Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 1
] ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík; 1. desember 1931 53. tbl. Atvinnuleysíngjarnir -fylkja sér um kröíur kommúnistaflokksins. Nú er kjörorðíð: Atvinnubætur - atvinnuleysisstyrkur - annars: Burt með bæjarstjómina! Verklýðsfundur í Iðnó. Fund með atvinnuleysingjum hélt verka- mannafélagið Dagsbrún 26. nóv. Fundurinn var haldinn í Iðnó og var húsið þéttskipað. Á fundinn hafði verið boðið ríkisstjórn, bæjar- stjórn og borgarstj óra. Tryggvi Þórhallsson mætti af hálfu ríkisstjórnar. Borgarstjóri lét ekki sjá sig, og þeir er mættu af liði hans létu ekki til sín heyra. Rætt var um atvinnu- leysið og ráð til að bæta úr því. Sýndu verka- menn með rökum fram á þörfina fyrir at- vinnubætur, en að hins vegar væri það sam- vinna milli borgaraflokkanna, að hjálpast að því að ekkert yrði aðgert. Og það var lítið um varnir hjá Tryggva eins og við var að búast. Bað hann verkamenn að reyna að verða eftir- gefanlega í kaupkröfum sínum í vetur, svo at- vinnan stöðvaðist ekki!! Hann gat þess og, að atvinnubæturnar yrðu líklega á einhvern hátt beint eða óbeint notaðar til að lækka gildandi dagkaup á hverjum stað. Var framkoma hans svo bágborin, að hann fann sig knúðan til að þakka verkamönnum fyrir það að hlusta á sig, án. þess að þeir létu reiði sína í ljósi. Að endingu voru svo bornar upp og- sam- þykktar kröfur þær, er samþykktar voru á at- vinnuleysingjafundinum 5. nóv. og svo aftur á fundi Dagsbrúnar 21. nóv., og sem eru birt- ar í síðasta Verklýðsblaði. Þar voru einnig samþykktar þær kröfur til ríkisstjórnarinnar, er samþykktar voru á atvinnuleysingjaíundin- úm 5. nóv. Og að síðustu var samþykkt til- laga frá Einari Olgeirssyni að farið yrði í kröfugöngu til borgarstjóra til að afhenda honum kröfurnar til bæjarstjórnar og voru til þess kosnir 3 atvinnulausir verkamenn. Tóku allir fundarmenn þátt í kröfugöngunni að und- snteknum gestunum og kratabroddunum. Oekk fylkingin undir rauðum fána og rauðum borða, er atvinnuleysingjanefndin hafði látið útbúa og sem á voru letraðar aðalkröfurnar. Eftir að talað hafði verið við borgarstjóra og skýrt frá svörum hans, sem voru eins og áður engin, hélt kröfugangan áfram eftir Austur- stræti og var henni lokið í Aðalstræti við af- greiðslu Verklýðsblaðsins. Hafði hún farið hið bezta fram. Þó má þess geta, að bifreið frá Steindóri ruddist gegnum mannþröngina eftir fyrirskipun lögregluþj óns* er þar var við hendina. Mun það eiga að verða forspil að á- rásum lögreglunnar á atvinnuleysingjana í vetur. Starf atvinnuleysingjanefndarinnar. í sumar, þegar fyrirsjáanlegt var að sum- arið yrði alvarlegur atvinnuleysistími fyrir verkalýðinn, var lialdinn almennur verkalýðs- fundur 16. júlí, að tilhlutun Kommúnista- flokksins. Á þeim fundi var atvinnuleysið rætt og gerðar kröfur á hendur valdhöfunum (sjá Verklýðsblaðið 18. júlí, 34. tbl.). Kröfur þær voru allar samþykktar mótatkvæðalaust, þótt nýlega væri búið að fella þær í atvinnubóta- nefnd Dagsbrúnar, en þar höfðu þær verið fluttar af Guðjóni Benediktssyni. Á þessum fundi, 16. júlí, var svo kosin 11 manna nefnd til að skipuleggja baráttu atvinnuleysingj- anna. Þegar eftir fundinn reyndu kratarnir að veikja traust verkamanna á nefndinni og fá þá verkamenn er kosnir voru í nefndina til að starfa þar ekki. Foringjar í þeirri baráttu voru aðallega Ól. Friðriksson og'Stefán Björnsson, og unnu að því bæði í einkasamtölum og í verkamannafélaginu Dagsbrún. Töldu þeir kröfur verkamanna óframkvæmanlega vitleysu og að skipulagning baráttunnar fyrir atvinnu- leysingjana væri eingöngu gerð til að kljúfa samtökin. En þrátt fyrir andstöðu kratanna og tilraunir þeirra til að kljúfa baráttufylk- ingu verkamanna, hefir nefndinni tekizt að draga þær baráttulínur og gera þær kröfur fyrir atvinnuleysingjana þannig úr garði, að nú stendur verkalýðurinn betur sameinaður en nokkru sinni áður um þær sjálfsögðustu kröf- ur til lífsins. Kröfuna um atvinnubætur í stór- um stíl og atvinnuleysisstyrk handa öllum at- vinnulausum mönnum, er nemi 5 kr. á dag og 1 krónu á dag fyrir hvern skylduómaga. Kröf- una um það, að á næstu fjárhagsáætlun verði ætluð nægileg fjárupphæð til að uppfylla kröfu atvinnuleysingjanna. Kröfuna um það, að bær- inn