Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 3
Náttúrufr. - 30. árgangur - 2. hefli - 53.—102. siða - Reykjavík, júni 1960 Jón Jónssott: Jökulberg í nágrenni Reykjavíkur Inngangur. Jökulberg (tillit) er jökulruðningur, sem orðinn er að íöstu bergi. Getur Jjað verið mjög ólíkt að útliti eins og jökulruðningurinn. Fer það fyrst og fremst eftir því, hvaða bergtegundir, ein eða fleiri, Jrað eru, sem lagt hafa til efnið í jökulbergið. Útlit bergsins fer einnig mjög eftir því, hvaða kornastærð er mest áberandi, hvort heldur leir, sandur, möl, smásteinar eða stórgrýti. Margt fleira kemur til greina í þessu sambandi, og má sem dæmi nefna, að í jökulbergi koma fyrir meira eða minna vatnsnúnir og hnöttóttir steinar (apalgrýti) og eins steinar með hvössum brúnum. Stundum sést í því lagskipting, en oftast er allt í einum hrærigraut. Mjög erfitt getur verið að fá úr því skorið, hvorl um jökulberg eða berg af öðrum uppruna sé að ræða, og stundum er þess enginn kostur. Sé undirlag bergsins fágað og rispað og rnikið um rákaða steina í berginu sjálfu, eru sterkar líkur fyrir jrví, að um jökulberg sé að ræða, og eins, ef lagskiptan leir, hvarfleir eða þess háttar er að finna innan um eða í sambandi við það. Þessi atriði eru hin mikilvægustu, þegar um er að ræða sannanir fyrir uppruna bergs- ins. Oft er, a. m. k. hér á landi, mikið um myndanir jökulvatna innan unr og í sambandi við jökulurðir. Þar sem jökulberg er þannig, getur oft verið álitamál, hvort tala beri um jökulberg eða ekki. f jökulruðningi hér á landi er yfirleitt tiltöhdega lítið um ísrákaða steina, en aftur á móti er oft mikið af núnu grjóti (apal- grýti) í Jrví. Sérstaklega er Jretta áberandi við skriðjökla á Suðurlandi. Reykjavik og nágrenni. í nágrenni Reykjavíkur er jökulbei'g allvíða. Nágrenni Reykja- víkur er í þessaii grein talið Jxað svæði, sem jarðfræðikort okkar Tómasar Tryggvasonar nær ylir.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.