Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 3
TlMARIT IÐNAÐARMANNA NOKKRAR SETNINGAR ÚR RÆÐ- UM ANDMÆLENDA FRV. TIL BREYTINGA Á IÐNLÖGGJÖFINNI Á ALÞINGI 1936. „En það má ekki gleymast, að þó að við viljum iðnaðarmönnum allt hið bezta, þá erum við fulltrúar hér á þingi fyrir fleiri stéttir en þá. Við verðum líka að taka tillit til ann- arra. Það er mín skoðun, að ef gengið er mjög harkalega til verks i þessu efni, eins og iðnaðarmenn hafa lagt til, þá sé það ekki sizt þeim sjálfum til ógagns. Þeir ná ekki þvi ,sem þeir vilja ná, en afla sér óvinsælda, sem þeir gátu komizt hjá með þvi að fara hóflega í sakirnar.“ „Þetta frv. er steypt í því móti, sem mikið hefir borið á, og er að nokkru leyti vorkunn, þó að fram kæmi, þar sem stéttir eru að mynd- ast i þjóðfélaginu, því að vitanlega skarar hver eld að sinni köku. En menn mega bara vel gæta þess, að viðgangur eins þjóðfélags er ekki fyrst og fremst undir þvi kominn að skipta þvi í stéttir sem mest. Og í okkar þjóðfélagi er enn svo háttað, að mikill hluti þess er annað hvort utan við allar stéttir eða þá ein stór stétt fyrir sig.“ „Svona fáránlegar og vitlausar reglugerðir eru ekki til bóta. Og þessi löggjöf, sem liér er um að ræða, ber allt of mikinn svip að slíkri vitleysu." TÍMARIT IÐNAÐARMANNA ÚTGEFANDI : Landssamband iðnaðarmanna, Laufásvegi 8, Reykjavik, Pósthólf 102. Sími 15363 RITSTJÓRI: Bragi Hannesson (ábm.). Prentað í Prentsmiðjunni Hilmi h.f. Bankastræti 3. - Sími 13635. 3 Samtök iðnaðarmanna Þótt iðnaðarmenn sén fjölmennir, þá dylst samt engum, að samstaða þeirra er ekkí eins mikil og ýmissa annarra stétta. Það hlýtur þess vegna að vera nauðsynlegt fyrir alla iðnaðar- menn að staldra við og íhuga, hvernig vænlegast yrði að efla samtakamátt stéttarinnar. Þegar iðnlöggjöfin var sett árið 1927 og síðar breytt árin 1933 og 1936, var við ramman reip að draga. Iðnaðarmenn báru þá gæfu til að standa saman og veita þannig talsmönnum sín- um á Alþingi ómetanlegan styrk, enda hefur samstaða þeirra þá óefað átt sinn þátt í því að sigur vannst. Enginn ætti að halda, að raddir þeirra, sem börðust á móti því, að réttindi iðnaðarmanna yrði viðurkennd, séu þagnaðar. Andblásturinn hefur tekið nýja stefnu, sem birtist í greinum og kviksögum um vinnusvik og ofsagróða. Þannig er verið að ófrægja réttindi iðnaðarmanna á sama tíma og margir iðnaðar- menn sýna þeim samtökum tómlæti, sem staðið hafa vörð um rétt þeirra. Þótt sérfélög séu þörf, þar sem margir iðnaðarmenn eru í sömu iðngrein á sama stað, þá er ekki síður nauðsynlegt að til sé eitt heildarfélag á sama stað. Sérfélög geta því ekki leyst heildarfélög af hólmi, enda er langt frá að það sé æskilegt. Mikilvægt er því fyrir iðnaðarmenn að efla starf iðnaðarmanna- félaganna. Þau eru félög allra iðnðarmanna og þar gefst þeim tækifæri til þess að snúa bökum saman og vinna að sameigin- legum velferðarmálum. Þýðing iðnaðarmannafélaganna fyrir iðnaðarmannastéttina verður aldrei ofmetin. Á styrk þeirra mun m. a. velta, hvort iðnaðarmönnum mun takast í framtíðinni að koma fram ýmsum nauðsynlegum breytingum á iðnlöggjöfinni. Réttindi iðnaðarmanna byggjast á sérkunnáttu þeirra, og er því mikill misskilningur að ætla, að lögvernd sú, sem þeir njóta, sé sérstök ívilnun við þá. Hér er fyrst og fremst verið að vernda þjóðfélagshagsmuni, enda eru mýmörg dæmi þess, að þurft hafi mikið fé til þess að bæta úr verkum vankunnáttumanna. Hins vegar mega iðnaðarmenn minnast þess, að umbætur í iðnfræðslumálum hafa aldrei náð fram að ganga, nema þeir hafi ýtt á eftir og sýnt samstöðu og svo mun enn verða. Framtíð iðnaðarmannastéttarinnar sem sjálfstæðrar stéttar í þjóðfélaginu veltur á því, hvort iðnaðarmenn muni standa sam- an um sameiginleg velferðarmál og efla sín heildarsamtök. B. H.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.