Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.04.1974, Blaðsíða 40
EIMREIÐIN í anddyri dómhallar stendur dyravörður. Maður úr svcil kem- ur lil þessa dyravarðar og vill komast inn í dómhöllina. En dyravörðurinn segist ekki geta hleypt honum inn. Maðurinn liugsar sig um og spyr síðan, hvort hann megi koma seinna. „Það kann að vera,“ segir dyravörðurinn, „en ekki núna.“ Þar sem dyr dómhallarinnar eru ætið opnar og dyravörðurinn víkur lil liliðar, hallar maðurinn sér fram til að skima inn. Þegar dyravörðurinn sér það, ldær hann og segir: „Þar sem ]iig langar svo mjög, reyndn þá að fara inn í banni mínu. En taktu eftir: Ég er sterkur. Og ég er aðeins fyrsti vörðurinn. Við liverjar dyr eru dyraverðir, Iiver öðrum sterkari. Sjálfur stenzt ég jafnvel ekki augnaráð hins þriðja“ Maðurinn úr sveit hafði ekki húizt við slíkum erfiðleikum; liann hugsar með sér, að rétturinn eigi að vera öllum opinn. En hann ákveð- ur þó að híða, þangað til leyfi fæst til inngöngu, þegar hann virðir fyrir sér hinn hvassnefjaða dyravörð, klæddan loðfeldi, með langt, þunnt og svart tataraskegg. Dyravörðurinn fær hon- um koll og vísai- honum til sætis við hliðina á dyrunum. Þar situr hann ár og daga. Hann reynir oft að fá leyfi til að fara inn og þreytir dyravörðinn með bónum sínum. Dyravörðurinn heldur oft yfir honum dálitla yfirheyrslu, spyr hann í þaula um heimkynni hans og margt annað, en spurningar hans eru kuldalegar og stórhokkalegar, og liann lýkur ætíð máli sínu á að ítreka, að hann geti ekki hleypt honum inn. Maðurinn, sem tekið hefur með sér mikið vegarnesti, notar það allt, hvort sem það þjónar einhverjum tilgangi að múta dyraverð- inum. Að vísu tekur hann við öllu, en segir þá: „Því aðeins tck ég við þessu, að þú haldir ekki, að þú hafir ekki gert allt, sem i þínu valdi stendur.“ Öll þessi ár mænir maðurinn næstum án afláts á dyravörðinn, hann gleymir öllum hinum dyravörð- unum, og hyggur þennan hina einu hindrun inngöngu hans í dómhöllina. Hann formælir hinum ógæfulega úrskurði, fyrstu árin hátt og umhugsunarlaust, síðar, er hann tekur að eldast, muldrar hann i hljóði. Hann gerist barnalegur, og þegar hann kemur auga á flærnar á loðkraga dyravarðarins eftir að hafa grannskoðað hann í áraraðir, biður hann þær um að hjálpa sér og fá dyravörðinn til að breyta um skoðun. Lolcs fer að rökkva í kringum hann, og hann veit eklci, hvort dimmir svo umhverfis eða hvort sjón hans hefur daprazt. En í rökkrinu sér hann birtu leggja úr dyrum dómhallarinnar. Nú á hann ekki langt eftir ólifað. Áður en hann gefur upp öndina, safn- ast öll reynsla undanfarinna ára saman og verður að spurn- ingu, sem hann hefur aldrei varpað til dyravarðarins. Hann 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.