Hljómlistin - 01.10.1912, Blaðsíða 17

Hljómlistin - 01.10.1912, Blaðsíða 17
HLJÓMLISTIN. on) og hörpur. Harpan var strengja-hljóð- færi, en bumban slegin. Talið er þó víst, að hvorugt þessara hljóðfæra sé fundið upp af Ilehreum, heldur muni þau vera komin til þcirra frá nágrannaþjóðunum, Assyriu- mönnum, Aröbum eða Egyptum, og vist er það, að harpan hefir verið alkunn hjá Assyríumönnum löngu fyr en hjá Hebreum, eða frá elztu tímum, er sögur fara af hjá þeim. Sumir hafa talið það vist, að aðal- lega hafi Gyðingar fengið »músik« sina frá Egyptalandi og hali Móses lærl hana þar og flutt með sér austur yfir hafið rauða, eins og aðra mentun Egypta. Annars er all mjög óljóst um forn-egypzka söngment- un; forn rit þekkjast engin um hana og ekki heldur nein lög eða reglur. En hljóð- færi vita menn að þeir hafa haft bæði mörg og fullkomin frá elztu límum, því bæði sjást þau á fornum myndum og hafa fundist í gömlum grafhvellingum. Merkilegasti fundur um fornegypzka nnisik er sá, sem Englendingurinn Sauthgate fann og flutti til Lundúna 1890. Það eru gaml- ar flautur, er hann fann í graíreit einuni, sem ætlað er að sé frá þvi um 3000 árum fyrir Krists hurð. Flautur þessar bera volt um það, sem marga hafði grunað, að Egyptar hafi staðið jafnvel öllum öðrum framar, að þvi er sönglist snertir. l’essar llaulur hafa gefið tónaröð, er meira nálæg- ist núlíðar tönstiga en nokkurt annað forn- hljóðfæri, sem enn þekkist. Gríska fjórtæn- ið (telrakkord) liafa þær fullkomlega hið sama og' var hjá Grikkjum og jafnframt vorn óhlandaða tónsliga, svo nú þykir mega fullyrða að Grikkir hafi sólt söngmentun sina til Egypta og að þeir séu hinir elztu cr sönglistin þekkist hjá. IVýtt hér á landi verður það á samsönguum í kvöld, að sungið verður lag efiir ítalska tónsnill- inginn fræga, G. P. da Palestrina, sem talinn er óviðjafnanlegur, og enn í dag er hann í katólsk- um löndum álitinn lang-frægastur. iá Thomas Liudcmaim Laub organleikari við Hólmskirkjuna í Kaup- mannahöfn, verður sextugur á fimtudaginn kemur (5. des.). Laub er líklega einhverlærð- asli núlifandi kirkjusöngfræðingur Norð- urlanda, og hefir um all-mörg ár beitt krölt- um sinum til að laga kirkjusönginn í Dan- möi'ku og færa hann nær hinu fagra og frumlega eðli sínu. Annars er það undar- legt með Dani, sem þó hafa ávalt átt fram- úrskarandi söngmenn og ágæt tónskáld, hvað þeir hafa lálið kirkjusönginn liggja sér í léttu rúmi nú um síðastliðnar tvær aldir og haldið stöðugl eftir þeirri braut, sem gamli Kingó lagði þar fyrir þá. Sömu áhrifum höfum vér og Norðmenn orðið fyrir. Thomas Laub er talsvert orðinn kunnur hér á landi, því margir söngvinir munu hafa kynt sér bók þá er hann ritaði »um kirkjusönginn«. Söngbækur hefir hann og ritað og sýna þær hin gömlu lög i sinum fegursta búningi, t. d. »Kirkemelodier« sem kornu út í þremur heftum 1888—90 (125 sálmalög). Nýlega (1909) eru útkomin eftir hann: Forspil og Melodier, Eorsög i Ivirke- stil. Það eru 40 forspil og 12 sálmalög. Þessi sálmalög hans eru hvert öðru fallegra. Eitt þeirra er í Jólahörpunni 1910 (Þú guð sem hýr í hæðum hátt). Brynjólfur Þorláksson organleikari við dómkirkjuna, hefir sagt lausri slöðu sinni frá næsta nýári, og var sú staða veitt 15. þ. m. (nóv.) söngkennara Sigfúsi Einarssyiii og tekur hann við henni á nýársdag. Eklu mun vera ákveðið enn, hvernig messuin verði liagað uni áramótin næstu, en um nokkur undanfarin ár lieflr pað verið venja, að kveðja gamla árið og fagna hinu nýja með lágnættispré- dikun, og færi því ekki illa á þvi, að Brynjólfur léki á organið fyrir, en Sigfús á eftir þeirri messugerð. J. St.

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.