Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 53
fyrra var ,,Galdra-Loftur“) var að ýmsu leyti nýstárlega uppfært; til dæmis var sviðið flutt framí áhorfendasalinn og áhorfendum skipað kringum það á þrjár hliðar. Viðfangsefnið var sambland af gömlu og nýju, þar sem gripið var til „leiksins innan leiksins": Hópur ísienzkra leikara er að æfa „Galdra-Loft“ á ensku til flutnings í Ástralíu, en verður í miðjum klíðum leiður á æfingunni og byrjar að leika sér, þ. e. a. s. leika atburðarásina í gömlu íslenzku kvæði, „Skipafregn" eftir Árna Böðvarsson, og varð það megininntak sýn- ingarinnar, en undir lokin snúa leikendur sér aftur að upphaflegu verkefni. Sýningin var þannig allbrotakennd og galt þess. Samfelld- ust og heillegust var hin gamla þjóðlega saga úr kvæðinu, og var sá þáttur víða fjörlega fluttur við ágæta tónlist Jóns Ásgeirssonar. Sem fyrr bar Arnar Jónsson af öðrum leikendum, en Karl Guð- mundsson dró einnig upp skemmtilega lýsingu á „sveitamanni“, og hópatriðin heima í kotbænum voru hin kostulegustu. Upphaf sýningarinnar, þar sem leikflokkurinn æfði „Galdra-Loft“, var að sínu leyti gott og bjó yfir tímabæru ádeiluefni, sem hagnýtt var á hugkvæman hátt, en niðurlagið var miklum mun síðra, þannig að sýningin varð einkennilega endaslepp. Miðbik hennar var greini- lega of langt og niðurlagið of tilþrifasnautt. Meginljóður sýningar- innar var að minu viti samsuða óskyldra efna, sem sjálfsagt má með góðum vilja tengja saman, en hér leiddi hún til þess að sýningin brotnaði í þrjá ósamstæða parta. Niðurstaðan varð því neikvæð frá leikrænu og listrænu sjónarmiði, en hún má ekki skyggja á þá gleðilegu staðreynd, að leikgleði og listræn alvara leiksmiðanna var smitandi og gaf fögur fyrirheit, sem eiga víst ekki eftir að rætast sökum tilfinnanlegs fjárskorts. Þarmeð hefur enn einn efnilegur tilraunaflokkur lokið sögu sinni — flokkur sem lofaði meiru en flestir fyrirrennarar hans vegna þess hve samstæður og einhuga hann var í viðleitni sinni og vinnubrögðum. Óperuflokkurinn sem til var stofnað vorið 1968 lét ekki til sín heyra á liðnum vetri, og fengu Reykvíkingar því enga óperusýningu þetta árið, ef frá er talin barnaóperan „Rabbi“ eftir Þorkel Sigur- björnsson, sem Leikfélag Reykjavíkur færði upp í samvinnu við Barnamúsíkskólann, vissulega lofsverð og velþegin nýbreytni. Þegar allt er saman talið, urðu frumsýningar í Reykjavík og Kópavogi 25 talsins á leikárinu, auk verkefna sem tekin voru upp aftur frá fyrra ári. Þetta er ærin leikstarfsemi í ekki stærra byggð- arlagi. Láta mun nærri að 130.000 manns hafi sótt Þjóðleikhúsið og Iðnó á vetrinum, sem er nálega 50% hærri tala en samanlagður íbúafjöldi á svæðinu. Þetta ber vitni frábærlega miklum leiklistar- áhuga, sem á sér óvíða á byggðu bóli neina hliðstæðu. Þeim mun ískyggilegra er, að ekki skuli vera betur vandað til verkefnavals en raun ber vitni, því það leikur naumast á tveim tungum, að með markvissum vinnubrögðum og eljusamri uppfræðslu og áróðri mætti móta smekk íslenzkra leikhúsgesta á þann veg sem Leikfélag Reykja- víkur hefur leitazt við að gera með allgóðum árangri. Margt bendir til þess