Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 6

Æskan - 01.11.1968, Blaðsíða 6
JOLAGESTURINN Guðrún Jacobsen: JóUgesturton. það var aðfangadagur jóla. Skafrenn- ingurinn þyrlaðist framan í gang- andi vegfarendur, og þeir létu það gott lieita, því að allir voru lsomnir í hátiða- skap. Eftir gangstéttinni, sem lá við fá- farna götu, kom drengur gangandi. Hann hægði á sér fyrir framan hvern búðarglugga, sem varð á vcgi hans, og liorfði hrifningaraugum á allt, sem inni var. Þetta var svipfallegur drengur, með hátt og hveift enni og góðlega and- litsdrætti. Honum varð litið á búðarklukkuna í einni verzluninni, og lirökk í kút, þeg- ar hann sá að klukkan var orðin f jögur, og flýtti sér leiðar sinnar. Egili, en svo hét drengurinn, Jiugsaði lieim til mömmu og litla bróður. Mömmu var áreiðanlega farið að lengja eftir lionum, því að hann Jiafði ekki líomið heim síðan á liádegi. Það var svo margt fallegt i verzlunargluggunum, er dró þá að sér með ómótstæðilegu afli, sem leið áttu um strætið. En nú mátti það ekki tefja fyrir honum Jengur. Mamma og litli ljróðir biðú eftirvænt- ingarfull heima, því að hann átti að skreyta jólatréð, en það hafði Egill gert síðan pabbi hans dó, en hann hafði farizt á sjónum fyrir tveimur árum, eða um það leyti, sem litli hróðir fædd- ist. Og erfiða daga hafði litla fjölskyld- an átt siðan. Mamma vann við hússtörf hjá hinum og þessum, og á meðan ann- aðist Egill litla bróður, — það gat hann tíu ára hnokkinn, — og milli þess sem hann sótti skólann, seldi hann blöð, þvi möinmu munaði um hvern skilding- inn. Egill hraðaði sér yfir götuna, og var rétt dottinn, þegar hann rak tána i svartan lilut, sem lá fyrir fótum hans. Hann tók hlutinn upp, og starði agn- dofa á úttroðið seðlaveskið, sem lá i hönd lians. Egill gekk eins og í draumi upp á gangstéttina hinum megin götuniiar, og hugsanir hringluðust sitt á hvað í koll- inuin á honum. Nú yrði hann að fara alla leið niður i liæ og skila veskinu á lögreglustöðina, og klukkan var orðin svo margt. En hann fengi kannski fundarlaun? Það hýrnaði yfir honum við tilhugsunina, og liann herti á sér, en um leið rak liann sig á gamlan mann, sem stóð hog inn í baki og horfði leitandi augum allt i kringum sig. Gamli maðurinn féll um koll, en Egill flýtti sér að rétta lionum hjálparhönd, og dustaði af honum snjóinn. „Nú, hver þremillinn gengur á fyrir þér, strákur, að ana svona beint á mann,“ nöldraði karlinn. Egill bað gamla manninn fyrirgefn- ingar og ætlaði að halda ferð sinni á- fram, en stanzaði við, þegar hann sá karlinn lialda áfram að bogra við að þreifa i kringum sig. Svo sagði hann liikandi: „Ertu að leita einhvcrs?" „Varðar þig nokkuð um það,“ mælti karlinn önugur, „hvort ég leita einhvers eða ekki? En ef það getur satt forvitni þína, strákur, þá er ég að leita að seðlaveskinu mínu, sem ég klaufaðist til að glopra upp úr vasanuin." Það glaðnaði yfir Agli. „Það er þó ekki þetta veski?