Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Blaðsíða 11
Útgerðarstaðir og verstöðvar. SANDGERÐI Eftir Gils Guðmundsson. Ön nur grein. Tímabil MattMasar Þóröarsonar. Þegar danska útgerðarfélagið lagði upp iaup- ana, átti Einar Sveinbjörnsson bóndi í Sand- gerði forkaupsrétt að fiskveiðistöð þess. Hafði hann ekki tök á að kaupa, eða kærði sig ekki um það. Varð það úr, að Pétur J. Thorsteins- son, útgerðarmaður frá Bíldudal keypti stöðina af hinu danska útgerðarfélagi, en seldi brátt helminginn Matthíasi Þórðarsyni, sem verið hafði útgerðarstjórinn. Ráku þeir stöðina í sam- einingu árið 1909, en vorið 1910 keypti Matthías hinn helminginn af Pétri, og átti þá stöðma alla. Rak hann síðan útgerð frá Sandgerði um fjögurra ára skeið. Matthías Þórðarson er fæddur árið 1872, á Móum á Kjalarnesi. Hann er sonur Þórðar hreppstjóra Runólfssonar og Ástríðar Jochums- dóttur. Matthías tók skipstjórapróf árið 1890, og var skipstjóri í nokkur ár. Árið 1899 gerðist hann leiðsögumaður strandvarna- og mælinga- skipanna dönsku hér við land, og hafði þann starfa á hendi til ársins 1907. Matthías liafði mikinn áhuga á framfaramálum útvegsins. Sá hann það glögglega, að eitthvert bezta vopnið í baráttunni fyrir þróun og eflingu þessa mikil- væga atvinnuvegar var gott og vekjandi mál- gagn. Árið 1905 hófst hann því handa af eigin atorku, og byrjaði útgáfu fiskveiðiritsins ,,Ægis“, er kom út mánaðarlega. Gaf Matthías Ægi út í fjögur ár og annaðist ritstjórn hans að öllu leyti. Þá hætti Ægir að koma út um sinn. Var það einkum vegna þess, að Matthías hafði mörgu öðru að sinna, og gat ekki í því snúizt að halda úti blaðinu, en enginn þess um kominn þjóða, og meðal íslenzkra sjómanna munu ninir vestfirzku hvarvetna þykja hlutgengir. Áskorun þessi og greinargerð hefur verið send Fiskifélagi Islands og Skipulagsnefnd atvinnumála eftir stríð“. Isafirði, í febrúar 1944. G. G. Hagalín. að grípa merkið á lofti. Síðar var Ægir vakinn til nýs lífs, eins og kunnugt er, eftir að Fiski- félag Islands var stofnað. Hefur Fiskifélagið gefið ritið út síðan. Þegar er Matthías Þórðarson hafði keypt út- gerðarstöðina í Sandgerði tók hann að leita þeirra leiða, er hann áleit vænlegastar til góðs og farsæls árangurs. Hann var sannfærður um það, að Sandgerði var kjörinn staður til vél- bátaútgerðar, ef rétt væri á haldið. Lét hann svo um mælt í blaði sínu, Ægi, er hann skýrði frá því að hin danska útgerðartilraun hafði far- ið út um þúfur, að þrátt fyrir allt hafi staður- inn verið ,,mjög vel valinn, hvað snertir sjó- sókn og hægt að ná til fiskjar, . . . og mun því tíminn bezt leiða það í ljós, að hér verður fram- tíðar fiskistöð Suðui’lands“. Matthías sá þegar, að Sanagerði var fyrsc og fremst til þess kjörið, að þaðan væri róið á vetrarvertíð. Til þess þurfti góða og sterka báta, sem hægt væri að bjóða annað og meira en blíðu sumarsins. Lét Matthías nú smíða þrjá vélbáta í Reykjavík. Hétu þeir Óðinn, Þór og Freyr. Þá leigði hann viðlegurúm aðkomubát- um, og tók ákveðið g.jald fyrir. Einnig hóf hann verzlunarrekstur í Sandgerði. Matthías var svo hepinn að fá góða aflamenn á báta sína. Gekk þeim fremur vel að fiska, og var viðgangur útgerðarstöðvarinnar hægur og jafn þau árin, sem Matthías veitti henni for- stöðu. Meginhluti alls þess starfsliðs, sem til þurfti bæði á sjó og landi, var aðkomufólk, því að enn voru menn ekki farnir að setjast að í Sandgerði til stöðugrar dvalar. Þótt aflinn í SandgerSi væxn dágóður þessi árin, var aðstaða að ýmsu leyti erfið og kostn- aður reyndist mikill við bátana. Bi’yggjan var ákaflega stutt, miðað við þörfina. Bátarnir kom- ust ekki að henni nema á flóði. Þá varð að fleygja fiskinum upp á bi'yggjuhausinn og bera hann síðan í kassabórum upp í fiskkassana. Sumir höfðu til þess hjólbörur. Síðar komu handvagnar og þóttu þeir miklir kostagripir. Á þessum árum urðu menn að bei'a salt allt á bakinu. Þegar saltskip komu, urðu þau að VlKlNGVR 207

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.