Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 6

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 6
VINNUAGINN ER MJÖG STRANGUR Rætt við Jón Laxdal Halldórsson, sem um fimmtán ára skeið hefur dvalizt í Austurríki, Þýzkalandi og Sviss við leiknám og leikstörf og getið sér góðan orðstír. TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON Sem kunnugt er var hér á landi staddur fyrir skömmu flokkur manna frá norður- þýzka sjónvarpinu þeirra er- inda að athuga möguleika á gerð kvikmyndar hérlendis eft- ir Brekkukotsannál. í þeim hópi var Jón Laxdal Halldórs- son leikari, ættaður af Vest- fjörðum, sem um fimmtán ára skeið hefur dvalizt í Austur- ríki, Þýzkalandi og Sviss við leiknám og leikstörf og getið sér góðan orðstír. Hefur hann farið með fjölda stórra hlut- verka bæði í eldri leikverkum og leikritum eftir frægustu nú- tímahöfunda á borð við Max Frisch og Diirrenmatt. — Vik- an náði sem snöggvast tali af Jóni og spurði hann nokkurra spurninga varðandi feril hans í hinum þýzkumælandi leik- húsheimi. — Leikhúsferill minn hófst raunar þegar hér heima, sagði Jón. — Ég lék heima á fsa- firði, til dæmis með Brynjólfi Jóhannessyni. Við lékum sam- an í Kjarnorku og kvenhylli rétt áður en ég fór til Vínar- borgar. Þá var ég tuttugu og þriggia ára gamall og lék al- þingismanninn, sem Þorsteinn Ö. Stephensen lék hér í Reykja- vík. Var alltof ungur til þess, en okkur tókst þetta samt á- gætlega saman, Brynjólfi og mér. Við fórum í leikför um Vestfirði með Kjarnorkuna, en þá átti Brynjólfur fjörutíu ára leikafmæli. Þetta var það síð- asta, sem ég lék hér heima á íslandi. Svo hafði ég verið í Þjóð- leikhússkólanum, árin 1952-54, og þar lék ég mín fyrstu hlut- verk. Ég lék þar til dæmis í Æðikollinum eftir Holberg með Haraldi Björnssyni og félögum mínum, Helga Skúlasyni og Guðmundi Pálssyni; við vor- um skrifararnir þrír. — Og hvað kom til að þú lagðir leið þína til Þýzkalands? — Það er Indriða blessuðum Waage að þakka og kenna. Ind- riði var stöðugt að reyna að fá nemendur sína til að fara til náms á vit hins þýzkumælandi heims. Hann lærði þar sjálfur, var nemandi Max Reinhardts í Berlín 1929. Ég mun hafa ver- ið sá fyrsti og eini, sem fór að ráðum hans; fór til Vínar- borgar haustið 1956, lærði þar leiklist í Max Reinhardt Sem- inar og tók próf þaðan 1959. — Hvernig líkaði þér þar? — Ágætlega. Mér gekk vel, fékk er ég útskrifaðist há verð- laun fyrir þýzka framsögn og leik. Var ég fyrsti útlending- urinn, sem fengið hafði verð- laun úr þeim skóla fyrir þær námsgreinar. — Hvert lá leiðin svo að námi loknu? — Til Austur-Þýzkalands. Þar var ég við Volkstheater í Rostock í tvö ár, fór svo það- an til Vestur-Þýzkalands, var ^ í Ulm, Wilhelmshaven, Hanno- ver, niðri í Karlsruhe, fór svo fyrir fjórum árum til Sviss- lands og hef verið þar síðan, við Schauspielhaus Zurich, sem er eitt af beztu leikhósum hins þýzkumælandi heims. — Hvað kom til að þú stað- festist erlendis? — Það má rekja til þess að ég var heppinn með málið, var mjög fljótur að ná því. Ég ætl- aði í fyrstu ekki að vera þarna nema eitt ár, en fara svo heim og starfa sem íslenzkur leikari. En kennararnir mínir sögðu: Nú gengur þetta svo vel hjá þér með málið, hversvegna ertu þá að fara heim strax, hvers- vegna ekki að klára þín próf hér, gerast þýzkur leikari og safna reynslu. Þá geturðu far- ið heim. En nú er það einu sinni þannig, að þegar maður er byrjaður að byggja upp sinn leikferil erlendis og hleypur svo frá í miðju kafi, þá er hætt við að maður brjóti allar brýr að baki sér. Þannig líða árin hvert af öðru, og maður heldur alltaf áfram að byggja þetta upp. Við Guðlaugur Rósin- lrranz höfum alltaf annað veif- ið haft samband okkar á milli og það hefur nokkrum sinnum komið til tals að ég kæmi heim og léki í Þjóðleikhúsinu, en bað hefur til þessa strandað á bví að ég hef ekki haft tíma, þegar Þjóðleikhúsinu hefur hentað. — Og þér hefur gengið prýði- lega úti? — Já, ég hef alltaf haft nóg að gera og líkað lífið ágæt- lega. Það var unnið mjög vel 6 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.