Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 114

Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 114
110 TÍMAVÉLIN eimreidin Ósjálfrátt greip mig ótti við villidýr. Eg knýtti hnefana og horfði stöðugt og óbifanlega á móti þessum leiftrandi augum. Eg þorði ekki að snúa mér undan. Þá datt mér það í hug, að mannkynið sýndist lifa í fullkomnu öryggi og því gæh ekkert verið að óttast. En þá hræðslan við myrkrið? Eg náði nú að nokkru leyti valdi á mér, gekk eitt skref áfram og gaf frá mér hljóð. Eg verð að játa að eg hafði ekki gott vald á rödd minni og hún hefir víst verið nokkuð óhefluð. Eg rak á undan mér hnefann og kom við eitthvað lint. I sama vet- fangi hurfu augun til hliðar og eitthvað ljósleitt þaut fram hjá mér. Eg sneri mér við og fanst hjartað ætla að kæfa mig. Sá eg þá lítið, einkennilegt kvikindi í apamynd. Höfuðið var niðri á bringu og þaut kvikindið yfir opna svæðið, bjarta, rak sig á forngrýtisbákn eitt, reikaði til hliðar og var að augna- bliki liðnu horfið inni í skuggann af niðurföllnum stórbjörgum. Eg sá auðvitað ekki greinilega hvernig þetta dýr var. Það var hvítt og þó með daufum lit og hafði stór, rauðgrá, ein- kennileg augu. Eg sá líka að það var með hörlitt hár á höfði og niður eftir bakinu. En sannast að segja þá skifti þetta svo fáum togum, að eg varla sá það. Eg var ekki einu sinni viss um hvort það hljóp á fjórum fótum, eða hvort það hljóp mjög álútt. Eftir skamma stund fór eg á eftir því að hinni rúst- inni. Fyrst í stað fann eg það ekki. En þegar eg var búinn að leita dálitla stund, kom eg að einum af kringlóttu brunn- unum, sem eg hefi sagt ykkur frá. Var hann í skugganum, og fallin súla lá hér um bil yfir honum. Nú datt mér nokkuð í hug. Kvikindið skyldi þó ekki hafa farið niður í brunninn? Eg kveikti á eldspýtu og lýsti niður í gatið, og hvað sé eg þá? Eg sá lítið, hvítt kvikindi, og horfði það á mig stórum, björtum augum, er það hélt í skyndi niður eftir göngunum. Það fór um mig hrollur. Það var eitthvað við það, sem kom mér til að kalla það mann-konguló! Það kleif með miklum hraða niður eftir ganginum, og nú tók eg fyrst eftir því, að í vegg- ina voru fest handföng og þrep úr málmi, svo að það var nokkurskonar stigi niður eftir brunninum. En nú brendi eld- spýtan mig í fingurna, og eg misti hana. En þegar eg var búinn að kveikja á annari, var litla ófreskjan horfin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.