Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 50
Ávíð 02 dreif ENDURSKOÐUN REGLNA UM SVEBTARSTJÓRNARMÁL Þegar málefni ríkis og sveitarfélaga hafa verið til umræðu á undanförnum árum, hefur yfirleitt verið litið á endurskoðun á verkaskiptingu milli þeirra og á stjómsýslukerfinu sem tvö aðskilin verkefni. Ef grannt er skoðað, kemur þó í Ijós, að svo er ekki. Árið 1960 ritaði nefnd sú, sem samdi frumvarp til sveitarstjórnarlaga nr. 58/1961, öllum sveitarstjórnum í landinu bréf og sendi spurnarform til út- fyllingar, þar sem grennslast var fyrir um afstöðu til stækkunar sveitarfélaga. Málefnið fékk daufar undirtektir. Þegar nokkur reynsla hafði fengist af hinum nýju sveitarstjórnarlögum og vegna áskorunar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á ríkisstjórn og Alþingi, var skipuð nefnd til að endurskoða skiptingu landsins í sveitarfélög og kanna, hvort rétt þætti að breyta sýsluskipun með það fyrir augum að taka upp stærri lögbundin sambönd sveitarfélaga en sýslufélög eru nú. Nefnd þessi var skipuð í maí 1966 og skilaði áliti í október 1968. Megin- inntak nefndarálitsins er tillaga um skiptingu landsins í 66 sveitarfélög. Tillögur nefndarinnar hlutu takmarkaðan hljómgrunn meðal sveitarstjórnar- manna og því varð minna úr breytingum en efni stóðu til. Varð ekki um neitt frumkvæði ríkisvaldsins að ræða, svo sem mælt er fyrir um í 1. gr. laga nr. 70/1970 um sameiningu sveitarfélaga, en nefndin samdi það frum- varp til að greiða fyrir hugmyndum sínum. Á fundi fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga í febrúar 1968 var samþykkt ályktun um þriggja manna nefnd til þess ,,að endurskoða verk- efnaskiptingu milli sveitarfélaga og ríkisins, skiptingu kostnaðar við fram- kvæmdir á verkefnum og stjórn framkvæmda“. Á grundvelli þessarar álykt- unar voru samdar tillögur til breytinga og úrbóta, sem fram voru lagðar 1970. í ársbyrjun 1972 voru gerðar nokkrar breytingar á verkefnum ríkis og sveitar- félaga. Ríkið tók að sér alla löggæslu og kostnað við almannatryggingar að sjúkrasamlögum undanskildum. Samtímis var gerð grundvallarbreyting á tekjustofnalögunum. í örstuttu yfirliti um endurskoðun á málefnum sveitarfélaga verður næst að telja ákvæði málefnasamnings vinstri stjórnarinnar frá 1971, en þar segir: „Endurskoða ber skiptingu verkefna og valds á milli ríkis og sveitarfélaga í því skyni að auka sjálfsforræði byggðarlaga. Haft verður samráð við Sam- band íslenskra sveitarfélaga og samtök sveitarfélaga í einstökum lands- hlutum um þessa endurskoðun“. 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.