Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 43
fínna hjá honum. Sjálf er skýrslan fyrir æva- löngu glötuð, og vita menn nú það eitt um ferðir Pyþeasar, sem tínt verður saman af tilvitnunum höfunda þeirra, er vildu sanna á hann skrök og skrum. Er því sumt helzt til óljóst, og við búið að eitthvað hafi beinlínis verið rangfært. En af þessum brotum hafa fræðimenn 19. og 20. aldar komizt að þeirri niðurstöðu, að Pyþeas segi mjög rétt frá. Er saga hans þar af leiðandi öll hin merkilegasta. Hefur þessi mikla sjóhetja fornaldarinnar mátt bíða þess í 2300 ár, að fá uppreisn æru og hljóta verðskuldaða frægð fyrir eitthvert mesta siglingaafrek, sem unnið hefur verið. Pyþeas var svo vel undir könnunarför búinn sem nokkur maður gat verið á hans tímum. Sjálfur var hann þaulvanur farmaður og snjall vísindamaður, bæði stjörnufræðingur og stærð- fræðingur. Ljóst dæmi er það um hæfni hans, að hann hafði ákvarðað, svo að nálega engu skeikaði, breiddargráðu fæðingarbæjar síns. Hann hafði öll hin beztu rannsókna- og mæl- ingatæki, sem þá voru kunn. Meðal áhalda hans voru sólúr og tæki, sem nota mátti við hornamælingar, einhvers konar frumstæður sextant. Pyþeas lagði upp frá Massilíu, sigldi vestur Miðjarðarhaf, gegnum Njörfasund, norður með Spánar- og Frakklandsströndum og til Bret- landseyja. Hélt hann síðan meðfram Bretlands- ströndum og fyrir noðurodda Skotlands til Orkneyja. Þaðan fór hann aftur til Skotlands og hafði þar viðdvöl nokkra. í Skotlandi heyrði hann sagt frá eyjunni Thule, en þangað væri sex daga sigling í norður frá Bretlandseyjum. Lagði hann í haf og sigldi norður, unz hann kom að landi einu, er hann taldi vera Thule. Land þetta var mikið og fjallasýn tignarleg. Sigldi hann norður með landinu og komst, að hann telur, norður fyrir heimskautsbaug og hafði veður af hafís. Fræðimenn greinir mjög á um það, hvort land þetta er Pyþeas nefnir Thule, hafi verið Noregur eða ísland. Er ástæðulaust í þessu sambandi að skýra frá þeim rökræðum. Siglingaafrek Pyþeasar má heita jafnmikið, hvort landið sem er. Ferð Pyþeasar er einstæð í hellenskri sigl- ingasögu. Hún sýnir þó og sannar, að allsæmi- leg skip hafa Hellenar kunnað að byggja, er þeir lögðu sig fram. Af öðrum gögnum er og ýmislegt vitað um skipagerð Hellena. Skip þeirra voru af tveimur megingerðum, verzl- unarskip, stutt, breið og djúp, einkum ætluð til siglinga, en þung undir árum, — stríðsskip, léttari, lengri, rennilegri, betri til róðurs. Voru þau fyrst og fremst knúin áfram með árum og nefndust galeiður. Rómverjar erfðu 3Íglingatækni Hellena og kunnáttu þeirra í skipasmíðum. Þeir gerðu engar stórfelldar breytingar á skipunum og má því lýsa í einu lagi hinni drottnandi skipa- tegund á veldistímum beggja þjóðanna. Það er a. m. k. mjög líklegt, að „trémúrar Aþenu“, sem Þemistokles kallaði svo, hafi verið nauða- líkir galeiðum þeim, er sigldu undir fána Rómaveldis fram á miðaldir. Skal nú reynt að iýsa nokkuð hinum fornu * galeiðum, sem svo lengi voru eins konar kvala- staðir fordæmdra, fljótandi á hafinu. Það var sameiginlegt einkenni á borgríkjum Hellena og hinu mikla Rómaveldi, að þræla- hald var grundvöllur þjóðskipulagsins. Hinn mikli vinnukraftur, sem gekk kaupum og söl- um eins og búfé, var nær óþrotlegur og ákaf- lega ódýr. Eins og hvarvetna annars staðar, var þrælunum hrúgað um borð í skipin, og þeir settir við árarnar. Höfuðviðfangsefni skipaeigenda var það, að koma fyrir sem flestum árum, gera vél skipsins sem sterkasta. Vinnuaflið var ótakmarkað og kostaði hér um bil ekki neitt. Allir skipseigendur gátu keypt svo marga ræðara, sem þeir vildu. Ef skip fórst og áhöfn týndist, var að vísu mikil eftir- sjón í skipinu, en minna um hitt að sakast, þótt 100 galeiðuþrælar, hlekkjaðir við árarnar, hefðu drukknað eins og rottur. Kaup á hundrað nýjum galeiðuþrælum var ekki nema lítill hluti af stofnkostnaði við smíði nýs skips, hlut- fallslega miklu minni en vélin kostar í skip nú á dögum. Galeiðuþrælarnir voru úr ýmsum áttum. Lengi framan af var sótzt eftir sterkum og tröllauknum Afríkumönnum, sem voru bein- línis veiddir og hnepptir í þrældóm. Alls konar afbrotamenn voru og snemma hlekkjaðir við galeiðurnar. Voru sumir þeirra dreggjar þjóð- félagsins, ræningjar, þjófar og morðingjar, en aðrir heiðarlegir menn, sem settir voru á gal- eiður af pólitískum eða trúarlegum orsökum. En hver svo sem efniviðurinn var í upphafi, fór oftast á þá leið, fyrr eða síðar, að gal- eiðuþrællinn hætti að geta talizt mannleg vera, heldur varð hann hluti af vél, þótt gerð væri hún af kjöti og blóði. Það er vafalaust, að þrælapískararnir á grísku og rómversku galeiðunum hafa rætt um það fram og aftur, hvernig hægt væri að koma sem mestum mannafla að við róðurinn, enda kom- ust þeir undralangt í þeim efnum. Þegar á fimmtu öld fyrir Krist hafði Hellenum tekizt að smíða svonefnda trireme eða galeiður með þrem áraröðum, hverri yfir annarri. Galeiður þessar voru langar, 30—40 metrar, en fjögra til fimm metra breiðar. Hafa margir brotið V í K I N □ U R 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.