“ spurði liann vongóður, og rétti gamla mann- inum svarta veskið. Karlinn starði á veskið steinhissa, svo lirifsaði hann það til sín. „Jú, jú, rétt er það, livar fannstu veskið?" Og hann gaut tortryggnisaug- um á Egil. „A miðri götunni," svaraði Egill. „Rétt er nú það,“ mælti karl og ræskti sig, „þú ætlast víst til þess að fá fundarlaun, er ekki svo?“ „Nei, ekki ætlast ég til ]>css, ef þú liefur ekki efni á ]iví,“ mælti Egill hreinskilnislega. „Jæja, jæja, ég má nú missa eitthvað smávegis, við skulum nú sjá til.“ Karl hjó nú vel og vandlcga um seðla- veskið i frakkavasa sinum, náði svo i iitla huddu, og tók úr henni þrjá spegil- fagra tveggja krónu peninga og rétti Agli litla. „Ertu nú alveg viss um, að þú mcgir missa allt þetta?“ mælti Egill og leit alvörugefinn á gamla manninn. „Ætli það ekki,“ svaraði karl trgi- Jega. „Þá þakka ég fyrir, en — en — —“ „En hvað?“ spurði karlinn önugur. „Ég ætlaði bara að bjóðast til að 434 styðja þig heim,“ svaraði Egill feimn- islega. Karlinn horfi á Egil, undirfurðuleg- ur á svipinn. „Nú, svo þú vilt víst fá aukagreiðslu fyrir það, er ekki svo?“ Það kom kökkur i hálsinn á Agli litla. „Nei, ég ætlast ekki til neinnar borg- unar, mig langar aðeins til að gera svolítið góðverk, svo að ég geti verið ánægður í livöld.“ „Nú, vegna hvers viltu vera ánægður í kvöld?“ spurði karl forvitnislega. „Vegna þess, að i kvöld er fæðingar- hátíð frelsarans, sem eyddi lífi sínu i að lijálpa þeim, sem voru þess þurf- andi.“ „Ó, alveg rétt. Það eru að koma jól,“ mælti gamli maðurinn og rankaði við sér. „Og þú lieldur, að ég sé þurfandi fyrir hjálp þína, drengur?" „Já, þú ert orðinn gamall og gætir runnið til á hálkunni." „Ég er nú alveg hissa,“ mælti gamli maðurinn, og slsoðaði Egil litla í krók og kring. „Og ég ætla að þiggja hjálp þína? drengur minn.“ Egill varð glaður við, og bauð gamla manninum öxl sina til að styðjast við. Þeir lögðu af stað, gengu cftir gang- stéttinni. Skafrenningurinn lék um bak þeirra, og myrkrið var skollið á. Um leið og þeir sveigðu fyrir liorn, rak Eg- ill augun i horaðan og sultarlegan kött, sem kúrði þar í afdrepi. Hann beygði sig niður og strauk kettinum, sem mjálmaði aumkunarlega. „Nú, nú, ætlarðu ekki að lialda áfram, drengur," mælti gamli maðurinn, og ]>að vottaði fyrir lilýleik í rödd hans. „Jú, jú, ég ætlaði aðeins að taka kisu með, mamma gefur henni að borða. Hún lilýtur að vcra svöng, sjáðu hve hún er horuð.“ Og Egill tók köttinn upp, en Jiann lijúfraði sig í liandarkrika hans. Gamli maðurinn horfði andartak fast á dreng- inn, svo studdi liann sig við öxl hans, og þeir héldu ferð sinni áfram. Gamli maðurinn fór nú að spyrja Egil um liagi lians, og drengurinn sagði honurn frá litla bróður, föður sinum, sem farizt liafði á sjónum og mömmu, sem væri svo dugleg og góð. Þegar Egill þagnaði, stundi gainli maðurinn þunglega. „Af liverju stynur þú svona sárt?“ spurði liann, og liorfði á gamla mann- inn meðaumkunaraugum. „Ertu orðinn þreyttur?" „Nei, nei, drengur minn,“ mælti gamli maðurinn dapurri röddu. „Ég er hara að liugsa um það að cinu sinni átti ég dreng líkan þér, hjálpsaman og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.