Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Blaðsíða 10
Matthías Þórðarson: íiskveiiar útlendinga vii ísland Matthías Þórðarson, fyrrv. skipstjóri og ritstjóri, hef- ur sýnt Sjómannahlaðinu Víkingi þá velvild, að bjóðast til að láta því í té nokkrar ritgerðir um ýmis atriði úr fislcveiðisögu íslands og önnur fiskveiðimál. Er blaðinu mjög kærkomið að fA ritgerðir frá Matthíasi Þórðar- syni, sem bxði er ritfær vel og allra íslendinga fróðast- ur um margt, er snertir sögu fiskveiða í norðlægum liöfum. Mattliías er á 82. aldursári, en ber aldurinn frá- bærlega vel. Hann er svo þekktur maður, að ekki mun ástæða til að Icynna hann lesendum Vikings í löngu máli. Orfá orð verða því látin nxgja. Matthías Þórðarson er fæddur í Móum á Kjalamesi 1. júlí 1872, sonur Þórðar bónda og hreppstjðra Runólfs- sonar og konu hans, Ástriðar Jochumsdóttur, systur Matthíasar skálds. Hann hóf ungur sjómennsku, lauk stýrimannaprófi 1889. Skipstjóri var hann á ýmsum skipum 1892—1900, nema þann tíma árin 189ó og 1895, er hann var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Árin 1900—1907 var hann leiðsögumaður við djúpmxlingar og landhelgisgæzlu við Islandsstrendur á skipunum „Di- önu“, „Heklu“ og „Islands Falk“. Árið 1909 stofnaði hann útgerðastöð mikla í Sandgerði og stjórnaði henni um hríð. Hann átti mikinn hlut að stofnun Fiskifélags íslands og var starfsmaður þess um skeið. Oft var liann sendimaður íslands og fulltrúi í sambandi við fisksölu til Suður- og Miðevrópulanda. Árið 1914 fluttist Matt- hias af landi brott og hefur dvalizt erlendis síðan, lengst í Danmörku, þar sem hann er enn búsettur. Árið 1905 stofnaði Matthías fiskveiðaritið „Ægi“ og var ritstjóri þess um alllangt skeið. Síðar stofnaði liann og stýrði tveimur fiskveiðitímaritum l Danmörku, „Nordisk Havfislceri Tidsskrift", er hann gaf út 1926— 1932, og „Aarbog for Fislceri", stofnað 1935. Hann lief- ur samið merkar bælcur, einkum um útvegsmál, og ritað fjölda ritgerða í blöð og tímarit, innlend og erlend. Meðal bóka hans ber einkum að nefna: „Havets Rig- domme“, er út kom 1927, og „Síldarsögu íslands", 1930. Sjálfsævisaga lians lcom út fyrir nokkrum árum. Nefn- ist hún „Litið til baka“, og er bæði skemmtileg og stór- fróðleg. Matthias Þórðarson er karlmenni mikið, gáfaður vel og skáldmæltur, eins og hann á ætt til. Þótt hann hafi lengi dvalizt fjarri ættlandi sínu og ekki komið hingað nema sem gestur, er hugur hans oft heima. Fylgist hann mjög vel með öllu því, er snertir sjávarútveg og siglingar íslendinga. Landhelgismálið er honum sérstak- lega hugfólgið, enda hefur hann skrifað ágætar rit- gerðir um það efni. TJndirritaður vill nota þetta tækifæri til að flytja Matthíasi Þórðarsyni beztu kveðjur sínar og Víkings og þakka honum ánægjuleg kynni. Gils Guðmundsson. Það mun mega telja að full rök finnist fyrir því i gömlum skjölum og skilrikjum, að fiskauðlegðin við Island hafi mikið stutt að byggingu landsins strax eftir að það fannst — og að fiskurinn síðan bar nafn landsins um öll nálæg lönd og gjörvalla Evrópu og það jafnvel löngu áður en menn höfðu greinilega hugmynd um hvar Island væri á hnett- inum. Menn á Norðurlöndum þekktu nokkurnveg- inn legu Islands, en þeir, sem sunnar bjuggu, vissu það eitt um ísland, að það væri einhversstaðar norður i höfum nálægt Noregi og að þaðan kæmi skreið og annar fiskur. Eins og að líkindum lætur fóru útlendir menn snemma á öldum að leita til íslands til fiskveiða og munu það hafa verið Englendingar, er fyrstir fóru. Á 14. öld eru ensk fiskiskip farin að fiska við landið og eftir 1400 fara þau að tíðka komur sínar mikið. Þess er getið í annálum, að 1413 lágu 30 fiskiduggur við landið, og „1419 er þess getið, að mörg fiskiskip ensk hafi komið til Islands, og þá strönduðu ensk skip ekki færri en hálfur þriðji tugur við Suðurland á skírdag í ofsaveðri og menn fórust allir“. Á fyrri hluta fimmtándu aldarinnar mátti heita sífelldur ófriður milli Englendinga og Islendinga, um nokkurt árabil, og er álitið, að þessi ófriður hafi stafað af því, að Englendingar hafi haldið að skipatjón þeirra 1419 hafi verið af völdum Islend- inga. 1422—23 rændu Englendingar á Bessastöðum og á Norðurlandi, í Ölafsfirði, Hrísey og Grimsey. Þeir tóku fénað manna og færðu burtu úr landinu. — 1425 herjuðu Englendingar víða og gjörðu spell- virki, drápu nokkra, er voru í þjónustu konungs- verzlunarinnar og hertóku marga Islendinga. 1434 börðust Englendingar við íslendinga í Skagafirði og féllu 80 Englendingar, nokkrir flýðu og komust í Hólakirkju. — 1467 drápu þeir Björn Þorleifsson hirðstjóra og 7 menn aðra, en tóku son hans hönd- um. En Ólöf, kona hans, hefndi hans. 1490 rændu enskir kaupmenn í Hafnarfirði, og árið 1500 er það ákveðið með dómi, að allir þeir Englendingar, 230 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.