana uppi. Fyrst og fremst eig- um við að nota allt frá ungmennafélög- unurn sjálfum. Þau hafa leikstarfsemi, söngur er iðkaður þar og fleira. En mér finnst ekki lögð nægjanlega mikil rækt við guðsorðið á Landsmótunum. Á Laugarvatni 1965 og á Laugum 1961 var hugsað um að hafa helgiblæ á samkom- unni, en ekki að presturinn stæði nánast afskiptalaus, án kirkjukórs, og fólkið væri svo að rangla í kring um hann án þess að hlusta eins og gerst hefur. Keppnin milli héraðssambanda er auðvitað mikil, en það er ákaflega mis- munandi hvaða íþróttir þau iðka. Það þarf að takmarka keppnisgreinarnar við ERÐLAUNAPENINGAR stærð 42 mm. Verð 250 kr. stk. með ále^un Einnig mikið úrval af bikurum og öðrum verölaunagripum. Pantiö tímanlega. GULLSMIÐIR Sigtryggur & Pétur. Brekkugötu 5 - Akureyri. S. 96-23524 Fax 96-11325 Skinfaxi 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.