Skutull

Árgangur

Skutull - 23.08.1944, Blaðsíða 1

Skutull - 23.08.1944, Blaðsíða 1
SKUTULL Útgefandi og ábyrgðarmaður: Hannibal Valdimarsson. Þeir, sem ekki fá blaðið með fullum skilum, eru vinsamlega beðnir að gera afgreiðslunni aðvart, svo að hægt sé að kippa þvi i lag. XXII. ár. ísafirði, 23. ágúst 1944. 31. tbl. Prentstofan Isrún h.f. Verkamannabústaðir. Verkalýðsmál. Eldri verkamannabústaðir í Reykjavík. Tvennir tímar. — Tvennskonar verkamannabústaðir. Hlíðarhús og Vallarborg annarsvegar og verkamannabú- staðirnir við Grundargötu og Austurveg hinsvegar. Átta íbúðir eru nú fullgerðar og lokið verður við aðrar átta fyrir áramót. 1 hinum nýju verkamarinabústöðum munu búa ná- lægt 100 manns, og gætu því t. d. allir íbúar Súðavíkur- þorps eða Hnífsdals búið í þremur slíkum húsum. bæjarins, aðeins um 200 metra frá bæjarbryggjunni, sem telj- ast verður miðpúnktur at- hafnalífsins í bænum. Austur- álma þeirra stendur við Aust- urveg, sem óefað verður ein- hver fegursta gata bæjarins, en aðalbyggingin liggpr að Grundargötu, er tengir saman Austurveg og Skólagötu. Fram- undan Aðalbyggingunni blasa við leikvellir skólanna, en að baki henni verður samfelld lóð allstór, og getur hún orðið ákaflega snotur, er hún hefir verið lagfærð, éins og áform- að er. Frá bústöðunum er ekki nema steinsnar yfir að skólun- um og sundhöllinni, sem nú er i byggingu. Vesturálman er fjörutíu og tveggja metra löng og 8,25 metra breið. 1 henni eru 12 i- Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu fer nú fram alls- herj aratkvæðagreiðsla innan Verkalýðsfélagsins Baldur um það, hvort segja skuli upp kaupgjaldssamningum eða ekki. Samkvæmt samningun- um má segja þeim upp 1. sept- ember og 1. apríl með eins mánaðar fyrirvara. Nokkru fyrir 1. apríl s. 1. var það borið undir félagsfund, hvort segja skyldi upp samn- ingum, og var það þá fellt með miklum atkvæðamun. Eins og sjálfsagt er, gefst fé- lagsfólki nú kostur á að segja til um það með atkvæði sinu, hvort það vill búa við óbreytt kaupgj ald fyrst um sinn næstu 6 mánuði, eða segja samning- um við atvinnurekendur upp með það fyrir augum að ná fram nokkurri grunnkaups- Framh. á 3. síðu. 1 stríðslokin 1918 voru reist- ar hér í bæ nokkrar íbúðir fyr- ir verkafólk. E>að hús, sem hér um ræðir, stendur enn og nefn- ist Hlíðarhús. Alla tíð hefir það verið talið lélcgt hús og illa byggt, enda rcist úr göml- um viðum eldri húsa utan úr Bolungavík. Var húsinu valinn staður utan við bæinn i mik- illi fjarlægð frá öllum fínum húsum. Þetta var fyrir aldarfjórð- ungi síðan. Nokkur ár liðu — örfá ár. Aftur voru byggðir hér bú- staðir fyrir verkafólk. Það varð mikil bygging úr steini, fullgerð laust eftir 1920. Húsi þessu var valinn staður á svo- nefndum Hrossataðsvelli, fyrir utan og ofan bæ, og hlaut það af því og sökum stærðar sinn- ar nafnið Vallarborg. Þá var sj úkrahúsið óbyggt og Túngata og Illíðarvegur ekki til. Það var því einbúi á afskekktum stað eins og Hlíðarhús. — Vallarborg er illa l>yggt hús og óvandað, og að flestu leyti eins og steinhús eiga ekld að vera. Hefir verið lagt óhemju fé henni til viðhalds og endur- bóta, en þrátt fyrir það er og verður Vallarborg ávallt ann- ars eða þriðja flokks íbúðar- hús og sorglegur minjagripur þess hugsunarháttar, sem rikj- andi var í garð alþjrðu bæði hér í bæ og annarstaðar á ls- landi fyrir rúmum 20 árum síðan. Nú er í þriðja sinn verið Yngri verkamannabústaðir í Reykjavík. að byggja verkamannabústaði hér í bæ að opinberri tilhlut- an. Sextán íbúðir eru í bygg- ingu, og eru átta þeirra nú fullbúnar, en væntanlega verð- ur að fullu gengið frá hinum fyrir næstu áramót. Verkamannabústaðii'nir nýju eru vel í sveit settir, i hjarta búðir, 6 með þremur herbergj- um og 6 með tveimur. Austurálman er tuttugu og þriggja- metra löng meðfram Austurvegi, og er þá breidd aðalálmuUnar meðtalin. 1 henni eru fjórar þriggja her- bergja ibúðir. öll er byggingin tvær hæðir og kjallari. Ctveggir allir eru úr járnbentri steinsteypu og einangraðir með vikursteypu. Allar þi’iggja herbergja íbúð- ii’nar eru nákvæmlega eins, og sama má segja um tveggja herbergj a íbúðirnar, glugga- skipun aðeins önnur á tveim- ur svefnherbergjum.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.