Vikan


Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 14.05.1970, Blaðsíða 24
EFTIR1ÚPUS Barátta lA.lþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins um frumkvæðið i hafnfirzkum stjórnmálum var svo hörð árin milli heimsstyrjaldanna, að aðrir flokkar máttu sín þar einskis. Svo var um Sós- íalistaflokkinn allt til 1946, þegar Hermann Guðmunds- son hauð sig fram þar í kaup- staðnum við alþingiskosning arnar á hans vegum, hlaut 410 alkvæði og rak lestina sem landslcjörinn þingmað- ur. Ilann gerðist hins vegar hrátl afhuga sálufélagi við Brynjólf Bjarnason og Ein- ar Olgeirsson og dró sig i hlé að loknu kjörtímahili. Magn- ús Kjartansson ritstjóri vald- ist þá til framboðs í stað Hermanns og átti svipuðu fylgi Hafnfirðinga að fagna 1949, en varð að láta sdr nægja fyrsta varamannssæti Sósialistaflokksins og að vera á gægjum í anddyri alþingis- hússins. Árið 1953 tapaði svo Magnús fjórðungi þeirra at- kvæða, sem komu í hlut Iler- manns Guðmundssonar 1946, og lenti í fjórða varamanns- sæti flokks síns við lítið frægðarorð. Virtist þar með úti um framavonir hans, þó að breyting yrði i því efni siðar. Ivom þá Geir Gunnars- son allt í einu ungur og óreyndur til sögunnar sem foringi hafnfirzkra sósialista. Aðdragandi þessara tiðinda var einkum bæjarstjórnar- kosningarnar í Hafnarfirði 1954. Tókst samvinna með Alþýðuflokknum og Sósíal- istaflokknum upp úr þeim, og valdist Geir Gunnarsson vai-abæjarstjóri af hálfu sós- íalista. Þótti hann kænn og sleipur í þvi starfi og var- luigaverður andstæðingum og keppinautum. Vænkaðist svo pólitískur hagur hans drjúg- um 1956 við stofnun Alþýðu- handalagsins, sem olli nokkru róti i Hafnarfirði, mcðan enn fór sæmilega á með Hannibal Valdimarssyni og leiðtogum Sósíalistaflokksins. Geir Gunnarsson fæddist í llafnarfirði 12. april 1930 og er sonur Gunnars I. Hjör- leifssonar sjómanns þar og konu hans, Bjargar Björg- ólfsdóttur. Ilann varð gagn- fræðingur úr Flensl)orgar- skóla 1947, en lauk stúdents- prófj í Reykjavík 1951 og las síðan viðskiptafræði við Háskóla íslands. Geir réðst skrifstofustjóri Ilafnarfjarð- arbæjar og varabæjarstjóri strax að loknu háskólaprófi 1954 og gegndi þeim starfa til 1962 jafnframt þvi, sem hann var varabæjarfulltrúi Sósialistaflokksins. Átti hann og sæti í útgerðarráði Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar og húsnæðisnefnd kaupstaðar- ins sama áraskeið og virtist slaðráðinn að helga sig stjórnmálum. Mörgum kom á óvart, hvar Geir Gunnarsson skipaði sér í fylkingu. Hann þótti hæg- látur i æsku, en kreppuárin mótuðu Iiins vegar skoðanir lians og viðhorf og skáru sennilega óbeint úr um póli- tíska tilburði mannsins. Hafði Geir fyrr en varði tek- ið ákvörðun og valið sér hlutskipti. Þá kom til sög- unnar sú alhyglisverða stað- reynd, að atvinnumennska islenzkra stjórnmálamanna fer ekki eftir flokkum held- ur tækifærum. Geir Gunn- arsson átti kost hennar að loknu námi og lét gjarnan til leiðast. Síðan hefur hon- um aldrei dottið í hug að snúa við á þeirri braut. Og Geir hefur komizt upp með fyrirætlun sína allt til þessa. Hann lieyir baráttuna um áhrif og atkvæði í liagsmuna- skyni og gengur til þess leiks af festu og kappi, en einnig þeirri heppni, sem forlögin skannnta. Byrjunin reyndist sýnu auðveldari en vænta mátti. Geir valdist frambjóðandi Al- þýðubandalagsins í Hafnar- firði við alþingiskosningarn- ar 1956. Átli hann stórauknu fylgi að fagna og har úr být- um 540 atkvæði. Þau nægðu honum ekki til þingmennsku, en liorfurnar á þeirri upp- hefð virtust ærnar. Hins veg- ar varð Geir fyrir vonbrigð- um i vorkosningunum 1959. Hlaut hann þá að sætta sig við 328 atkvæði í Hafnar- firði, en þau úrslit voru hon- um eigi að síður dýrmætur ávinningur. Hreppti hann annað sæti á framboðslista Alþýðul)andalagsins í Reykja 24 VIKAN 20- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.