Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 7

Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 7
N FÁLKINN 7 UR ANNALUM — 3. Jón fierrttoson og KJrhjubólstrrenna Adam og Eva í Paradís Miss Universe 1953 leikur Evu. Loksins kom að þvi að sagan af Adam og Evu væri sögð á kvikmynd! Á kvikmyndahátíðinni í Berlín var sýnd myndin „Adarn og Eva“ — hcil- kvöldsmynd, og sérkennileg m. a. vegna iþess, að leikendurnir segja ekki eitt einasta orð og liafa ekki nokkra spjör á kroppnum — ekki einu sinni fíkjuviðarblað nema i við- lögum. Vitanlega eru leikendurnir ekki fleiri en þau tvö, af þeirri ein- földu ástæðu að annað fólk var ekki til á jörðinni. Myndin er tekin i Mexico og cr i bókstaflegri merkingu „nakinn sann- ieikur um fyrsta ástarævintýr í heimi“. Byrjar myndin með sköpun- inni og endar á því að Adam og Eva eru rekin úr Paradís. Mynd þessi hef- ir skiljanlega vakið afar mikla at- hygli, en þess má geta að hún er fal- leg og laus við allt sem hneykslað gæti. Þetta er miklu siðsamlegri mynd en sumar baðlífs- og næturklúbba- myndir, sem sýndar eru. Vitanlega var minnstur vandinn að velja i hlutverk höggormsins og nóg var til af eplum, en hitt var meiri vandinn að finna réttu manneskjurn- ar i lilutverk Adams og Evu. Þau áttu fyrst og fremst að vera jafn sakleys- isleg og englum lik og þau voru fyrir syndafallið. Loks var það úr að Christiane Martel hin franska var fengin til að leika Evu. Hún var kjörin „Miss Uni- verse“ árið 1953 og er nú búsett í Mexico. En í lilutverk Adams var val- inn mexíkanski leikarinn Carlos Baena. Og svo var myndin tekin úti í guðs grænni náttúrunni og ekki rauðum eyri eytt í búninga. Hedy Lamarr lék fyrir mörgum árum i tékknesku myndinni „Extace“ og var þá nakin í sunmm sýningunum. Árið eftir giftist 'hún austurríska vopnakónginum Mandl, sem var mjög afbrýðisamur og reyndi að kaupa öll eintök, sem tii voru af myndinni, en vitanlega tókst það ekki. Vonandi verður tilvonandi eiginmaður ungfrú Martel skynsamari. Mexico framleiðir kringum 125 kvikmyndir á ári, en flestar þeirra komast aldroi austur yfir haf. En nú stendur til að reyna að koma mexi- könskum myndum á framfæri i Ev- rópu, og er talið víst að „Adam og Eva“ verði notuð til að brjóta ísinn. „Ég 'hefi leitað uppi myndarefni, sem allir kynþættir á jörðinni eiga að geta skilið, án þess að nokkur orð séu notuð i myndinni,“ segir l'eik- stjórinn. Hann lieilir Alberto Gout og segist vera „mikill unnandi fegurðar- innar“. 2.8 milljarð dollarar — í kvikmyndaiðnaði U.S.A. Að meðaltali eru ekki gerðar nema tæplega 300 kvikmyndir á ári í Bandarikjunum — en 700 á ári í lok fyrri heimsstyrja’ldarinnar. Ilins veg- ar eru kvikmyndirnar orðnar lengri og breiðari — og hafa fengið hljóð. 503 kvikmyndastofur senda frá sér 20.250 eintök af kvikmyndum á dag. Ef filmuræmurnar sem sendar eru út á 9 dögum, væru límdar saman, mundu þær ná frá jörðinni til tungls- ins. Gegnum sýningavélarnar i Holly- wood einni renna 650.000 kiíómetrar af filmu á ári, eða 65 sinnum vega- lengdin frá Hollywood til New York. En fast að því 3/4 af þessum filmu- rænium er aldrei notað. Kringum 2.8 milljarð dollara hafa verið festir í kvikmyndaiðnaðinum. I veröldinni fara 255 milljón manns í bíó á