að góð leikhúsverk eigi greiðari aðgang að almenningi en menn almennt gera sér ljóst. Ég sannfærðist að minnstakosti um að svo væri, þegar ég sá sýningu Leikfélags Húsa- víkur á alþýðuleik Bertolts Brechts, „Púntila og Matti“ undir stjórn Erlings E. Halldórssonar, í vor. Sýningin var sannkallaður leiklistarviðburður, fyrst og fremst fyrir frammistöðu Sigurðar Hall- marssonar í hlutverki Púntilu, en margir leikendur aðrir stóðu sig einnig með ágætum. Það vekur kannski enn meiri furðu, að hægt skuli vera að sviðsetja slíkt verk í tvöþúsund manna bæ og sýna það hátt í tíu sinnum. Þegar ég sagði frá þessu á alþjóðaráðstefnu leiklistargagnrýnenda í París í maí, áttu margir viðstaddir mjög bágt með að trúa mér, ekki sízt Frakkar og Hollendingar. Ýmis önnur leikfélög landsbyggðarinnar færast í fang verðug við- fangsefni, þó delluleikritin séu enn í miklum meirihluta. Leikfélag Sauðárkróks sýndi til dæmis „Mýs og menn“ í vetur, Leikfélag Seyðisfjarðar sýndi einþáttunga Darios Fos, að ógleymdu myndar- legu átaki leikfélaganna á Selfossi og í Hveragerði, sem sýndu „Skálholt” Kambans undir stjórn Gísla Halldórssonar og fóru með það til Færeyja. Það sem skortir tilfinnanlega er skipulegt starf í þágu leikfélaga utan Reykjavíkur, til dæmis leiklistarmiðstöð sem sjái leikfélögum fyrir góðum verkefnum og hæfum leikstjórum. Fjármagn er fyrir hendi, en því virðist vera sóað af handahófi í allskyns vitleysu. Bandalag íslenzkra leikfélaga er vitamáttlaus stofnun, sem er sennilega fremur til skaða en gagns. Verkefnin, sem Bandalagið býður leikfélögunum uppá, eru vægast sagt lítil- fjörleg, en hlutverk þess ætti einmitt öðrum þræði að vera mennt- andi, fræðandi, uppbyggjandi. Til þess að svo geti orðið, þarf vita- skuld að hafa hæfan og leikhúsmenntaðan framkvæmdastjóra, en nnkiö vantar á að svo sé einsog sakir standa. Oneitanlega væri fróðlegt að íá um það ýtarlega greinargerð, hvernig félagsheimiiin margumtöluðu eru hagnýtt á ári hverju, hve mikil menningarstarfsemi ter þar fram árlega, og hve oft þau eru notuð fyrir skröll og skemmtanir. Hlutverk félagsheimilanna átti, ef mig misminnir ekki, að vera það fyrst og fremst að efla menn- ingarstarfsemi og heilbrigt félagsnf í byggðarlögunum. Eg er hrædd- ur um að talsverður misbrestur hafi orðið á þvi, og er löngu kominn tími til að huga nánar að starfsemi þeirra. Á því eiga ís- lenzkir skattgreiðendur kröfu, því þau eru að meginhluta reist fyrir opinbert fé. Og hvernig rækir Þjóðleikhúsið það hlutverk sitt að kynna góða leikiist um byggðir landsins? Heldur hefur frammistaðan verið aum á undanförnum árum, og er hér þó um lögboðna skyldu að ræða. Tími virðist vera kominn til að taka til rækilegrar endurskoðunar alla löggjöf um leiklistarstarfsemi i landinu og skipuleggja hana að nýju i samræmi við þarfir og aðstæður nútimans. Skriður virtist vera að komast á undirbúning leiklistarskóla rík- isins, og var lagt fram frumvarp um efnið sem dagaði uppi í nefnd á Aiþingi. Menntamálaráðherra skipaði síðan nefnd „sérfróðra manna“, sem undirbyggju lög um ríkisleiklistarskóla, og er for- maður hennar Vilhjálmur Þ. Gíslason(!) og