Sumargjöfin - 23.04.1925, Blaðsíða 13

Sumargjöfin - 23.04.1925, Blaðsíða 13
SUM ARGIOFIN 13 nauðsynlegt til þrifa og nægur og reglu- bundinn svefn. Um það atriði er ekki minna vert en fæði og loft. Utivera, eftir að dimt er orðið, verður aldrei til heilsubótar, heldur þvert á móti. Þá er það og sem athafnir óknyttafjelaganna fara einkum fram. Það tíðkast mjög erlendis, að kirkjuklukk- um er hringt á ákveðnum tíma, t. d. kl. 8 e. h. Hverfa þá öll börn inn frá leikjum. Það þykir sjálfsagt, að gefa þeim þessa vís- bendingu, því að ósanngjarnt er að ætlast til að þau gæti ávalt að hvað tíma líður, þegar þau eru að leikjum sínum. Það þykir venja börnin á reglusemi og skyldurækt, að hlýða stundvíslega þessu kalli, er kemur frá hinni heilögu kirkju. Væri nú ekki reynandi að Reykjavík tæki upp þennan fallega sið. Sumir munu segja, að lögreglan sje ekki nógu fjölmenn, til þess að sjá um að kallinu sje hlýtt, en mundu þá ekki fást sjálfboðaliðar til aðstoðar á vissum svæðum bæjarins? Þá munu aðrir segja, að borgin sje alt of stór, til þess að þetta verði framkværht. — Klukknahringing muni ekki heyrast um hana alla. Þetta sje að eins gert í litlum bæjum erlendis. Síðasta ástæðan er mjög fjarri sanni. T. d. er það gert í Björgvin, sem er undir það eins fjölmenn og alt fsland. Sjeu kirkju- klukkurnar ekki nógu hljómmiklar, til þess að gefa þetta merkí, mætti gera það á annan hátt, t. d. með því að láta verksmiðjurnar blása. Þessi ráðstöfun mundi óefað leiða mikla blessun yfir borgina, og ef fólkið vill, er leikur einn að koma henni í framkvæmd. Hún hefir og þann mikla kost, að hún þarf ekki að kosta borgina einn einasta eyri, en getur aftur á móti forðað henni frá miklum vandræðum, kostnaði og smán. S. A. Hvað borða börnin fyrst á morgnana? Jeg las eitt sinn grein í útlendu tímariti um rannsókn á því, hvað börn borðuðu á morgnana, áður en þau færu í skólann. — Gleymt hefi jeg tölum öllum og annari ná- kvæmni skýrslunnar, en það man jeg ljóst, að börnin, sem borðuðu hafragraut á morgn- ana, stóðu langtum betur að vígi til að þola skólasetuna en þau börnin, er drukku eitt- hvert gutlið með brauðbitanum sínum. — Jeg hefi oft velt því fyrir mjer, hvers vegna læknarnir okkar íslensku, sem margir eru ágætir menn, vekja ekki eftirtekt okkar mæðranna á þessu, eða ýmsu öðru, er við kemur heilbrigði barnanna okkar. — Það er oft kvartað yfir því, að börn þoli illa skóla- veruna, þau fái hryggskekkju, verði blóðlítil, sjeu með höfuðverk o. s. frv. En er þetta þá eingöngu skólavistinni að kenna? Væri það, er áreiðanlega meira en lítið athugavert við veru barnanna þar, og þörf á að rann- saka það og reyna að bæta úr því. Jeg ætla nú að sleppa skólaverunni, en minnast á önnur atriði, er valdið geta því, að börn eru alment miður hraust en skyldi. Dettur mjer þá fyrst í hug viðurværið, eins og það er alment nú, einkum í kauptúnum landsins. Getur nokkur ímyndað sjer að smjörlíkið, dósamjólkin, kaffigutlið og hveitibrauðin setji sama lífsþrótt í barnið og kúasmjörið og mjólkin, rúgbrauðið og skyrið, að ógleymdu því, ef börnin fengju sjálfrunnið þorskalýsi á fastandi maga með rúgbrauðsbita og hafra- grautnum sínum. — Jeg teldi það mjög áríð- andi, að safnað væri skýrslu um það hjer á landi, á hverju börn nærðust, og þá fyrst og fremst um það, hvað börn borðuðu fyrst á morgnana, áður en þau færu í skólann. — Mörg fleiri atriði geta og komið til greina en mataræði barnanna og eru efni í sjálf-

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.