Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 36
30 NÁTTÚItUl<'K. Ftígíalíf á Vatnsnesí. Auðnutittlingur (Acanthis linaria, L.). Þossi i'ug'l er mjög sjaldgæfur, on sczt stöku sinnum á vetrum; helzt þegnr harðindi eru, og er hann þá moð snjótittlingum. Aðra árstíma sézt hann ekki. Músarindill (Troglodytes borealis, Þiseher.) er víða hér um nesið með sjónum. En íremur her lítið á honum. Hann heldur til í klettum, urðum og grjótgörðum, en er þó algengastur framan í sjávarbökkum. Hann kemur oi't heim að bæjum á vetrum og vorum, og er þá maskarnlegur og' fjörlegui', hvernig sem viðrar. Hann f'lýgur hart en stutt í senn, og srnýgur inn í holur «g aðra í’elustaði er verða á leið hans. Hann er aðgætinn, en ekki mjög styggur. Varpstaðir hans þekkjast liér ekki. Að líkindum verpir hann í sjáv- arbökkum. 10. júní sá eg tvo fugla heirna við bæ minn hér á Hvammstanga, er voru á stæi’ð við þúfutittling, en nokkuð styttri og lítið eitt þreknari. Ef'tir fuglalýsingu að dæma er eg hefi haft, líktust þeir nokkuð Begulus ignicapillus. Rjúpa (Lagopus alpinús, Nils.). lijúpan heldur til í Vatnsnesfjalli, eins og annars staðar hér í norðurfjöllunum. Síðari hluta sumars er hún hér og þar með ungahópa sína hátt og lágt um fjallið. Haustið og síðari hluta sumai's 1918 kom hún óvanalega mikið niður í byggð og ,hcim að bæjum liér á Hvammstanga. Kom hún með unga sína heim í kringum bæjarhús, og var stundmn innan um hænsnahópann. i>að kom fyrir, að þær fóru inn 1 útihús, sem opin stóðu. Það var v.ða á bæjum, að þær stórskemmdu rófu- garða. Það hefir ekki heyrst, að þær hafi nokkurn tíma verið eins nær- göngular mannahústöðum hér, sem þetta haust. Þær hafa að líkindum vitað á sig liarðindin, sem komu veturinn næstan á eftir. Þegar kemur fram í sept- ember og október, fara fjölskyldurnar að slú sér saman í stóra hópa eða í'lokka, sem skiftir hundruðum og' jafnvel þúsundum. Halda þær j>á vana- lega til uppi um há f'jöll, þó komn þessir flokkar stundum ofan á bi'únir, þegar héla er á fjallinu. Rjúpurnar eru vanalega fremur styggar, þegar þær eru í stórílokkum. 1 októbermánuði eru rjúpurnar farnar að hvítna, og eru þá stundum stór svæði livítgrá eða hvítflekkótt af rjúpum. Þegar auð er jörð, eru rjúpurnar oft á hlaupum að tína í sarpinn, og stundum virðast þær vera í æfingum eða leikjum; þær lioppa, hlaupa og fljúga fáa metra í loft upp, og koma svo niður aftur á sama stað. Eg hefi einu sinni séð þær við þessar æfingar, og var mér starsýnt á, en þær voru þá ekki fleiri eu 20 í hópnum. Þær vissu ekki af mér, svo að eg hafði g-ott næði til að athuga þennan leik þeirra. Þar sem hóparnir eru og- snjór á jörð, krafsa þær á stórum svæðum, svo það er til að sjá eins og krafs eftir fjárhópa. Þær eta aðallega nýja árssprota af grasvíði, sem mikið er af í fjallinu, einnig rjúpna- laufi og krækilyngi o. f'l. A nóttunni grefur rjúpan sig oft niður í rnjúka snjó- skafla, svo ekkert stendur upp úr skaflinum nema höfuðið, þegar þær teygja upp liálsinn, stundum smjúga þær undir mjúkan snjó, allt að einn meter, og koma þá annars staðar upp, svo ranghalinn verður tvídyra. Þegar fer að harðna um jörð í fjallinu eða gera langvinnar, harðar hríð- «r uf norðaustri, þá hrökklast rjúpun fram á Miðfjarðar- og Hrútufjurðar-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.