Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 7
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 7 Sigurður Guðmundsson, Ijósm. L jósmg nil Aiðn Ljósmyndagerð hefst liér á landi furðu snemma eða 1846—’47, sem er tveimur árum eftir að hún flyzt til Norðurlanda. Það var hinn stórmerki maður séra Helgi Sigurðsson á Melum í Melasveit, sem það gerði. Hann liafði lagt stund á læknisfræði, dráttlist og ljós- myndagerð i Kaupmannahöfn. Séra Helgi er ennfrem- ur talinn upphafsmaður að Þjóðminjasafninu hér. Hann vann með frumaðferðinni, svonefndri Daguerre- aðferð. Þessar myndir voru gerðar á silfurplötu mett- aðri af joðsamböndum og voru síðan framkallaðar með kvikasilfri. Uppfinning þessi var afhent almenn- ingi eftir að franska rikið hafði keypt hana af Dagu- erre árið 1839. Á fyrstu áratugum ljósmyndagerðar var allt mjög einfalt í sjálfu sér, en aðal erfiðleik- arnir lágu i því, hve hið ljósnæma efni var seinvirkt. Það varð að setja stifur við hnakka persónunnar, sem sat í stól, þegar myndað var, og lýsingartíminn var 30 mínútur. Allar ljósmyndavélar voru stórar og ó- meðfærilegar. Allt stækkaði þetta, þegar leið á öld- ina og glerplatan kom til sögunnar. Það er fyrst, þegar stækkunarvélin keniur i notkun, að allt fer að minnka aftur. Og nú í dag eru „negativin" komin niður í nokkra millimetra. Ilin geysilega öra þróun i ljósmyndagerð hefir oft verið örðug fyrir atvinnuljósmyndara hér á Iandi eins og annars staðar. En reynslan hefur sýnt, að liér hefir á flestum sviðum tekizt að gera sambærilega vinnu og annars staðar, þar sem ég þekki til. Og vinnan er seld hér ódýrara en á Norðurlöndum, þrátt fyrir það, að allar okkar vélar, pappír og filmur séu í hæsta lúxustolli, en slikt þekkist hvergi í nálægum löndum, að handverk eða heil stétt manna sé sett á slikan hekk. ÞÝÐING ATVINNULJÓSMYNDARA. Engin leið er í stuttri grein að skilgreina hina miklu þýðingu, sem Ijósmyndagerð hefir fyrir nútið og fram- tíð, og það merkilega hlutverk, sem atvinnuljósmynd- arinn gegnir i hinu tekniska þjóðfélagi. Allt frá því að taka og vinna mannamyndir, verður hann nú að gera alls konar tækifærismyndir, auglýsingamyndir, sem nú fara sigurför i viðskiptalífinu, sem bezt sést með þvi að fletta erlendum tímaritum, þar sem allt, sem nöfnum tjáir að nefna er auglýst með snjöllum Ijósmyndum, brauðið, sem við borðum og klæðin, sem við göngum í. Þetta er engin tilviljun heldur gjör- hugsuð vinna gerð af snjöllum og tæknilega vel mennt- uðum ljósmyndurum. Útflutningsvörur hverrar þjóðar, nema Islendinga, eru kynntar af beztu ljósmyndurum, og eru þar fremstir í flokki frændur okkar á Norður- löndum, sem láta sér ekki nægja auglýsingaljósmyndir og kvikmyndir heldur gera þeir sifellt pésa og bækur tneð ljósmyndum, þar sem sýnd er meðferð og til- reiðsla matvara ásamt matreiðsluuppskriftinni o. fl. Ljósmyndir eru ómetanlegar fyrir vísindin, fiski- fræði, jarðfræði, náttúrufræði, verkfræði, Iæknisfræði, sagnfræði, lögfræði, rannsóknarlögreglu, sjónvarp og fl. og fl. Og framleiðsla á atomsprengjum og vetnissprengj- um var fyrst möguleg eftir að rannsóknir höfðu verið gerðar þúsundum saman með verðmælum ljómyndum. Það virðist þvi vera ótæmandi verkefni framundan, þótt sá frumstæði hugsunarháttur sé viða rikjandi hér, að nóg sé, að maður eigi góða ljósmyndavél, þá sé hann ljósmyndari. En hvernig má það vera, ef hann kann engin skil á meðferð eða eðli efnisins, sem hann Efri mynd: Ljósmyndavél frá 1865. — Neðri mynd: Ljósmyndun með frumaðferðinni.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.