Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 10
HATIÐARAR HVITASUNNU- MANNA Á ÍSLANDI Á yfirstandandi ári verður minnst 60 ára starfs Hvítasunnumanna á íslandi. Eins og kunnugt er, þá festi Hvítasunnuhreyfingin rætur í Vestmannaeyj- um sumarið 1921, þegar Signe og Erik Asbö og Sveinbjörg Jóhannsdóttir störfuðu þar. Allt er þetta fólk gengið inn til eilífðarinnar á fund Drottins. Einnig flestir þeir, er hrifust með í vakningunni árið 1921. Okkur er kunnugt um þrjár konur er lifa frá þeim tíma og komu með í vakningunni. Halldóru Þórólfsdóttur nú í Vestmannaeyjum, Kristínu Jónu Þorsteinsdóttur frá Fagradal í Vestmannaeyjum og Sigrúnu Runólfsdóttur er dvelur nú háöldruð á Grund í Reykjavík. í febrúarmánuði 1926, nánar tiltekið 19. febrúar, fór fram fyrsta skírnarathöfnin í Betel, Vestmanna- eyjum. 17 voru skírðir þann dag og tveim dögum síðar bættust aðrir tveir við. Þar með var fyrsti söfnuður Hvítasunnumanna á íslandi stofnaður. Söfnuðurinn hélt til í nýbyggðu húsi, Betel, sem reist var sumarið og haustið 1925 og tekið til notk- unar á nýársdag 1926. Undirritaður var, ásamt Sigurði Wiium, staddur í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð 7. desember 1980. Tókum við þátt í safnaðarguðsþjónustu Hvítasunnusafnaðárins í Mullsjö-Nyhem, í boði safnaðarins og forstöðumanns hans Josef Carlsson. Þar var ánægjuleg stund í söfnuðinum. Margmenni sat guðsþjónustuna, sem fór fram með Heilagri kvöldmáltíð og þá var þess minnst að nákvæmlega 55 ár voru liðin frá því er Karl Johannsson for- stöðumaður, bóndi og smiður og Viktor Johanns- son, meðlimur þar í söfnuðinum, komu heim frá því að byggja Betel-húsið í Vestmannaeyjum. Ekki fór hjá því að við gestirnir yrðum varir við hve mikillar virðingar og álits fyrrgreindir menn nutu hjá söfn- uðinum, ættmennum og trúsystkinum. Auk þess sem Karl var forstöðumaður safnaðarins, þá var hann brautryðjandi og upphafsmaður Nyhemsvik- unnar, sem árlega dregur að sér þúsundir manna allstaðar að úr heiminum, til íhugunar Guðs Orðs og samverustunda í mjög fögru umhverfi um heila viku. Margir ættmenn þessara trúbræðra og afkom- endur eru lifandi og skipa sess í söfnuðunum, með heiðri og sóma. Málsmetandi menn í sínum heima- Karl Johannsson. högum og í fararbroddi í borgaralegu lífi á mörgum sviðum. Til minningar um þessa merkisatburði, þá flutt- um við kveðjur frá íslandi og sérlega frá Betel í Eyjum. Afhentum við þrjár Biblíur af vandaðri gerð áritaða til safnaðarins í Nyhem, til forstöðumanns- ins Josefs Carlsson og til systursonar Karls Johans- son, Hans Eirikson og konu hans Rut Eirikson. Til heiðurs og minningar um þessa brautryðjendur starfsins á íslandi. Margir mundu eftir heimkomu þeirra rétt fyrir jól árið 1925 frá Sögueyjunni og Guðs verki sem hafið var með boðskap Hvítasunn- unnar á íslandi. Húsfyllir var í samkomunni og hún öll hin hátíðlegasta. Eftirfarandi upplýsingar um þá bræður Karl Johannsson og Viktor Johannsson, eru að finna í safnaðarbók Hvítasunnusafnaðarins í Nyhem og frá Karin Widlundh dóttir Viktors. Karl Johannsson varfæddur23. september 1875 í Habo-sókn, Skaraborgarsýslu í Svíþjóð. Hann dó 17. desember 1937 í Bjurlæk, sömu sýslu. 21. janúar 1917 var hann kosinn safnaðarfor-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.