Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Blaðsíða 60
Kolbeinsey Eftir Bvrg Jónsson Hornfjör'ð. VfKINGNUM hefur borizt ritið „Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1949“. Þetta er merkilegt ársrit, sem Vestur-fslendingar gefa út. Eru nú komnir af því 55 árgangar. Rit þetta hefur jafnan flutt margvíslegan fróðleik um íslendinga í Vesturheimi, þætti úr landnámssögu þeirra, frásagnir af atvinnuháttmm, sagt minnisverð tíðindi o. fl. í höndum próf. Richards Beck, sem nú er ritstjórinn, hefur þetta gamla og virðulega rit enn aukizt að fjölbreytni og gildi. Þessi síðasti árgangur hefur að geyma margar fróðlegar og skemmtilegar greinar, þótt ekki verði þær hér taldar. Er gaman að sjá hve mannfræði, ættfræði og annar þjóðlegur fróðleikur stendur enn traustum fótum vestra, einkum að sjálfsögðu meðal eldri kynslóðarinnar. — Víkingurinn leyfir sér að endurprenta eina greinina úr þessu eigulega riti, þáttinn um Kolbeinsey. Þess má geta, þeim til leiðbeiningar, sem eignazt vilja „Almanak Ólafs Thorgeirssonar", að þrír síðustu árgangar þess munu fást hjá Bókadeild Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins. Kolbeinsey er í Norður-íshafinu 107 kíló- metra eða tæpar 58 sjómílur í hánorður frá Siglunesi á íslandi. Þetta er einstök klettaeyja. Annað nafn ber hún, sem er: „Mevenklint", en óvíst hvenær hún hefur hlotið það.1) Eftir hnatt- stöðu liggur hún á 67° 10' norðurbreiddar og 18° 44' vestlægrar lengdar. Frá Grímey er stefna hennar N.N.V., og vegalengdin milli eyj- anna 97 kílómetrar eða kortar 43 sjómílur. Kolbeinsey er nyrsti oddi grynningar þeirrar, er rekja má til Víkurhöfða á Flateyjardal, standa því Flatey á Skjálfanda og Grímsey á sama neðansjávarhrygg. Alla leið er hryggur þessi óslitinn, fer hvergi sjávardýpi yfir 30 faðma, þá fylgt er háhryggnum, en djúpir álar liggja að honum báðum megin. 1 jöðrum hryggjar þessa er botninn ósléttur, (hraun). Næstum miðja vegu milli Grímseyjar^ og Kolbeinseyjar er grynning mjög fiskisæl, en lítil ummáls.2) Botn er þar með afbrigðum ó- hreinn.3) Fiskur sá, sem þar veiðist, er rauður mjög (þaralitaður). Þykir einkennilegt að draga þarafisk úti á reginhafi, öðruvísi en þaraleginn 1) En kringum árið 1580 var hún þekkt undir báðum ofangreindum nöfnum. 2) Heitir „Groves Bank". 8) Færeyingar hafa fundið þar tind, eða nibbu, þar sem aðeins er 5 faðma dýpi, hættulegt veiðiskipum í stórsjó vegna brotsjóa. En dýpið á aðalgrynningunni er 12—30 faðma. grunnfisk, einnig er hann misjafn að stærð. Heilagfiskis verður oft vart á þessum slóðum. Kolbeinsey virðist vera að minnka, af völd- um ísreks og sjávargangs, og líkindi eru til, að eftir 2—3 hundruð ár verði hún algerlega úr sögunni. Margt bendir til, að eyjan hafi mynd- azt við eldgos. I henni er eingöngu basalthraun, mjög eldbrunnið, með óteljandi hellum og skor- um. Jarðvegur er þar enginn, né jurtagróður af nokkru tagi. Að austan og vestan er eyjan afar brött, svo það mætti heita veggur. Gamlir hákarlamenn, sem veiði hafa stundað í nánd við Kolbeinsey, telja misdýpi þar geipi- legt í nána við hana, eins og skiptist á kletta- fjöll og djúpir dalir.4) Grunnsævispallur sá, er eyjan stendur á, nær alllangt til suðurs, og breikkar eftir því sem fjær dregur, en til norð- urs skerst hann í odda, sem er aðeins nokkur hundruð faðma frá eyjunni, en þá snardýpkar á þrjá vegu, eins og þar væri klettafjall eða annes. I þann tíma, sem Island byggðist, hefur eyj- an verið miklu stærri ummáls en nú er. Og sök- um þess, að hún er einstakur klettur úr hafinu, og hennar ér snemma í sögum getið, er ekki úr vegi að greina frá henni, eftir þeim sagnaheim- ildum, sem fyrir hendi eru, og frásögnum sjón- arvotta frá yngri tímum. 4) Mælt hefur verið og sett á sjókort 395 metra dýpi rétt vestur af eyjunni. 196 V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.