Iðnneminn - 01.11.1932, Blaðsíða 1

Iðnneminn - 01.11.1932, Blaðsíða 1
IÐNNEMINN t TBL. GEFIÐ ÚT AF NCKKRUM NEMENDUM SKÓLANS 1932. Á Y A R P ! Við, sem réðumst í að gefa út þetta litla blað, sáum, hvílík nauð- syn á því var, að iðnnemar opnuðu augu sín og annara fyrir því, sem ábótavant er á sviði iðnaðarnáms- ins. Því eins og við vitum, þá eru gallar miklir á iðnaðarlegu upp- eldi iðnnema, og bíða þar ærin verkefni óleyst, en ef við leggjumst allir á eitt, þá mun eitthvað á- vinnast. I þessu sambandi verðum við að gera okkur ljóst, að ekkert verður gert okkur til bagsbóta, nema það verði fyrst og frernst við sjálfir, sem hefjumst handa. Iðnaðarkensla er afar-þýðingar- mikill liður í uppeldismálum þjóð- félagsins. Og þess vegna er þá ekki síður ástæða til, að iðnnemar bendi á galla þá, sem á iðnaðar- náminu eru. Enda ættum við að þekkja það bezt, sem sjálfir lifum og hrærumst í þeim stofnunum, þar sem iðnnemum er látin I té sú iðn- aðarlega mentun, sem á að verða þeim æfilangt veganesti. Ungur maður, sem valur sér ein- hverja iðngrein að lífsstarfi, hlýtur undir öllum kringumstæðum að krefjast þess, að námstíminn verði honum að sem mestu gagni í fram- tíðinni, en meðan iðnnám er í því ásigkonmlagi, sem það er nú, fær hann ekki nema að mjög litlu leyti þær kröfur uppfyltar. Þess vegna, iðnnemar, verðum við að vakna tjl meðvitundar um það, að við erum menn, sem gerum okkar kröfur til lífsins, og ekki nóg með það, við verðum að vakna til starfa, til endurbóta á kjörum okkar. Það mætti benda á svo ótalmargt, sem þarf endurbóta við á sviði iðnnámsins, en það er ekki rúm fyrir það í þessu litla ávarpi, vegna þess, hve yfirgripsmikið það er. En það nmn verða gert eftir 'megni í þessu litla blaði okkar, svo og hverjar endurbætur það eru, sem við þurfum að berjast fýrir í náinni framtíð. Og að síðustu, iðnnemar! Lesið og styrkið þetta litla blað, því það er skrsf í átiina til betra lífs. Hið nýja skipulag skemtinefndar Iðnskólans. Það hefir verið siður, síðan ég konr í Iðnskólann, að halda danz- leiki öðru hverju á skólaárinu. Það hefir verið kosin 5 manna skemti- nefnd á hverju hausti, er starfaði alt árið. Þessir 5 merin hafa venju- lega allir haft miðasölu á hendi, .jg hefir þetta verið afleitt fyrir- komulag, því að af því hefir leitt: 1. Önákvæm reikmngssKil. 2. Hvað hefir orðið af þeim pen- ingurr, er hafa verið umfram kostn- að af skemtunum allan veturinn? ?. Það hefir verið venjulegt svar hjá þeim, að það hafi verið í járn-

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/354

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.