Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.03.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N BERTEL Gottskálksson Thorvald- sen er sá listamaður af ís- lensku bergi brotinn, sem mestri frægð liefir náð um viða veröld. Faðir hans var fæddur og uppalinn á íslandi, en móðir hans ættuð frá Jótlandi. Og danskur hefir hann að jafnaði verið talinn, nema af ís- lendingum og ýmsum Dönum, en vel má við það una að hann sje sameign Dana og íslendinga, því að þótt faðernið sje íslenskt og iist- gáfa þessa snillings verði rakin tii föðurættar hans fremur en til móð- ur, þá voru það Danir sem fóstruðu hann. Þeirra en ekki okkar var að- stáðan til þess að gefa Thorvald- sen færi á að þroska liæfileika sína, íslendingar hafa lengstum verið furðu fáskiftir um þennan mikla mann, sem i nær liálfa aðra öld naut aðdáunar a’llra menningar- þjóða og var tignaður sem þjóð- liöfðingi. Við vitum lítið um hann nem.a það að faðir hans var íslensk- ur og þekkjum ekki nema fá af verkum lians. Dæmi eru til þess, að íslenskt fólk, sem átt liefir Krists- myndina frægu i litilli útgáfu, vissi ekki eftir livern hún var, og er þetta þó sú mynd hans, sem flestar eftir- líkingar hafa verið gerðar af i veröidinni. Hinsvegar munu flest- ir vita, að myndin, sem löngum stóð á Austurvelii og nú í Skemti- garðinum, er eftir Thorvaldsen, enda er erfitt hjá þvi að komast, úr því að myndin er af honum sjáifuni. Og hjer á landi er — auk skírnarfontsins í Dómkirkjunni, sem er gjöf frá Thorvaldsen sjálfum — sú eina frummynd, sem ísland á af hinum kunnari myndum hans, — fíanymedes, næsta lítið kunn, en hún var, gefin landinu af danska list- vininum Johs. Hansen konsúl. En hina myndina, í eir gáfu Khafnar- búar íslandi í minningu 1000 ára afmælis íslandsbyggðar, 1874. — Enn má nefna, að i eigu þjóðminja- safnsins er andlitsmynd, sennilega Gröf Thorvaldsens i gardinum i Thorvaldsens Museum. Til hægri: Brjóstlíkan af Thorvaldsen miðaldra. Til vinstri: Standmynd Thorvaldsens, sem er í bronce í skemtigarðinum í Rcykjavík, gerð af honum sjálfum á efri árum hans\ Hann styðst við „Vonina.“ 100 ára dánardægur í dag. Fróða menn hefir löngum greint á um það, hvenær Bertel Thorvald sen sje fæddur, og hvar. Sumir telja hann fæddan á skipsfjöl a leið til Danmerkur 19. nóv. 1770, og munnmæli eru um það nyrðra, að hann hafi fæðst við íslandsströnd og sje skírður á íslandi. — Aðrir telja hann fæddan 13. nóv. 1768, í Danmörku. En hvað sem því viðvíkur, þá er það víst, að dánardægur hans er 24. mars 1844, og að hann dó í Kgl. Leikhúsinu í Kaupmannahöfn. af Jóni Eirikssyni, samtíðarmanni Thorvaldsens, sem gefin var safn- inu af sonardóttur Bjarna Tlior- steinsonar amtmanns, og var eign Iians og síðar Steingríms sonar hans, rektors. Um Bertel Thorvaldsen hefir og minna verið ritað á íslensku, en við hefði mátt búast. Matthías Þórð- arson fornmenjavörður hefir skráð það merkasta (í „íslenskir iista- menn“) en svo er iitlu öðru til að dreifa en stuttuin ritgerðum í blöð- um og tímaritum. En nú á þessu ári er væntanlegt stórt og itarlegt rit um Thorvaldsen, eftir sjera Helga Konráðsson, sem lengi hefir lagt stund á að kynna sjer sögu iista- mannsins og mun hafa kynnt sjer þær heimildir um hann, sem máli skifta. En þær eru einkum að fiima í ritum þéirra Thiele pröfessors, Thienemanns og dr. Louis Bobé, sem dregið hafa saman heimildir samtíðarmanna Thorvaldsens, en þó eru rit þeirra ekki æfisögur i eiginlegum skilningi. Þorleifur Gunnarsson gefur rit sjera IJelga út og verður það prýtt fjölda mynda og frágangur hinn vandaðasti. Er það síst of snemt, að bók komi út á íslensku um Thorvaldsen, og hefðu ýms stórmenni, sem nú hafa eignast æfisögur sínar á íslensku i þýddum skrautútgáfum, gjarnan mátt þoka fyrir íslendingnum. Það mun ísiendingum kunnast um Bertel Thorvaldsen, að föður- afi hans var Þorvaldur Gottskálks- son, sem fæddur var á Möðruvöllum í Eyjafirði árið 1712, Útskrifaðist haiin úr Hólaskóla 1735 og gerðisl djákni á Reynistað i Skagafirði ár- ið eftir en varð prestur i Miklabæ 1747 og bjó þar til dauðadags. En á Reynistað fæddust börn lians þrjú: Ólöf, Ari og Gottskálk. Var Gottskálk yngstur, fæddur árið 1741. Móðir þeirra var Guðrún Ásgríms- T.h. Venus nicð eplið. — Að neðan: dóttir frá Hráunum í Fljótum og dó liún ung frá manni sínum og börn um. Var sjera Þorvaldur hinn mesti hagleiksmaður, þ. á. m. á trjeskurð. Iín Bertel Thorvaldsen var 8. mað- ur frá Guðbrandi Hólabiskupij sem sjálfur skar skrautstafi í biblíu sína. Talið er að börn sjera Þorvalds ö)l hafi siglt til mennta til Káup- mannaliafnar liaustið 1757, og hefir Gottskálk þá verið aðeins 16 ára er hann fór utan. Ari gerðist gull- smiður og stundaði þá iðn í Kaup- mannahöfn. Þótti hann hinn mesti Náttin. Bertel Thorvaldsen

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.