Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 83

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 83
Siðfræði í skólum Hugur held að þetta sé hluti af skýringunni á menntagildi þess að lesa bók- menntir. Þegar við lesum og ræðum um góðar sögur þá lærum við nýjar leiðir til að segja frá fólki, setja orð þess og gerðir í samhengi, gagnrýna verk þess og viðhorf. Frá sögumönnum Gamla Testamentisins og Hómer til nútím- ans hafa þeir sem segja sögur verið að skoða mannlífið, sýna mannlegar aðstæður, fá áheyrendur og lesendur til að setja sig í annarra spor og skilja tilfinningar og hegðun fólks. Eigi siðmennt í skólum að verða annað og meira en tamning og gagnrýnislaus félagsmótun þá ætti að auka hlut bókmenntakennslu frá því sem gert er ráð fyrir í núgildandi námskrám. Þar fá íslenskar bók- menntir að vísu sinn stað í tengslum við móðurmálsnám. En áherslan virðist fremur vera á bókmenntasögu en á samræður um mannlífið sem lýst er í bókunum. I námskránum er hvergi rúm fyrir sameiginlegan bókmenntaarf Evrópuþjóðanna hvað þá að gert sé ráð fyrir lestri á text- um frá öðrum heimshlutum. Almennt má segja að hlutur húmanískra greina (lista, bókmennta, heimspeki) sé harla lítill í námskrám fyrir ís- lenska grunn- og framhaldsskóla. Þetta er að minni hyggju mikill skaði. Á hvern hátt styður heimspekileg siðfræði við siðferðilegt uppeldi? Ég hef nú Qallað um siðmennt og siðferðilegt uppeldi í skólum án þess að segja aukatekið orð um heimspekilega siðfræði. Ætti hún ekki að gegna lykilhlutverki? Heimspeki er ólík öðrum fræðigreinum að því leyti að hún fjallar ekki svo mjög um heiminn (eins og orðið „heimspeki“ gefur ranglega til kynna) heldur miklu fremur um hugtökin, kenningarnar og málið sem notað er til að íjalla um veruleikann. Heimspekingar túlka og skýra, greina hugtök og kenningar, finna mótsagnir í hugmyndum fólks, reyna að komast að kjarna málsins þegar djúpstæður ágreiningur rís og bera boð milli ólíkra umræðuheima. Ég ætla ekki að halda því fram að þetta sé það eina sem þeir gera. Stundum halda þeir fram kenningum og stundum taka þeir að sér hlutverk löggjafa og dómara. Á fyrri hluta 20. aldar bar mikið á vísindaheimspeki, þ.e. heimspeki- legum kenningum um vísindalega aðferð. Á þessum tíma mótuðust ný hugtök og ný viðmið í eðlisfræði (afstæðiskenning og skammtafræði) og tekist var á um rannsóknaraðferðir og grundvallarsýn á viðfangsefni fé- lagsvísinda og sálarfræði. Af þessu spratt djúpstæður ágreiningur með- al vísindamanna sem ekki var hægt að leysa innan einstakra fræði- 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.