Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 20
Stríðið um olíuna á lamf Úr fórum Einars Vilhjálmssonar Þýsk teikning frá 1738 af búrhval, sem fannst við Eydersted. Hann var 16 metra langur og 4 metr- ar á hæð. í textanum segir að þetta mikla dýr hafi verið með 50 tennur í neðri skolti. / kjölfar landfundanna vaknaði mikill áhugi fyrir norðurhjaranum. Samkeppnin um þennan afkima stóð aðallega á milli Hollendinga, Englendinga, Frakka og Dana. Árið 1614 stofnuðu Hollendingar félagið „Nordsee Compagniesem sendi skip til Davidssunds og Vestur-Grænlands. Þetta var aðdragandinn að aldarlöngu stríði um hvallýsi fyrir lampa Evrópu. Tugþúsundir Evrópumanna kynntust Eskimóunum af eigin raun. Aðallega voru það þó Hollendingar sem höfðu af þeim gagn, með verslun sinni. Danakonungur tók það þá til ráðs að stofna tvö Grænlands- félög, en samanborið við það sem Hollendingar högnuðust á Grænlandssiglingum sínum var hlutur Dana lítill. Skjaldar- merki Grænlands, hvítabjörn- inn, er frá þessum tíma og tek- inn upp í skjaldarmerki Dana til áherslu á yfirráðarétti þeirra á hinu fjarlæga landi. Öll bestu Grænlandskortin frá þessum tíma eru hollensk og notuðu danskir sæfarar þau fram eftir öldum, jafnvel þótt þeir ættu kost á dönskum kortum. Ðlóðuga öldin Hvalveiðitimabilið hófst um 1650, 100 ára sorgarleikur um spik, blóð og sjenever. Þjóð- verjar, Norðmenn, Frakkar, Englendingar og Hollendingar drápu hvalinn, hverjir í kapp við aðra. Grænlendingar tóku einnig þátt í veiðunum öðru hverju. Tíu þúsund menn veiddu árlega þúsund stór- hveli, en guldu með nokkrum mannslífum. Grænland var gróðalind á þessum tíma. Hreinn gróði Hollendingafyrsta áratuginn var 1.351.000 gyllini og næsta áratug nær 2.000.000 gyllini. Aginn var strangur. Dauðarefsing lá við morði á Eskimóa. Letingja var refsað með því að binda um fætur hans og dýfa honum í sjó- inn. Síðan fékk hann þrjú kað- alhögg frá hverjum skipverja. Sá sem kom óþveginn til mál- tíöar fékk einnig þrjú kaða- Ihögg. Þeim, sem beittí hnífi gegn öðrum, var refsað með því að hægri hönd hans var negld við stórmastrið með sama hníf. Á þessum árum höfðu menn rangar hugmyndir um Græn- land. Kristján IV. segir 1624: „Með Grænlandi er átt við öll lönd norðan íslands og Nord- kap“. Svalbarði, sem fannst 1596, var þá talinn hluti Græn- lands og talið að Norðurheim- skautslandið væri samfellt frá Rússlandi til Ameríku. Hollend- ingar virtu ekkí danskan rétt til Grænlands og fóru þar allra sinna ferða. Hollensk skip sóttu allt norður til Uppenavíkur og mörg nöfn á Vestur-Grænlandi eru hollensk. Það var ekki fyrr en 1691 að danski „einvalds- konungurinn yfir Grænlandi" hugaði að arfi sínum og bann- aði Hansakaupmönnum að sigla um: „Vores Strömme for Grönland". Hvalirnir börðu frá ser Þótt flestar hvalveiðiferðir hæfust á bæn: „Almáttugi Guð, eilífi konungur, ósýnilegi eilífi skapari mannsins og vernd- ari“, láðist honum stundum að halda verndarhendi sinni yfir þeim. Þúsundir létu lífið á norð- urhjara. Hættulegustu óvinirnir voru ísinn, skyrbjúgurinn og hvalurinn. (sinn tók venjulega alla áhöfnina en skyrbjúgurinn tók sinn toll f áföngum. Fábreytt fæði, saltað flesk, myglað brauð og súpa, bauð skyr- bjúgnum heim. Byrjunarein- kennin voru blæðingar úr tann- holdi. Síðan felldu menn tenn- ur. Blæðingar héldu áfram frá vöðvum og iðrum. Aðeins C- vítamín gat bjargað lífi manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.