Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Blaðsíða 38
sjón af refsivist, sem ólokið er, samkvæmt reglum 60. gr. hgl., þannig að refsivist eftir eldri dómi er virt með sama hætti og skilorðsdómur. Þetta á einnig við, þótt aðili hafi byrjað úttekt á eftirstöðvum refs- ingar, t.d. vegna rofa á sérstöku skilyrði. Dómstóll getur eftir atvikum ákveðið, að refsivist verði jafnlöng eftirstöðvum refsingar samkvæmt eldri dómi, þ.e. þeirri refsingu, sem gefin var eftir með reynslulausn. Hins vegar getur dómstóll ekki stytt refsitíma eldri dómsins. Vera má, að dómstóll, sem fjallar um nýtt brot, beiti sektum við því, en haggi ekki við reynslulausninni, sbr. 60. gr. hgl. b) Rof á sérstökum skilyrðum. Um skilorðsrof af þessu tagi gilda sömu reglur og um ótvíræð brot á alm. hgl. Dómsmálaráðherra tekur ákvörð- un um aðgerðir, sjá 2. mgr. 42. gr. Hann getur m.a. breytt skilyrðum og sett ný skilyrði innan marka 41. gr. eða ákveðið, að aðili taki út refsingu þá, sem eftir stendur. Miklu skiptir fyrir aðila, að sönnuð sé einhver sú háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, er felur í sér skilorðsrof. I greinargerð segir, að um sönnunarhlið þessa máls geti verið skiptar skoðanir. Meginreglan hlýtur að vera sú, að dómsmálaráðherra hafi sönnunarbyrðina, og er það einkum brýnt, ef til afplánunar á að koma. Gallinn er bara sá, að ráðherra metur sönnunina alfarið sjálfur, og verður ákvörðun hans ekki skotið til hlutlauss aðila. Fullnustumats- nefnd fjallar ekki um skilorðsrof, sbr. 8. gr. starfsreglna nr. 409/1977. 4) Ný reynslulausn eftir skilorðsrof. Þótt til afplánunar komi á eftir- stöðvum refsingar, má veita reynslulausn að nýju. Um hana gilda al- mennar reglur, sé um skilorðsrof skv. 1. mgr. 42. gr. að ræða, en sér- regla gildir um reynslulausn, sem veitt er eftir afplánun skv. 2. mgr. 42. gr., sbr. 4. mgr. 42. gr. hgl. Þegar svo stendur á, má láta-mann lausan til reynslu óháð tímaskildögum 1. og 2. mgr. 40. gr. Þykir heppilegt frá sakfræðilegu sjónarmiði, að ráðherra geti metið þessi tímamörk eftir aðstæðum, þegar ekki er um frumúttekt refsingar að ræða samkvæmt tilteknum refsidómi. Einkum er þetta svigrúm nauðsynlegt, ef um rof á sérstökum skilyrðum er að ræða. Ákvæði 41. gr. um lengd reynslu- tíma gildir einnig um nýja reynslulausn, þó þannig að frá er dreginn sá tími, sem aðili hefur notið reynslulausnar áður. 5) Réttaráhrif reynslulausnar. Eftir 3. mgr. 42. gr. hgl. telst refs- ingu fullnægt á því tímamarki, er aðili fékk reynslulausn, enda sé ekki tekin ákvörðun um úttekt refsivistar fyrir lok reynslutíma. Áður var þetta tímamark miðað við lok reynslutíma, sbr. 2. mgr. 42. gr. hgl. fyrir setningu 1. 16/1976. Réttaráhrif tengd við lok refsifullnustu eru m.a. fyrning ítrekunaráhrifa, sbr. 3. mgr. 71. gr. hgl., og uppreist æru, sbr. 84. og 85. gr. hgl. Ekki mun heimilt að veita uppreist æru fyrr en að 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.