Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 6
Grein skólastjórans Greinarkorn það um Sjómannaskólann, sem birt var í síðasta tölublaði Víkings, hefur orðið til þess, að Frið- rik Ólafsson skólastjóri bregður sér nú fram á ritvöll- inn og fer nokkuð geyst. Þótt skólastjórinn geri auð- sjáanlega tilraun til að stilla orðum sínum í hóf, tekst honum það öllu miður en ætla mætti af svo prúðum manni, því að sárinda og gremju gætir nálega í hverri línu. Er þetta hugarástand skólastjóra, þá er hann reit greinina, vafalaust aðalskýring þess, hve mikils mis- skilnings gætir í sumum staðhæfingum hans. Sú getgáta er fjarri öllu lagi, að Víkingsgreinin sé. skrifuð „fyrir þá, sem einhverra hluta vegna þættust þurfa að ná sér niðri á Sjómannaskólanum eða for- ráðamönnum hans“. Þessari og öðrum aðdróttunum skólastjórans í minn garð og blaðsins um illan hug til skólans, vísa ég algerlega á bug sem staðlausum stöf- um. Það er síður en svo, að Sjómannablaðið Víkingur vilji „ná sér niðri“ á Sjómannaskólanum. Þvert á móti hefur blaðið allt frá upphafi veitt byggingamáli skólans allt það lið, sem í þess valdi hefur staðið, og vafalaust birt fleiri hvatningagreinar um Sjómannaskólann og eflingu hans en nokkurt annað blað á landinu. Sú gagn- rýni, sem fram hefur komið hér í blaðinu, að því er snertir óþolandi seinagang við að ljúka smíði skóla- hússins og furðulegt tómlæti um skólalóðina, hefur sízt af öllu verið birt af kala eða óvild í garð stofnunar- innar, heldur vegna þess, að blaðið vill veg Sjómanna- skólans sem mestan. Það telur þau vinnu-brögð Alþingis og ríkisvaldsins fyrir neðan allar hellur, að samþykkja fjárveitingar til nýrra skólabygginga út um hvippinn og hvappinn, meðan ekki er lokið smíðum skólahúsa eins og Sjómannaskólans, sem þó hefur verið í notkun í fimm ár. Þetta leyfði blaðið sér að nefna „tómlæti og ' draslarahátt", og þykist ekki hafa ofmælt. Skólastjórinn fullyrðir, að flestum skeytum Víkings- greinarinnar muni hafa verið til sín beint. Misskilning- ur er þetta. Gagnrýni blaðsins og ádeila beindist fyrst og fremst gegn fjárveitingavaldinu, hinu háa Alþingi, sem ár eftir ár, jafnvel meðan allt flaut í peningum, ætlaði Sjómannaskólanum svo kotungslegar fjárupp- hæðir, að enn getur hann hvergi nærri heitið fullgerð- ur. Þetta mátti skólastjóri vel skilja. Hins var aftur á móti að vænta, að skólastjóri gengi manna sköruleg- ast fram um að krefjast þess, að fjárveitingavaldið gerði tvímælalausa skyldu sína gagnvart skólanum og þeirri atvinnustétt, sem skólinn er helgaður. Hafi hann gert það, þá er árangurinn að vísu sorglega lítill, en skjöldur skólastjórans hreinn. Mér er það nokkurt furðuefni, hversu einkennilega afstöðu hr. Friðrik Ólafsson hefur hvað eftir annað tekið til þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið á tómlæti Alþingis og ríkisvaldsins gagnvart skólanum. Oftar en einu sinni, þegar fram hafa komið hér í blað- inu eða frá samtökum sjómanna, kröfur um að fullgera Sjómannaskólann og lagfæra umhverfi hans, hefur skólastjórinn þykkst við og jafnvel hellt úr skálum reiði sinnar yfir þá, sem dirfst hafa að „skipta sér af þessu“. Og nú hefur hann sótt svo í sig veðrið, að hann virðist telja alla slíka gagnrýni af þeim rótum runna, að menn langi til að „ná sér niðri“ á Sjómannaskól- anum. Þessi afstaða skólastjóra er svo furðuleg, að ég á engin orð til í eigu minni um slíka fyrirmunun. Ég dreg það ekki í efa, að hr. Friðrik Ólafsson vinni skóla sínum af kostgæfni og vilji veg hans sem mestan. En því furðulegri og óskiljanlegri er sú afstaða, að bregð- ast reiður við og telja fjandskaparmál við sig, ef þess er krafist af réttum aðilum, að smíði skólahússins sé lokið og skólalóðinni sómi sýndur. Eins og lesendur mega sjá, reynir skólastjórinn ekki að hrekja eitt einasta atriði Víkingsgreinarinnar, játar meira að segja, ýmist beint eða óbeint, að svo sé ástatt í flestum efnum eins og Víkingurinn hefur frá skýrt. Samt er maðurinn reiður. Þessum athugasemdum mátti ekki hreyfa á prenti. Höfundur átti að snúa sér til skólastjórans með bendingar sínar. Ungir menn, sem hafa hug á að nema við skólann, mega ekki heyra því lýst, að skólahúsið sé enn ófullgert og lóðin í óhirðu. Einu virðist gilda, þótt lýsingin sé rétt. Og hafi höf- undur séð eitthvað athugavert við lóðina, gat hann lag- fært það sjálfur! Þetta eru ekki röksemdir, herra skólastjóri! í lok greinar sinnar kemst skólastjóri þannig að orði, að sér þyki illt að standa í deilum slíkum sem þessum um skólann. Skal honum sagt það í allri vin- semd, að þegar hann hamast nú gegn Sjómannablaðinu Víkingi, sem andstæðingi Sjómannaskólans, þá gerir hann það á alröngum forsendum. Blaðið vill veg skól- ans sem mestan, og af því er gagnrýni þess sprottin. Mætti skólastjóri gjarnan, áður en hann fer á ný með hrópum að blaðinu, minnast heilræðis þess, sem felst í hinum góðkunnu hendingum: „Skjót þú geiri þínum þangað, sem þörfin meiri fyrir er“. Gils Guðmundsson, 142 V í K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.