Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1959, Blaðsíða 8
8 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA vinnur með. Eftir þessu ætti sá, sem hefur blýant og blað og getur teiknað að vera listamaður. Nei, Ijós- myndasmíði er vandamikið verk og aðeins gott nám og hugsun gerir mann færan í því starfi. LOKAORÐ. Ef ég mætti óska einhvers til handa mínum ungu, komandi stéttarbræðrum, þá væri það, að þeir mættu verða aðnjótandi tekniskrar kennslu við iðnskólana. Óhjákvæmilegt er að slík kennsla verði tekin upp hér sem allra fyrst, þótt annað nám í skólanum þyrfti að stytta vegna þess. Ég hygg, að iðnnám í framtíðinni veroi aö byggjast á verklegri og tekniskri kennslu hér á landi eins og annars staðar vegna þess fyrst og fremst, að hand- verksmenn og meistarar þeirra fyrirtækja, sem taka nema, verða að sérhæfa sig í verkum, sem henta þeirra viðskiptum og hæfileikum. Þess vegna verða þeir síður hæfir til að kenna á breiðum grundvelli eins og fyrirrennarar okkar gerðu. Ég þykist þegar hafa séð þess merki í okkar iðngrein. Ég held, að það væri heiður fyrir okkur, sem nú störfum í iðnaðarmannastéttinni að feta i fótspor þcirra, sem stofnuðu Iðnskólann í Reykjavík, þegar menn komu lítt læsir og skrifandi í iðnnámið, sýna sömu djörfung og þeir og gjörbreyta iðnskólunum. Nú þegar hver unglingur er orðinn læs og skrifandi, þegar hann kemur í iðnskóla, er ráðlegast að breyta skólunum í tekniskar og liagnýtar stofnanir með sér- kunnáttunámi og verklegri kennslu. Efri mynd: Sigurður Guðmundsson, ljósm., að starfi í ljósmyndastofu sinni, sem er búin nýtízku tækjum. ★ Neðri mynd: Ljósmyndavélar með aðdráttarlinsum. Slíkar vélar eru notaðar, þegar mynda á fjarlæga staði, og eru þær mjög nytsamar.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.