Ljósberinn - 01.04.1953, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.04.1953, Blaðsíða 7
ljdsberinn 31 * litf/vtii' 11 t'tt ttstnt: Sunnudagaskóli K.F.U.M. 50 ára Nú eru liðin fimmtíu ár síðan Sunnudaga- skóli K.F.U.M. í Reykjavík var stofnaður. Það var ungur verkfræðingur, sem lokið hafði námi við Hafnarháskóla og var ný- kominn heim, er átti frumkvæðið að stofnun hans. Hafði hann starfað við sunnudagaskóla í Kaupmannahöfn og veitt honum forstöðu um skeið, á meðan hann las við háskólann. Þetta starf var honum mjög kært, því að hann elskaði frelsara sinn og vildi vinna að eflingu ríkis hans, sem sagði: — Leyfið hörnunum að koma til mín, og bannið þeim það ekki, því að slíkra er Guðsríki. Hann hafði sjálfur reynt, að það er sönn hamingja fólgin í því að þjóna Jesú, þess vegna vildi hann leiða börnin til hans. Þessi ungi maður, sem var félagi í K.F.U.M. f®rði það í tal við séra Friðrik Friðrikssson °g fleiri, að stofnaður væri Sunnudagaskóli, °g varð það að ráði. Skólinn var settur 8. marz 1903. Þennan dag var mjög mikið óveður. 16 börn komu a þessa fyrstu samkomu Sunnudagaskólans °g varð að fylgja börnunum heim að henni lokinni, vegna veðurofsans. Þessi litla byrjun varð að miklu starfi, sem nú hefur haldið áfram óslitið síðan í 50 ár. Ungi verkfræðingurinn, sem var stofnandi Sunnudagaskólans, var Knud Zimsen, er síðar var borgarstjóri Reykjavíkur um langt skeið. Hann var forstöðumaður skólans frá byrjun °g gegndi því starfi hátt á fjórða tug ára, brátt fyrir miklar annir við margháttuð störf. Er hann lét af starfi við skólann var hann °rðinn mjög þrotinn að heilsu. Eftir að Knud Zimsen hætti störfum við skólann, veitti séra Magnús Runólfsson hon- Urn forstöðu nokkur ár, þar til núverandi forstöðumaður hans, cand theol. Ástráður Sigursteindórsson tók við. Á þessari hálfu öld hafa margar þúsundir harna sótt þennan skóla, sem byrjaði með 16 KNUD ZIMHEN, FYRRVERANDI BDRGAR- STJDRI í REYKJAVÍK, STDFNANDI SUNNUDAGASKÓLANS nemendum, og margir eru þeir nú bæðir ungir og gamlir, er geyma í hjarta sínu ljúfar og bjartar minningar frá stundunum þar. Starfshættir við Sunnudagaskólann hafa lítið breytzt frá því fyrsta. Ég ætla að lýsa því fyrir þeim, sem ókunn- ugir eru, hvernig samverustundunum er hagað. Eftir inngöngusálminn er flutt bæn. Þá er lesin trúarjátningin, og öll börnin taka undir. Síðan er sungið bænarvers. Á eftir er sunginn sálmur. Þá er lesinn ritningartextinn, sem er til hugleiðingar þann dag og á eftir sungnar lofgjörðir. — Guði sé lof og dýrð fyrir sinn gleðilega boðskap. Þá er börnunum skipt í flokka eftir aldri, og hver kennari fer með sinn hóþ þangað, sem honum er ætlaður staður í húsinu og talar við börnin um textann og útskýrir hann fyrir þeim. Eftir 15 mínútur eru börnin kölluð saman aftur. Þegar þau

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.