Dagfari - 01.12.1944, Blaðsíða 3

Dagfari - 01.12.1944, Blaðsíða 3
d a r; f A R i 3 l ~ ÍÞRÓTTASÍÐAN - j » RITSTJÓRI: BRAGI FRIÐRIKSSON. } myndu margir dveljasl hér aðeins skamma hríð. Víst er, að þeim myndi ekki öllum gefa vel. Þeir myndu fara héðan,án þess að njóta fegurðar lands- ins til nokkurrar hlítar. Éinnig er feg- urð landsins svo nátengd þjóðinni og sögu hennar, að hennar verður ekki notið, nema menn kannist við þá at- burði, sem gerzt hafa á hverjum stað, eða þá atburði, sem þjóðsagan segir, að hafi gerzt þar. Við skulum t. d. fara til Skagafjarðar. Skagafjörður er, að vísu, „skauti búinn, fagurgjörður,“ og ekkert er fjær mér en ætla að rýra náttúrufegurð þessa héraðs. En leggj- um nú leið okkar „heim að Hólum“ og athugum, hvers við verðum varir. Hjaltadalur er ekki fegurri dalur en margir aðrir hér á landi, en er vér er- um staddir á Hólum, njótum vér feg- urðar, sem engin orð fá lýst. Þessi feg- urð er ekki fólgin í náttúru landsins, heldur helgi þeirri, sem hvílir á staðn- um. Slíkt, sem þetta, myndi fara fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra þeirra útlendinga, sem legðu land vort undir fót. Hitt gegnir öðru máli, að erlendir vísindamenn, sem t. d. hafa numið norræn fræði og eru kunnir sögu vorri og bókmenntum, kæmu hingað, ef þeim léki hugur á að kynn- ast landi og þjóð. Sama máli gegnir um ýmsa listamenn, sem kæmu hing- að og þreyttu list sína eða leiðbeindu landsmönnum. Ef hér yrði sífelldur straumur er- lendra manna, er liætt við, að beini sá, er þeim yrði veittur, myndi brátt líkj- ast því, sem tíðkast erlendis. Líklegt er, að af því myndi leiða, að þjóðin tæki upp erlenda siðu, en glataði sín- um eigin. Menn hyggja, ef til vill, að enginu skaði sé, þó að við semdum okkur í öllu að háttum ann- arra þjóða og héldum ekki dauðahaldi í gamla íslenzka siðu, en við skulum athuga þetta nánara. El vér glötum siðum vorum og háttum, þá myndi menning vor aðeins verða dauft berg- mál eða fölt endurskin af menningu stórþjóðanna. Hún myndi verða stæ'l- ing án frumlegs'skerfs frá okkur sjáff- um, án þess skerfs, sem, meðal annars, veitir okkur rétt til að vera frjáls þjóð. Guðmundur Benediktsson. ÁVA R P Með þessu jyrsta tölublaði Dag- jara hejst sjálfstœður ritþáttur undir nafninu „Iþróttasíðan.“ Heji ég sam- kvœmt beiðni ritstjórnar tekið að mér ritstjórn þáttarins. Markmið I]>róttasíðunnar er að jlytja lesendum sínum jréttir jrá hinu helzta, er gerist í íþróttamálum skól- ans, og öðru, sem varðar þau. Eins mun hún jlytja ýmsar greinar og pistla um íþróttamál eftir því, sem efni og á- stœður leyja. Menn eru hvattir til að senda Iþróttasíðunni ejni til birtingar um áhugamál sín. Er þess og vænzt, að Síðunni megi takast að verða mál- gagn allra íþróttaunnandi manna í skólanum. RABB UM ÍÞRÓTTALÍFIÐ INNAN SKÓLANS. Svo er hú vel komið, að allur þorri ráðandi manna þessa .lands hafa nú viðurkennt gildi líkamsræktarinnar. Stórt spor hefir verið stigið í þá átt með því, að lögleiða íþróttakennslu meðal skóla landsins, auka styrki til byggingu íþróttamannvirkja, o. s. frv. Þjóðin virðist nú loks hafa vaknað til meðvitundar um fyrri frægð og frama. Það er vel farið, að á þessu merk- asta ári íslenzku þjóðarinnar hafi íþróttamenn sýnt meiri framfarir en nokkru sinni fyrr. Skóli vor hefir eigi farið varhluta af íþróttahreyfingu þeirri, sem er að ryðja sér braut í landinu. Glöggt dæmi þess er endurreisn íþróttahúss- ins og hinn almenni fögnuður yfir því. Eins og kunnugt er, var liúsið vígt þann 28. okt. s. 1., og Var þar við- staddur hinn góðkunni íþróttafrömuð- ur og nemandi skólans, Hermann Jón- asson, alþm. Hafizt var þegar handa um kennslu í húsinu, og annast hana hinn ágæti íþróttakennari skólans Hermann Stef- ánsson. í. M. A., sem hefir um lángt skeið liaft forgöngu um íþróttastarfsemi skólans, hóf starfsemi sína þegar, eftir að skóli hófst. Meðlimir félagsins, sem eru um 200, hafa aldrei verið svo margir, og er það enn ljóst dæmi um vaxandi íþróttaálmga í skólanum. starfsemi þess mjög fjölþætt. Knattspyrnumót skólans liófst að þessu sinni í október. Taka allir bekk- ir þátt í því. Um þetta mót er gott eitt að segja, enda er áhugi fyrir knatt- spyrnu mjög mikill. Vegna veðurfars og óhægra vallarskilyrða, stendur mótið venjulega yfir allan veturinn. Er því of snemmt að spá nokkru um úrslit þess, en nú standa leikar þannig, að 3. bekkur hefir fjögur stig eftir tvo leiki, 4. bekkur þrjú stig eftir tvo leiki, 2. bekkur 0 stig eftir tvo leiki, 1. bekkur 0 stig eftir tvo leiki, 6. bekk- ur 2 stig eftir einn leik og 5. bekkur eitt stig eftir einn leik. Auk þessa fór fram leikur milli 5. og 6. bekkjar annars vegar og 3. og 4. bekkjar hins vegar. Eftir all-fjörugan leik urðu úr- slit þau, að 6. bekkur bar sigur úr býtum með 2 mörkum gegn 0. Heild- arúrslita knattspyrn"umótsins verður nánar getið síðar. I. M. A. hefir einnig beifct sér fyrir leifimi fyrir meðlimi sína. Kennari er Hermann Stefánsson. Hér er einnig um að ræða kennslu og æfingu I liand- knattleik og hlaki. Innanhússkepprii í þessum greinum mun fara fram eftir nýjár. Einstökum bekksögnum er ráð- lagt að liúa sig vel undir mótin, þar eð keppnin mun vafalaust verða mjög hörð. Nú fer skíðafærið að korna. Skóla- fólk hugsar með mikilli eftirvæntingu til þeirra stunda, er þeir fljúga vfir

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/452

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.