Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 26

Fálkinn - 12.12.1962, Blaðsíða 26
SÆ- MUNDUR FRODI VAR ALDREI I SORBONNE EFTIR JÖKUL JAKOBSSON Sæmundur fróði er einn nafntogað- asti íslendingur sem uppi hefur verið, þó er minna um hann vitað en flesta aðra sem koma við sögu þjóðarinnar. Ritverk hans eru ekki lengur kunn ut- an ein sétning sem Snorri Sturluson hefur eftir honum. Þar sem sannfræðina þrýtur, hefur þjóðsagan tekið við og gert úr Sæmundi slunginn og brögðótt- an galdramann, sem teflldi djartf við sjálfan Kölska og hafði jafnan sigur. Sæmundur er enn talinn einhver mest- ur vitmaður sem uppi hefur verið á fs- landi, fjöllesinn menntamaður og höfð- ingi og er þó mjög á huldu um störf hans og umsvif í lifanda lifi. Hann er nokkurs konar huldumaður í íslands- sögunni og sagnfræðingum hefur ekki tekizt að henda reiður á því hver hlutur hans var í raun og veru. En hitt er víst að hann hefur verið einhver mestur áhfifamaður sinnar tíðar og óhætt mun að fullyrða, að viðburðir sögunnar myndu hafa orðið með nokkrum öðr- 22 FÁLKINN Giselle Jónsson er gift Sigurði Jónssyni náttúrufræðingi og hafa þau verið bú- sett í Frakklandi frá 1947. Giselle nam lögfræði en lagði námið á hilluna er hún giftist. Hún fékk mikinn áhuga á Sæmundi fróða og tók sér fyrir hendur að rannsaka allt í sambandi við dvöl hans í París. ara sagna hafa verið í fullu gildi allt fram á daga ömmu okkar og afa. Sæmundur Sigfússon er talinn fædd- ur 1054—1057 og var faðir hans prest- ur í Odda. Sæmundur hefur farið bráð- ungur utan til náms og varð fyrstur Norðurlandabúa til þess að stunda nám í Frakklandi svo sögur fari af. í Odda- verjaannál er talið að hann hafi verið í skóla í París en ekki hefur tekizt að færa á það fullar sönnur. Það er almenn trú að Sæmundur hafi verið í Sorbonne, hinum nafntogaða háskóla og hefur hann verið nefndur Svartiskóli af ís- lenzkri alþýðu. Það eru ekki ýkja marg- ar vikur frá því ég sá á prenti í einu dagblaðanna í viðtali við húnvetnskan bónda þar sem gengið var út frá því sem vísu að Svartiskóli mundi sú hin sama stofnun sem nú nefnist Sorbonne, og var þess einmitt getið í sambandi við Sæmund. Þó sagnfræðinni sé fátt kunnugt um skólavist Sæmundar komum við ekki að tómum kofunum þegar blaðað er í þjóðsögum. í Árnasafni eru varðveitt handrit að ýmsum þjóðsögum um Sæ- mund og þar segir frá því er Sæmund- ur hinn fróði sigldi og fór í Svarta- skóla og lærði „þar aðskiljanlegar konstir". Svartskóli var í jarðhúsi einu rammgjörvu mjög og var á því enginn gluggi, þar ríkti því alltaf niðamyrkur inni. Enginn lærimeistari var sjáanleg- ur en lærisveinar námu allt af bókum. Birtuleysið kom ekki að sök því bæk- urnar voru skráðar eldrauðu letri sem um hætti ef hann hefði ekki komið til j skjalanna. Enda er það svo að Sæmundur þjóð- j sögunnar er öllum almenning hugstæð-: ari en hinn eiginlegi Sæmundur sem felst að baki þeirri mynd, er hann hefur tekið á sig í vitund allrar alþýðu. Frjáls- ræði þjóðsögunnar er því meira sem sagnfræðilegar heimildir eru færri og hefur Sæmundur notið þess eða goldið. Við getum að minnsta kosti látið okkur til hugar koma að hinn göfugi og fjöl- menntaði nytjamaður kristninnar og kirkjulegi hugsjónamaður og sagnfræð- ingur hafi verið alls ólíkur hinum brögðótta og kæna klerki sem gleymdi nafni sínu erlendis, hafði Kölska sjálf- an í daglegu snatti fyrir sig og kvaðst á við hann á latínu þess í milli; en hitt er víst að þar hanga þræðir á milli. Kunnátta Sæmundar og lærdómur hefur vaxið samtímamönnum hans í augu og því hafa snemma sprottið af honum kynjasögur eins og bezt má sjá á sögu Jóns biskups hins helga. Og sumar þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.