Vikan


Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 07.09.1939, Blaðsíða 8
8 VIKAN Nr. 36, 1939 Sofia Petrovna, kona Lubyantsev lög- manns, ung og lagleg — tuttugu og fimm ára gömul — var á gangi eftir ruddum skógarstígnum með Ilyin, lögfræð- ingi, sem dvaldi í sumarleyfi þar í grennd- inni. Það var síðla dags, um fimm leytið. Snjóhvít flókaský voru á himni, á milli þeirra gægðist ljósblá heiðríkjan hér og þar. Skýin voru hreyfingarlaus eins og lim- krónur gömlu, stóru furutrjánna. Það var kyrrt veður og mollulegt. Lengra framundan lá lágur, upphlaðinn hryggur með járnbrautarteinum, þvert yfir gangstíginn. Varðmaður var þar á ÓGÆ gangi með byssu um öxl. Handan við hrygginn var stór, hvít kirkja með sex tumhvelfingum og ryðguðu þaki. — Ég bjóst ekki við að mæta yður héma, sagði Sofía Petrovna um leið og hún leit niður fyrir sig og rótaði í föllnu laufinu frá í fyrra með sólhlífinni sinni, — og nú þykir mér vænt um, að við skyldum hittast. Ég þarf að tala alvarlega við yður í eitt skipti fyrir öll. Ég bið yður, Ivan Mihalovitch, ef þér raunverulega elskið mig og virðið; hættið að elta mig svona! Þér fylgið mér eins og skuggi, þér horfið stöðugt á mig með brennandi ástaraugum, skrifið mér undarleg bréf, og--------ég veit ekki, hvar þetta endar allt saman. Hvers vegna, hvað er unnið við þetta? Uyin sagði ekkert. Sofia Petrovna gekk þegjandi nokkur skref, og hélt síðan áfram: — Og þessi gerbreyting á yður, varð öll á tveim eða þrem vikum, eftir fimm ára vináttu. Ég þekki yður ekki, Ivan Mihalovitch! Sofia Petrovna leit á förunaut sinn í laumi. Hann horfði með ákefð á flóka- kennd skýin. Andlitið var reiðilegt og með gremjusvip, eins og hjá manni, sem neydd- ur er til að hlusta á einhverja leiðinda fjarstæðu. — Mig furðar á, að þér skulið ekki sjá það sjálfir, hélt frú Lubyantsev áfram og yppti öxlum. — Þér ættuð að vita, að fram- koma yðar er ekki viðeigandi. Ég er gift. Ég elska og virði manninn minn-------ég á dóttur-----. Getið þér ímyndað yður, að allt þetta hafi enga þýðingu? Auk þess þekkið þér, sem gamall vinur, afstöðu mína til f jölskyldulífsins og skoðun mína á helgi hjónabandsins. Ilyin ræksti sig reiðilega og stundi. — Helgi hjónabandsins — — tautaði hann. — Drottinn minn! — Já, já------ég elska manninn minn, ég virði hann, og að minnsta kosti met ég mikils friðhelgi heimilisins. Ég mundi held- ur láta drepa mig en valda Andrey og dóttur minni óhamingju — —. Ég bið yður, Ivan Mihalovitch, í guðsbænum látið mig í friði! Við skulum vera góðir, sannir vinir eins og áður og hættið þessum stun- um og andvörpum, sem hæfa yður í raun og veru alls ekki. Þetta er ákveðið, við minnumst ekki á það framar! Við skulum tala um eitthvað annað. Sofía Petrovna leit í laumi framan í Ilyin. Ilyin horfði upp í loftið. Hann var fölur og beit gremjulega saman titrandi vörunum. Hún gat ekki skihð, hvers vegna W A. hann var svona reiður, en fölt andlit hans snart huga hennar. — Verið ekki reiður. Við skulum vera vinir, sagði hún ástúðlega. — Hérna er hönd mín. Ilyin tók litla, bústna hönd hennar á milli handa sinna, þrýsti hana og lyfti hægt upp að vörum sér. — Ég er ekki skóladrengur, muldraði hann. — Vinátta konunnar, sem ég elska, freistar mín alls ekki. — Nóg um það! Það er útrætt mál. Við erum komin að bekknum, við skulum setj- ast niður. Það var þungu fargi létt af hjarta Sofiu Petrovna: Erfitt og viðkvæmt mál hafði verið til umræðu, og var nú algerlega út- rætt. Nú gat hún strokið um frjálst höfuð og horft beint í augu Ilyins. Hún leit á hann, og hin eigingjarna meirimáttarkennd konunnar gagnvart manninum, sem