hverri viku, þar af 50 milljónir í Bandaríkjunum einum. Það er því ekki furða þó að kvikmyndin sé fjórða mesta iðngrein U.S.A. — aðeins flug- vélasmíði, ölgerð og aldinframleiðsla eru stærri. Milli 25 og 35 þúsund manns hafa fasta atvinnu við kvikmyndagerð. Þar af eru 12.000 verkamenn, hljóð- færaleikarar og tæknimenn. Leikar- arnir eru um 10 þúsund, en af þeim eru aðeins 179 fastráðnir, hinir allir fyrir aðeins eina mynd í einu. Nitján þúsund bió eru í Bandarikj- unum, en sum þeirra myndu ekki bera sig ef þau hefðu ekki tekjur af sölu sætinda og gosdrykkja. Safan á þessum vörum nemur 510 milljón dollurum á ári í kvikmyndahúsunum. Elsa Maxwell frægasta kjaftakind kvikmyndaheimsins næst Louella Par- son, sagði þessi spekiorð: Smjaður er það eina, sem er bragðgott en mað- ur fitnar ekki af. Þess vegna gleypa allir það í sig eins og kötturinn rjóma. Dauflegt hefir verið yfir Skálholts- stað um það leyti, sem bófinn í bisk- upaklæðunum settist þar að árið 1430. Svartidauði hafði borist hingað 1402 og annar presturinn, sem úr plágunni dó var „bróðir Grímur kirkjuprestur i Skálholti, síðan liver eftir annan heimapresta; séra Höskuldur ráðs- maður á jóladaginn sjálfan. Aleyddi þá þegar staðinn að lærðum mönnum og leikum, fyrir utan biskupinn sjálf- an og 2 leikmenn," segir Nýi Annáll. Árið eftir, 1403, er kallað „mann- dauðaár hið mikla á íslandi“ en árið 1904 „manndauðavetur hinn síðari.“ Um það segir Nýi Annáll: „Eyddi þá enn staðinn i Skálholti þrjá tíina (þ. e. þrivegis) að þjónustufólki. Deyði þar þá þrír prestar og mestur 'hluti klerka; 2 prestar fifðu eftir: bróðir Þorfinnur kirkjuprestur og Þórarinn prestur Andrésson, er ])á var capell- anus biskupsins herra Vilchins.“ Síðustu annálsklausuna skrifar höf- undur Nýja Annáls um árið 1430 og segir þar svo, eftir að liafa sagt frá góðæri en miklum nautadauða í Skál- holti: „Obitus (andlát) Einars prests Haukssonar ráðsmanns í Skálholti fimmtudaginn i páskaviku ... Hafði áður nefndur séra Einar ráðsmanns- stétt í Skálholti seytján ár samfleytt og hálft ár betur. Eigi hefir liér á landi vorum dögum vinsælli maður verið, og nieiri liarmdauði verið al- menningi er séra Einar; héldu þar til margir hlutir, þótt hér sé eigi greind- ir, þvi vant er að lofa mann i hendur Kristi, heldur skulu vér biðja ræki- lega fyrir lians sál. — Var þá heilög Skálholtskirkja i þvílíkum hörmum og sútum, sem aldrei fyrr vissum vér orðið hafa; fyrst biskupslaust, en officialis gamall og blindur, en misstu siðan ráðsmanninn þann, er bæði Esther Williams hin fræga kvik- myndadís og sundkona, hefir til þessa leikið öll sin hlutverk í sjó eða sundlaug að meira eða minna leyti. Ilún er orðin leið á þessu og loks hefir hún fengið loforð um að fá „heilt hlutverk á þurru“. Humphrey Bogart kvikmyndaleik- ari sagði einhvern tima þessi speki- orð: — í Hollywood er tvenns konar fólk: Það sem á sundlaug í garðinum sinum og liitt, sem er alltaf að reyna að botna í skuldasúpunni. Gilbert Bourbier heitir franskur vinnumaður, sem játaði fyrir rétti að hafa kveikt í hlöðu húsbónda sins. Hann er sex barna faðir, og sem ástæðu fyrir því að hann kveikti í hlöðunni tilgreindi hann, að sig hefði langað til að sleppa við að sjá kon- una sína um