Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 24
skrautlegar skikkjur og hjálma, sem gerðir voru úr rauðum og gulum fuglafjöðrum, helzt af Oo-fuglinum. Þar sem aðeins fáar fjaðrir fengust af hverjum fugli, tók það langan tíma, allt að 9 mannaldra, að búa til svona skikkjur. Sérhver höfðingi hafði mann til að veiða þessa fugla. Veiðimaðurinn náði þeim í snörur, plokk- aði þessar nothæfu fjaðrir af þeim og sleppti svo fuglinum. Trúarbrögðin voru andadýrkun. Andarnir bjuggu í himninum, hafinu eða jörðinni. Þeir tilbáðu andana í gegnum skurðgoðamyndir úr tré eða steini. Myndir þessar voru hafðar í hofi, „Heiaus“. Nátengd trúarbrögðum þeirra var Tabu-kerfið. Ýmsar fæðutegundir, þar á meðal fiskur, var „Tabu“ fyrir fólkið, en ekki fyrir höfðingjana. Á sérstökum Tabu-dögum mátti ekki heyrast nokkurt hljóð, jafnvel börn- in þorðu ekki að láta á sér kræla, því sá var dauðans matur, sem braut Tabu-kerfið. Maður getur ekki mikið kynnzt hinu frum- stæða lífi Hawajibúa. Bezta tækifæri til að fá vitneskju um það, er að rannsaka hið ágæta „Bishop Museurn" í Honolulu.1) Hinir upphaf- lega innfæddu Hawajibúar hafa með árunum blandazt mörgum öðrum kynstofnum. Árið 1878 byrjaði mikill innflytjendastraum- ur af Portúgölum frá Madeira, og 1884 af Japönum. Ibúatala eyjanna nú2) er nálega 324 þúsund, þar af Japanar 128 þúsund, Kínverjar 24 þús., Portúgalar 27 þúsund, Filippeyingar 49 þús., Kóreumenn 5 þús., Ameríkanar, Eng- lendingar og Germanar 86 þús., ennfremur frá Porto Rico yfir 6 þúsund, en aðeins 21 þúsund Hawajibúar. Þetta er því mjög blandaður hóp- ur. Þarna mætist austrið og vestrið og markar svip, skipulag og háttu. Vissir hlutar af Hono- lulu'eru þannig algjörlega japanskir hvað við- víkur íbúum, húsum, áhöldum, verzlunum o. þ. h. Allur fjöldinn af þessu aðkomna fólki eru karlmenn, því að launin fyrir jarðræktarvinn- una eru svo lítil, að þau nægja aðeins einhleyp- um mönnum til þess að lifa af. Til að fá hugmynd um eyjarnar, útlit, upp- runa þeirra, jurta- og dýralíf, skulum við nú hugsa okkur að við komum siglandi af hafi og göngum á land í Honolulu. Það er bær, sem telur yfir 100 þúsund íbúa. Auðvitað er okkur fagnað með marglitum „Leis“ og gleði- (Aloha) hrópum. Þessari einkennandi hawajiisku kveðju, sem getur táknað svo margt og mis- munandi, en fyrst og fremst hjartanlega mót- 1) Bishop Museum var stofnað af auðmanninum Mr. Bishop. Hann var giftur Bemice prinsessu. Hún var síðasti afkomandi Kamehamea I, konungs, 2) Ár 1927. tökukveðju. Frá Honolulu skulum við svo leggja upp í ferð um eyjarnar. Honolulu er ágæt höfn, varin af kóralrifi. Svipað á sér stað með Pearl Harbour, lengra vestur frá, þar er líka ágæt lokuð höfn. Þar er mjög þýðingarmikil flota- stöð fyrir U.S.A. Það sem mest gagntekur mann þegar í land er komið, hvort heldur maður labbar um götur bæjanna eða leggur leið sína um dalina, er sker- ast inn í fjöllin að norðanverðu, er hinn grósku- mikli hitabeltisgróður. Hvar sem auga á festir sér maður pálma, bæði kokos-, konga- og döðlu- pálma, með stofnana umvafða philodendrom. I görðum sjást þróttmiklar ástralskar araucariar vaxa saman með pandanus, brauðaldinum og mango, og banyantré ^fíkjuteg.) með svonefnd- um loftrótum, er mynda stóra forsælu. En fyrst og fremst gefur maður gaum að hinum fagur- blómstrandi trjám og runnum; hibiscus-Iiminu með rauðum eða gulum blómum, poinciana með skarlatrauðum og bougainvillan, er skrýðir sig fjólubláum blómstrum, en síðast en ekki sízt kaktusrunnunum, sem opinberast fyrst á kvöld- in, þegar „drottning næturinnar" opnar sín hvítu blóm. I ávaxtabúðunum er óhemju úrval af ávöxt- um; bananar, alligatoperur, papaya (eins kon- ar trémelónur), guava, appelsínur, opuntia, ferskjur og plómur, en fremst í flokki er ávöxt- urinn, sem er táknrænn fyrir Hawajieyjar, en það er ananasinn. Helztu afurðir Hawajieyja er sykurreyr og ananas. Ferðist maður um eyjarnar, sér maður alls staðar sykurreyrsmerkur, þar sem sykur- reyrinn vex í löngum röðum. Hann þarfnast mikils vatns og vex aðeins þar sem nægilegt vatn er, eða þar sem hægt er að vökva jörðina. Eftir 18 mánuði er reyrinn þroskaður til upp- skeru og áður en hún hefst, er mörkinni skipt í uppskerusvæði, síðan er eldur borinn í gróð- urinn og þá brenna öll hin skrælnuðu blöð, ill- gresi og skorkvikindi. Þessu næst er reyrinn sleginn og honum dyngt upp á vagna, er ganga eftir mjóum brautum að verksmiðjunum. Á ein- stöku stöðum eru ár eða lækir látnir fleyta reyrnum af myllunum. Þær vinna svo hrásykur úr reyrnum,j3em síðar er sendur til San Fran- cisco til fullnaðarvinnslu. Aðeins ein verk- smiðja í námunda við Honolulu fullvinnur syk- urinn. Árið 1925 var sykurframleiðslan yfir 770.000 tonn. Fyrir 20 árum þekktist ekki ananasrækt á eyjunum, en nú er aðeins einn atvinnuvegur, sem tekur henni fram. Jarðrými, sem ekki er hægt að vökva og nota til sykurræktunar, því sá ávöxtur þarf mjög lítinn vökva. Þegar um 160 V í K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.