elskar hana, kitlaði hégómagimd hennar nota- lega. Það gladdi hana að sjá þennan stóra, sterka mann, með karlmannlegt, reiði- þmngið andlit, svart, mikið skegg — gáf- aðan og menntaðan — setjast við hlið hennar og beygja höfuðið í sorgbitinni hlýðni. — Það er alls ekki útrætt mál, byrjaði Ilyin. — Þú þylur yfir mér stílabókar- spakmæli. Ég elska og virði eiginmann minn .... helgi hjónabandsins .... Ég kann það allt án yðar hjálpar, ég gæti þulið meira yfir yður. Ég segi yður það í fullri hreinskilni og sannleika, að ég álít hegðun mína bæði glæpsamlega og ósið- lega. En hvaða gagn er að því að segja það, sem allir vita? Þér ættuð heldur að segja mér, hvað ég á að gera, en að hella yfir mig útþvældu og einkisnýtu orð- skrúði. — Ég hefi sagt yður það — farið burtu! — Eins og yður er mæta vel kunnugt, hefi ég farið fimm sinnum og alltaf snúið við á miðri leið. Ég hefi ekki nógu mikið viljaþrek til að fara frá yður! Ég á í bar- áttu — hræðilegri baráttu, en hvern f jand- an stoðar það, er mótstöðuaflið vantar, ef ég er veikgeðja — bleyða! Ég get ekki barizt við náttúruna! Skiljið þér það? Ég get það ekki! Ég fer af stað héðan, en hún heldur í mig og togar mig til baka. Fyrir- litlegt, viðbjóðslegt veiklyndi! Ilyin sótroðnaði, spratt upp og gekk fram og aftur fyrir framan bekkinn. — Ég hata og fyrirlít sjálfan mig! tautaði hann og kreppti hnefana. — Drottinn minn! Ég . leita ástar hjá konu annars manns, skrifa heimskuleg bréf eins og skóladrengur, niðurlægi sjálfan mig . . . ó! Ilyin þrýsti báðum höndum að höfði sér, emjaði og settist niður. — Og svo uppgerð yðar og óhreinskilni! hélt hann áfram með beizkju. — Ef yður mislíkar þessi viðbjóðslega framkoma mín, hvers vegna komið þér þá hingað? Hvað var það, sem dró yður hingað? I bréfum mínum bað ég yður aðeins um ákveðið, ótvírætt svar — já eða nei; en í stað þess að svara beint, komið þér í kring þessum ,,tilviljunar“-samfundum okkar á hverjum degi og hughreystið mig svo með stílabók- ar-spakmælum! Frú Lubyantsev varð skelfd og roðnaði. Hún varð skyndilega gripin þeirri óþæg- indakennd, sem grípur heiðvirðar konur, þegar komið er að þeim óklæddum að óvör- um. — Þér virðist haldinn þeim grun, að ég hafi yður að leiksoppi, sagði hún lágt. — Ég hefi alltaf gefið yður ákveðið svar, og — aðeins í dag bað ég yður . . . — Ó! Eins og bænir stoði nokkuð í slík- um sökum! Ef þér hefðuð einhverntíma sagt skýrt og skorinort: — Farið burtu! væri ég farinn fyrir löngu síðan. En þér hafið aldrei gefið mér ákveðið svar. Undarlegt ístöðuleysi! Já, sannarlega; — annað hvort hafið þér mig að leiksoppi, eða . . . Jlyin hallaði höfðinu fram á kreppta hnefana og þagnaði. Sofia Petrovna fór að hugleiða framkomu sína gagnvart hon- um allt frá byrjun. Hún mundi, að ekki aðeins í framkomu, heldur einnig í leynd- ustu hugsunum sínum, hafði hún alltaf sett sig upp á móti ástleitni Ilyins; en þó fann hún, að það var brot af sannleika £ orðum lögfræðingsins. En þar sem hún gat ekki gert sér ljósa grein fyrir í hverju sannleikurinn væri fólginn, gat hún ekki svarað ásökunum Ilyins, hversu fegin sem hún vildi. Það var óþægilegt að þegja, og því sagði hún og yppti öxlum um leið: — Það virðist þá vera mér að kenna. — Ég ásaka yður ekki fyrir óhrein- skilni yðar, stundi Ilyin. — Það var ekki meiningin með orðum mínum . . . Óhrein- skilni yðar er eðlileg og í samræmi við eðli hlutanna. Ef mennirnir yrðu á eitt sáttir og yrðu allt í einu einlægir hver við annan, færi allt til fjandans. Sofia Petrovna var ekki í skapi til að Smásaga eftir ANTON TCHEKHOW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.