Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 4
EIMREIÐIN Að móta forsendur morgundagsins Umæður um efnahagsmál hafa verið efst á baugi undanfarnar vikur. Þjóðin horfist í augu við mikil átök á komandi mánuðum, ef takast á að ná stjórn á efnahagsmálunum á nýjan leik. Það er því mikils um vert, þegar fram koma hugleiðingar og tillögur í þeim anda, sem rit- gerð Gunnars Tómassonar hagfræðings í þessu hefti Eimreiðarinnar er skrifuð. Ritgerð þessi er gleðileg tilbreytni frá daglegu þrasi stjórnmálaflokk- anna um, hverjum kenna ber um vandann. Hún sker sig úr vegna þess, að hér eru settar fram tillögur til úrlausnar vandans, samhliða því að vandinn er skilgreindur. Hún dregur fram í dagsljósið þá staðreynd, að við höfum lengi verið að berjast við afleiðingar verðbólgunnar, en höfum ekki að sama skapi eytt kröftum okkar til þess að vega að raun- verulegum orsökum hennar. Hér er reynt að draga upp mynd af þróun verðbólgunnar, líkt og læknir lýsir dreifingu hættulegs sjúkdóms um líkama manns. í tillögunum er bent á, hvernig reynt skuli að lækna sjúklinginn í stað þess að fylla hann sífellt meir og meir af deyfilyfjum, sem augljóslega geta ekki til lengdar haldið kvölunum í skefjum. Efnahagsmál hafa lengi verið þorra þjóðarinnar torskilin. Hagfræðin sem vísindagrein hefur ekki notið þess skilnings, sem nauðsyn krefur. Ástand efnahagsmála fslendinga í aag, leiðir þó í ljós, að á næstu árum verða íslendingar að hyggja meir að þeim grundvallaratriðum, sem hag- fræðin setur hverju þjóðfélagi. Það hvarflaði ekki að okkur að setjast upp í flugvél, þar sem okkur væri sagt, að flugmaðurinn væri bóndi, sem væri að fara sína jómfrúarferð í loftin blá og hefði ekki áður nálægt slíku instrúmenti komið. Efnahagsmál lúta ákveðnum lögmálum, svo sem flest annað í þróuðu samfélagi, og stjórnvöld eru til þess kjörin á hverjum tíma að gæta hagsmuna okkar, ekki aðeins með 4 ára skamm- tímasjónarmið í huga, heldur langtíma heillavænlega þjóðfélagsþróun. Það er því ánægjulegt, þegar fram koma tillögur og skoðanir hag- fræðings, sem stendur fyrir utan hið daglega umrót íslenzks þjóðfélags, en hefur samt sem áður góða þekkingu á aðstæðum. Hér er vandamálið brotið til mergjar á vísindalegan hátt, þar sem ekki er verið að hlaupa eftir pólitískum forsendum dagsins í dag, heldur reynt að móta for- sendur morgundagsins. 96 Magnús Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.