Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 9

Kyndill - 01.04.1951, Blaðsíða 9
þau rök, 1) að cins og nú standa sakir er við hvert alþýðusambands- þing háð grimmileg kosningábar- átta, sem stafar fyrst og fremst af stjórnmálaleguim skoðanamun og framkvæmdaratriðum. 2) Tveggja ára kjörtímabil er hvergi nærri sá tími, sem nauðsynlegur er slíkri stjórn, til þess að skapa öryggi og festu í hagsmuna- og velferðamálum samtakanna. Ágallar þessir myndu því að mestu afmáðir með lengingu kjörtímabils- ins. Mér er það ljóst meðan þessi ólga er ríkjandi í samtökunum, þá myndi slík breyting valda miklum deilum. En andróður gegn þessari skipulags- breytingu, sem og hinum áðurtöldu og mat það, sem fram færi á þess- um hugleiðingum mínum myndi e. t. v. verða séð af stjórnmálalegum sjónarhóli. En af því að það er skoðun mín að tillögur þessar í heild megi nokkuð bæta úr ríkjandi ágöll- um þegar hin óhjákvæmilega endur- skoðun skipulagsmála heildarsam- takanna fer fram, þá eru þær hér fram lagðar. Framangreindar breyt- ingar eru að visu engin nýjung á lieimsmælikvarða, en þær eru það hér á landi og eiga að gera starfs- skilyrði samtakanna betri og örugg- ari. Núverandi skipulag og fyrirkomu- lag, ásamt einstökum starfsháttum samtakanna, hefur li’fað sitt fegursta. Það hefur gefizt vel og með því unnist stórfelldir sigrar, sem ganga næst byltingu í öllum lifnaðarhátt- um hins vinnandi manns. En and- stæðingarnir, atvinnurekendavaldið innan og utan ríkisstjórnar, hefur s'kipt um starfsaðferð. Það er þess vegna bein skylda ábyrga forystumanna aiþýðusamtak- anna að gera viðeigandi gagnráðstaf- anir, til breyttra starfsaðferða hjá al- þýðusamtökunum. Eggert G. Þorsteinsson. Jafnaðarmenn samtíðarinnar: Vincent Auriol Þegar stjórnarkreppa skellur á í Frakklandi, hraðar forseti landsins sér til Elysée hallarinnar, þar sem hann hefur aðsetur, sezt við hátalara og hlustar á umræður á þinginu. Hann má ek’ki stíga fæti inn í þingið, en þó verður hann að stuðla að því, að mynduð sé meirihlutastjórn úr aragrúa þingflokka, sem enginn hefur meira en þriðjung þingmanna. Maðurinn, sem setið hefur við hátal- arann og komið hefur saman ríkisstjórn- um Frakklands undanfarin ár, heitir Vincent Auriol, og hann telst vera fyrsti forseti fjórða lýðveldisins í landi sínu. Hann hefur haft það erfiða hlutverk að vinna traust og hylli þjóðarinnar, og tryggja henni ríkisstjórnir, sem tveir stærstu flokkar landsins, kommúnistar og fylgismenn de Gaulles, ekki eru að- ilar að. Hann hefur orðið að halda saman hinum ólíku meðlimum „þriðju fylkiiigarinnar", flokkanna milli öfg- anna, og hjálpa þeim til að stjórna landinu. Þetta hefur tekizt vonum framar, og Frakkland rís nú óðfluga, enda þótt við marga erfiðleika sé að etja. Auriol er jafnaðarmaður, fæddur og uppalinn í smábænum Revel í Suður-Frakklandi. Hann var bakarasonur, og faðir hans vildi láta hann taka við brauðgerð sinni eftir sinn dag. En Vincent hallaðist að bóknámi, og það var til eins'kis, að faðirinn minnti hann hvað eftir annnað á, að brauð væru bökuð úr hveiti en ekki bókum. Vincent var með allan hug- ann við bækurnar og sósíalismann. Hann varð ritstjóri tímaritsins „Le Midi Socialiste" og skrifaði það að mestu við borð kaffihúsanna. Hann átt oft ekki fyrir hressingunni, en glotti þá til þjónanna, og kvaðst skyldu greiða þeim, er hann yrði ráðherra! Á kvöldin vandi Auriol komur sínar á heimili jafnaðarmannaforingj- ans Michel Aucouturier, og þá var það, að tíu ára dóttir Aucouturiers fór mjög í taugarnar á hinum unga ritstjóra, er hún óð inn í stofuna með kaffi í miðjum samræðum. Samkomulag þeirra batnaði, er hún varð elclri og fegurri, og 1912 gekk hann að eiga hana. Tveim árum síðar komst Auriol á ‘þing og var hann þar fulltrúi 26 ár. Þegar Leon Blum mynd- Vincent Auriol. KYNDILL 9

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.