Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1941, Blaðsíða 1

Fálkinn - 18.07.1941, Blaðsíða 1
16 sfður Reykjavík, föstudaginn 18. júlí 1941. XIV. 60 aura EYJAFJALLAJÖKULL Þó að Hekla sje frægasta fjall suðurláglendisins er það vafamál hvort Eyjafjallajökull er eigi vinsælli og fegurri. Víðast hvar á suðurlandi sópar meira að honum en Heklu, og svo hefir liann verið friðsamari og eigi bakað landslýð nema smávægi- legt tjón, í samanburði við Heklu, þó að gosið hafi hann nokkrum sinnum síðan land bygðist. En síðan „Eyjafjalla-skall- inn“ Ijet „Tindafjöll skjálfa og titra jörð“ svo sem Bjarni Thorarensen kvað, eru nú liðin nær stórt hundrað ár. Síðan hefir langa fönnin, lengst til vinstri á myndinni, hulið örið eftir sárið sem jökulinn fjekk þá. — Hvergi er Eyjafjallajölcull jafn tignarlegur og fagur ásýndum eins og úr Fljótshlíðinni og Þórsmörk. Hjer á myndinni sjest hann úr Fljótshlíðinni en Markarfljótsaurar eru á framsviði myndarinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.