láti í té ókeypis gas, rafmagn og koks til atvinnuleysingjanna. Kröfuna um það, að at- vinnuleysingjar verði undanþegnir útsvörum. Og að síðustu kröfuna um það, að bæjarstjórn- in segi af sér tafarlaust, geti hún ekki orðið við þessum kröfum. Þetta eru þær kröfur sem atvinnuleysingj a- nefndin hefir með tilstyrk Kommúnistaflokks- ins safnað öllum verkalýðnum um. Yerkalýð- urinn hefir ekki viljað taka undir kröfur Ól- afs Friðrikssonar, að atvinnubæturnar yrðu eingöngu miðaðar við barnamenn, en hinir látnir eiga sig og að verkamenn væri hvattir til að sækja um fátækrastyrk og á þann hátt cfurselja amnnréttindi sín fyrir hungurskamt fátækranefndar. Á hverjum Dagsbrúnarfundinum á fætur öðrum talaði Ólafur og Co. gegn kröfunni um atvinnuleysisstyrk og kröfunni um að bæjar- stjórn segði af sér. En þrátt fyrir andstöðu kratabroddanna voru kröfur atvinnuleysingja- nefndar samþykktar í einu hljóði. Ólafur birti þær ekki í Alþýðublaðinu, og ætti þetta að sýna verkamönnum nauðsyn þess, að Verk- lýðsblaðið komi inn á hvert verkamannaheim- ili. En þessar kröfur atvinnuleysingjanefndar hafa nú verið ræddar og samþykktar á 3 fjöl- inennum fundum og hafa nú safnað um sig því fylgi allra verkamanna, að nú er hægt að fara að framkvæma þær. Næsta fimmtudag verða þær bornar fram á bæjarstjórnarfundi, cg þá er tækifærið til að knýja þær fram til af- greiðslu. Verkamenn, fjölmennið því á þann fund, sýnið fylkingu ykkar og mátt samtak- anna. Eosuingarnar í Bretlandi Kommúnistar vinna mest á. „MorgunbIaðið“ var heldur en ekki hróðugt yfir kosningasigri íhaldsins í Bretlandi. „Jafn- aðarmenn og kommúnistar biðu herfilegan ósigur“. Nú átti alda sósíalismans loks að vera hjöðnuð. Nú átti Bretland „eina sál“. Er þessi fögnuður íhaldsblaðanna á rökum byggður? Er það virkilega svo að alda sósíal- ismans sé að falla í Bretlandi, samtímis því, sem auðvaldsskipulagið hrynur saman? Athug- um kosningaúrslitin nokkru nánar. Ef við berum saman atkvæðatölurnar frá 1929 við atkvæðatölurnar nú, kemur eftirfar- andi í lj ós: - Atkvæðatala borgaraflokkanna allra var aðeins hálfri miljón hærri nú en 1929, þeir höfðu bætt tæplega 4% við atkvæða- magn sitt. Aftur á móti hefir verkamanna- fiokkurinn tapað 23% af atkvæðamagni sínu síðan 1929. Kommúnistaflokkurinn fékk 48% fíeiri atkvæði nú en 1929 (74.000). Það sem hefir gerzt er þá þetta: Atkvæðin hafa fluzt til milli borgaraflokkanna og mil- jónir verkamanna hafa snúið baki við „verka- mannaflokknum" og alls ekki kosið, svo fram- arlega sem þeir ekki áttu kost á að kjósa kommúnistaflokkinn. Kosningaúrslitin eru merki þess, að verka- lýðurinn í Bretlandi er að vakna til stéttar- vitundar og boða stórtíðindi. Brezki verka- lýðurinn segir nú í miljónatali skilið við þá for- ingja, sem hafa notað völd sín til að lækka atvinnuleysisstyrkinn og hjálpa auðvaldinu til að velta byrðum kreppunnar yfir á herðar hans. Hann segir nú skilið við foringjana, sem hafa eyðilagt samtök hans og gert þau að ónýtu vopni, foringjana, sem í stuttu máli hafa svikið hann og selt sig auðvaldinu. „Hinn herfilegi ósigur kommúnista“, sem borgarablöðin (að Alþbl. meðtöldu) eru að tala um, er í því fólginn, að þeir hafa að tiltölu unnið mest á allra flokka. Þeir hafa unnið til- tölulega meira á en íhaldið. Samt sem áður eru kommúnistar hvergi nærri ánægðir með þessi úrslit. Þau eru lakari en við hefði mátt búast þegar tekið er tillit til þess. hversu gíf- urlega flokkurinn hefir unnið á upp á síð- kastið. En við ramman reip var að draga. Til þess að fáist að stilla frambjóðenda, verður að láta sem tryggingu 150 sterlingspund, sem ekki eru afturkræf, ef ekki næst l/8 hluti greiddra atkvæða. Þessvegna gat flokkurinn aðeins stillt. í 25 kjördæmum. Ótal snörur voru lagðar á veg þeirra í kosningabaráttunni. Frambjóðendur þeirra voru fangelsaðir, fundir þeirra bannaðir o. s. frv. Hinn byltingasinnaði verkalýður Bretlands býst hú til harðrar baráttu, undir forustu Kommúnistaflokksins. Ólgan sýður í undir- djúpunum. Það er aðeins bjekking að alda sósí- alismans sé að lækka í Bretlandi.Það sem gerzt hefir er að vei'kamennirnir hafa sparkað í sósíaldemókratisku svikarana. Nú fyrst er alda byltingarinnar að rísa í Bretlandf:

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.