Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 3
30. árg. Reykjavík, jan.—febr. 1941 1.—2. blað FREUSISHETIA SUDUR-AMERlKU — SIINON BOUVÁR Simon Bolivar, freisishetja Suður-Ame- ríku, var sérkennileg og glæsileg þjóð- hetja. Barátta hans fyrir frelsi Suður- Ameríku undan yfirráðum Spánverja var rsenn æfintýraleg og frækileg. Spán- verjar höfðu ríkt yfir landinu í þrjár aldir. Yfirráð þeirra einkenndust af þrælahaldi, átthagafjötrun, einokunar- verzlun og margþættri harðstjórn. Óeirð- ir og samsæri tíðkuðust mjög. Simon Bolivar var kominn af efnuðu fólki. Hann missti foreldra sína, meðan hann var á æskuskeiði. Um tvítugt tókst liann ferð á hendur til Spánar og Frakk- lands. Á námsárum sínum í Madrid og París kynntist hann fólki úr öllum stétt- um. Hann dvaldi í París við lok frönsku stjórnarbyltingarinnar, og þar gisti hann gleðisali samkvæmislífsins og naut ham- ingjunnar í ríkum mæli. Hann sá Napo- leon, meðan hann var enn yfirkonsúll. Síðar varð hann fyrir miklum áhrifum af Napoleon. Hann kvæntist og hvarf aftur heim árið 1802. En hin unga eiginkona hans lézt eftir fárra mánaða samvistir. Þá hvarf hann aftur til Evrópu og satt- ist að í París að nýju. Hann lifði í glaumi og gleði. Þó leitaðist hann jafnan við að kynnast merkum mönnum. Einn þeirra var landfræðingurinn Humboldt. En á námsárum sínum í París lagði hann ríka áherzlu á að þroska þannig með- fædda hæfileika sína, að honum yrði auðunnin vinátta manna og hoHusta. Simon Bolivar. Þessi eiginleiki varð honum ómetanlegur síðar. Bolivar var maður lágur vexti eins og Napoleon. Hann var ákafamaður í skapi en mislyndur. Hann gat verið ástúðlegur og kurteis í framkomu, en stundum var hann líka illur viðureignar og tamdi sér þá lítt siðgæðishætti né umgengnisvenjur. Hann var kvenlegur í útliti og hendur hans og fætur fíngerðar. Hann var svart- hærður. Dimm, leifrandi augu hans lágu djúpt undir miklum brúnum. Hann var

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.