Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 40
Guðmundur Kjartansson: Lítil athugun við Kleifarvatn Sunnudaginn 20. marz síðastliðinn skrapp ég á reiðhjóli suður að Kleifarvatni til að viðra mig og stíga á skíði mér til skemmtunar. Auðvelt er að binda skíði á reiðhjól, svo að vel fari. Ég gerði mér einnig vonir um að geta í þessari ferð gert dálitla athugun, sem mig liafði lengi langað til og hér verður sagt frá. Veður var ákjósanlegt, norðankaldi framan af degi, bjartviðri, hiti um frostmark og sólbráð, en lygndi um hádegi og þykknaði upp, hvessti síðan af suðri með lítils háttar fjúki — byr báðar leiðir. Síðustu áratugi hefur Kleifarvatn verið rannsakað allrækilega af náttúrufræðingum. Þær rannsóknir verða hér ekki gerðar að um- ræðuefni, en vísað til fjögra fróðlegra ritgerða um þær: Geir Gígja: Leyndardómur Kleifarvatns. Sunnudagsblað Vísis 29. okt. 1941. Olafur við Faxafen: XJm Kleifarvatn. Sunnudagsblað Vísis 23. nóv. 1941. Pálmi Hannesson: Kleifarvatn. Náttúrufr. XI. árg. 1941. Geir Gígja: Klcifarvatn: Rvík 1944. Kleifarvatn er afrennslislaust ofanjarðar, og eins og títt er um slík stöðuvötn, stendur mjög mishátt í því. Geir Gígja hefur sýnt fram á, að nokkurt samræmi er á milli breytinga á vatnsborðsliæð- inni annars vegar og úrkomu hins vegar. Vatnsborðið hækkar yfir- leitt þau árin, sem úrkoma er umfram meðallag, og lækkar J:>ess á milli. Við norðurenda Kleifarvatns liggur Lambhagatjörn. Er þar að- eins malarrif á milli, og ós í gegnum Jjað tengir tjörnina við vatn- ið, svo að yfirborð beggja stendur jafnhátt. Þegar lægst verður í Kleifarvatni, þornar öll Lambhagatjörn og ósinn. T. d. var hvort tveggja þurrt um nokkurra ára skeið kringum 1930. Árið 1938 tók Ólafur Friðriksson (Ólafur við Faxafen) eftir því, að straumur var í ósnum, lagði hann norður, úr Kleifarvatni inn í Lambhagatjörn. Þessi athugun hefur síðan verið staðfest af Pálma Hannessyni, Geir Gígju og fleirum. Telja þeir Ólafur, Pálmi og Geir, að straumurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.