annar nefndarmaðui' Guðlaugur Rósinkranz(l), svo varla var nema von að Sveinn Einarsson færðist undan að taka að sér hlutverk í þessháttar skrípa- leik. Leiklistarskóli ríkisins á því enn langt í land og verður senni- lega aö bíða nýs menntamálaráðherra og nýrra forráðamanna í Þjóð- leikhúsi. Silfurlampi Félags íslenzkra leikdómenda var veittur í fimmtánda sinn á þessu vori, og var hann afhentur að aflokinni síðustu sýningu Þjóðleikhússins, mánudagskvöldið 30. júní. Það var að sjálfsögðu Róbert Arnfinnsson sem hreppti gripinn í þetta sinn, en hann hafði fengið Silfurlampann einu sinni áður, árið 1956 fyrir túlkun sína á góða dátanum Svejk. í þetta sinn greiddu sex leikdómendur dag- blaðanna og Samvinnunnar atkvæði um bezta leik liðins vetrar, og var Róbert í efsta sæti á öllum atkvæðaseðlum, hlaut samtals 600 stig — 400 fyrir Púntilu og 200 fyrir Tevje. Hefur það aðeins gerzt einu sinni áður að sami leikari væri í efsta sæti á öllum atkvæða- seðlum, þegar Þorsteinn Ö. Stephensen hlaut Silfurlampann fyrir túlkun sína á Crocker-Harris í „Browningþýðingunni" 1957. Þau fimmtán skipti sem Siifurlampinn hefur verið veittur hafa tólf leikarar hlotið hann, þrír þeirra í tvígang, auk Róberts þeir Valur Gíslason og Þorsteinn Ö. Stephensen. Sé litið yfir atkvæða- greiðslurnar öll fimmtán skiptin og stigatölurnar lagðar saman, fæst þessi niðurstaða: 1. Valur Gíslason 1700 stig (Silfurlampinn 1955 og 1958) 2. Róbert Arnfinnsson 1700 stig (Silfurlampinn 1956 og 1969) 3. Herdís Þorvaldsdóttir 1650 stig 4. Þorsteinn Ö. Stephensen 1600 stig (Silfurlampinn 1957 og 1966) 5. Helga Valtýsdóttir 1500 stig 6. Guðbjörg Þorbjarnardóttir 1225 stig (Silfurlampinn 1961) 7. Gunnai' Eyjólfsson 1225 stig (Silfurlampinn 1963) 8. Brynjólfur Jóhannesson 1175 stig (Silfurlampinn 1959) 9. Lárus Pálsson 1150 stig (Silfurlampinn 1967) 10. Helga Bachmann 1100 stig (Silfurlampinn 1968). Ofanskráðir 10 leikarar höfðu allir hlotið yfir 1000 stig samanlagt, en fjórir lampahafar voru undir 1000 stigum, þeir Gísli Halldórsson (875 stig,) Helgi Skúlason i(800 stig), Steindór Hjörleifsson (550 stig) og Haraldui' Björnsson (475 stig). Það einkennilega við þessa útkomu er, að meðal fimm stigahæstu leikara eru tvær leikkonur, þær Herdís Þorvaldsdóttir og Helga heitin Valtýsdóttir, sem aldrei hrepptu Silfurlampann, og er vitaskuld ekkert við því að segja annað en það, að hendingin getur á stundum verið æði kaldhæðin og leikið menn grátt, þó reynt sé að hafa skipulag og skynsamlegt vit í hlut- unum. í ár féllu atkvæði þannig, að Róbert hlaut sem fyrr segir 600 stig, Jón Sigurbjörnsson 200 stig fyrir kónginn í „Yvonne Borgund- arprinsessu", Arnar Jónsson 150 stig fyrir Galdra-Loft, Brynjólfur Jóhannesson 75 stig fyrir séra Sigvalda í „Manni og konu“, Herdís Þorvaldsdóttir 75 stig fyrir Candidu, Brynja Benediktsdóttir 50 stig fyrir Jo í „Hunangsilmi“, Guðrún Ásmundsdóttir og Pétur Einarsson 50 stig hvort fyrir hlutverk sín í „Yfirmáta ofurheitt“, Xnga Þórðar- dóttir og Valdimar Helgason 50 stig hvort fyrir Staða-Gunnu og Hjálmar tudda í „Manni og konu“. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.