sinn. Rétturinn tók þessa ástæðu gilda og dæmdi manninn í fimm ára fangelsi. Walther Slezak, sonur liins fræga söngvara, er leikari á Broadway í New York og er mjög vinsæll. En sjálfur hefir hann mest gaman af að tefla skák. í tvö ár samfleytt hefir Iiann nær daglega teflt við einn „lífs- áhúðar“-fangann i fangelsinu i St. Quentin. var staðnum hallkvæmur og hollur. Á þessu sama sumri kom út hingað til landsins herra Jón biskup Gerecks- son, Skálholtsbiskup; kom liann með sinu skipi í Hafnarfjörð miðvikudag- inn næstan fyrir Jónsmessu baptiste. (21. júní). Kom herra biskup af Eng- landi til, þvi hann hafði setið þar áð- ur um veturinn. Fylgdu honum margir sveinar þeir, er danskir lét- ust vera; voru þeir flestir til lítilla nytsemda landinu, hirði ég því ekki þeirra nöfn að skrifa. Tveir prestar ltomu út hingað með herra Jóni Skál- holtsbiskupi, hét annar Mattheus en annar Nikulás. Sigldi Nikulás prest- ur samsumars aptur og með margar lestir skreiðar vegna biskupsins, því honum var auðaflað fiskanna og ann- ara hluta, því að landsfólkið varð nokkuð bráðþýtt við biskupinn ...“ Það er Björn frá Skarðsá, sem segir svo frá Kirkjubólsbrennunni þremur árum síðar — þeim alburði sem varð Jóni biskupi að falli: „Anno 1433: — Var Kirkjubóls- brennan suður, er jungkæri ívar Vigfússon var skotinn í liel. Var fyrir brénnunni Magnús kæmeistari í Skál- holti, er sumir sögðu son biskups .Tóns. Bað liann fyrst systur ívars, þeirrar Marggrét hét, og fékk ekki. Þeirra faðir var Vigfús, er hirðstjóri hafði verið. Þar eftir sigldi Magnús biskups- frændi, og kom aldrei aftur. En Marggrét komst út úr eldinum um ónshúsið; hafði hún getað gert þar hol á með skærum sínum. Margrét vildi engan eiga nema þann, sem hefndi bróður hennar. Tók sig þar til Þorvarður Loptsson Guttormsson- ar hins rika frá Möðruvöllum úr Eyjafirði; hann dró saman menn, og var með honum fyrir liði bóndinn frá dal í Eyjafirði. Árni Magnússon (liann var Einarsson) er Dalskeggur var kallaður, og riðu þeir suður um sumarið fyrir Þorláksmessu i Skál- holt, því þá vissi Dalskeggur, að biskup mundi heima vera. Þá var i Skálholti lielgihald mikið á messu- dag Þorláks biskups. Þeir komu þar um kveldið fyrir messudaginn, og settu tjald sitt utar öðrum tjöldum. Margt var fólks aðkomið. Þorvarður og Dalskeggur gengu heim um messu með lið sitt altýgjað, og gengu fimm- tíu í kirkjuna. Dalskeggur gekk fyrir og sagði: Nú er mikið um dýrðir. Biskup Jón grunaði mennina og gekk að altarinu, og steypti yfir sig messu- klæðum, tók kaleik og patínu í hönd sér. Þeir norðanmenn gengu að altar- inu, tóku biskup Jón, þó nauðugur væri; er svo hermt, að þá þeir með hann í stöpulinn komu, að biskup hafi dasazt nokkuð af tregðan göng- unnar, og þá hafi hann skipað smá- sveini sinum að ganga í kjallara og sækja sér góðan mjöðdrykk, hvað sveinninn gerði, og kom snöggt aftur með stóra silfurskáT, og biðu Norð- lendingar um þetta. Biskup drakk hratt af skálinni, og gekk síðan með þeim til tjakls þeirra. Þar eftir höfðu þeir biskup til Brúarár og drekktu honum þar í, með taug af snæri og steini. Giptist siðan Þorvarður Mar- gréti, og áttu þau 3 dætur: Guðriði, Ingibjörgu og Ragnliildi.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.