Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 10

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 10
10 S K XJ T U L L KONRÁÐ JAKOBSSON: Kálfatindur. þar betur en áhorfðist í vik- unni áður, þá var jafnvel veð- urstofan í vafa. Á miðnætti var sjóferðin hafin, allir í bezta skapi, ekki sízt þeir, sem höfðu verið i vafa um sjóheilsu sína. Stefnan var tekin á Rit eða Rytagnúp. Landnáma segir að þar hafi hafizt landnám Geirmundar heljarskinns, er náði til Straumness eystra. Nóttin var ekki dimm og sæmileg landsýn. Þarna er Inn á milli bjarganna sjást litlar víkur umkringdar háum fjöllum. Hlíðar þeirra eru brattar og oft eru þar snjó- skaflar, þó að langt sé liðið á sumar. Á bökkunum frammi við sjóinn sést glampa á stafnþil lágreistra bæja. Far- þeginn, sem skroppið hefur út af fyrsta farrými til þess að sjá hrikaleik Hombjargs, ypptir öxlum með hrollkennd- um upphrópunum yfir eyðileg- um og kaldranalegum víkum og flýtir sér aftur inn í hlýju og þægindi þeirra salarkynna, sem hann kom frá.“ Fyrsta farrýmis farþegar á m.s. Heiðrúnu hafa allt tilbú- ið til landgöngu, þegar komið er undir Hombæina á bökkun- um undir Miðdal í Hombjargi, eftir tæplega 4 stunda sigl- ingu. vel, alveg fram á bjargbrún á sumrin. Fell nokkur rísa upp úr bjarginu, tignarlegast er Kálfatindur, 534 m. Færðin hafði verið heldur slæm, þar sem allt var á kafi í snjó, svo menn nutu þess vel að hvíla sig þegar komið var nokkuð fram á dalinn um fell og svo utar áðurnefndir þrír dalir. Og áfram er haldið upp dal- inn. Á leiðinni verður farar- stjórn fyrir nokkru aðkasti; hún hefði átt að sjá fyrir all- an snjóinn og hafa fyrirskipað að skíði skyldu höfð meðferð- is. Konráð Jakobsson. Það var föstudagskvöld 15. maí 1964. Rekkasveit skátafé- lagsins Einherjar var að halda af stað í hina árlegu hvíta- sunnuferð sína. í þetta sinn var ferðinni heitið til Homvíkur. Fyrsti áfangi var til Bol- ungarvíkur og var farartækið ,,Rútan“ hans Kela og skáta- söngvamir bergmáluðu í Ós- hlíðinni. Þegar til Bolungarvíkur kom var ekið rakleiðis niður á Brimbrjótinn. Þar lá m.s. Heiðrún við landfestar, öll ný- máluð og auðvitað græn á lit. Á Brjótnum biðu okkar tveir Víkarar, sem ætluðu að slást í hópinn, sem nú taldi 16 manns. Veðrið var dásamlegt, heiðskírt og blæjalogn og fór breytileiki mikill í landslagi. Til skemmtunar á leiðinni var okkur sagt til um fiski- mið, en þau eru allmörg á þessum slóðum. Oft eru mikil umskipti á sjógangi við Kögur og hefur margur landkrabbinn fært þar dýrar fórnir. 1 þetta skipti héldu allir sínu, því að báru- laust var alla sjóferðina. Þeir sem bjuggu vestan Kögurs, töldu að Hornstrand- ir byrjuðu þar, þá þótti lítil hefð í að vera Hornstrending- ur. Frá Kögri var stefnan tekin á Hælavíkurbjarg. „Á hala veraJdar.“ Ég hnuppla hér smálýsingu úr Hornstrendingabók Þór- leifs Bjarnasonar: „Snarbrött og ægileg í tign sinni rísa úr hafi nyrztu tak- mörk Strandanna, Hornbjarg og Hælavíkurbjarg. Eins og rammger kastalavígi landvætt- anna, ögrandi og ósigranleg, horfa þau móti hafi, sem oft fylgir ógn og skelfing, hafi því, sem formenn nefndu Dumbshaf. Hluti hópsins í Miðdal. I baksýn: Hælavíkurbjarg, Festarskörð. Ekki var aðkoman hlýleg, allt á kafi í snjó, en plastbát- urinn var settur á flot og byrj- að að ferja menn og farangur í land. Það tók allmargar ferðir að koma öllu í land, því kænan bar ekki nema þrjá í einu og farið að vinda lítið eitt. Jafnskjótt og í land var komið var haldið upp brattan bakkann að húsunum. Við lögðum undir okkur ytra húsið af þeim tveim sem enn standa, það þriðja brann fyrir ári síðan. Strax var hafizt handa um að hita kakó og að loknum snæðingi var lagzt til svefns. Klukkan var þá orðin 6 um morguninn og ákveðið að sofa til hádegis í því trausti að veður héldist gott. Árrisull meðlimur hópsins gat ekki með nokkru móti sofið lengur en til kl. 11 og var mönnum þá ekki vært lengur, enda ekki svefn aðal- tilgangur fararinnar. Haldið á Bjargið. Eftir kröftugan hádegis- verð, lá leiðin inn bakkana og upp Innstadal í heiðskíru veðri og sólskini, en nokkur vindur var. Víkurmegin í Hornbjargi ru þrír dalir, Yztidalur, Mið- alur og Innstidalur. Dalir þessir eru grösugir leið og hið töfrandi útsýni yf- ir vikina blasti við augum. —- Víkin milli mestu fuglabjarga landsins er stórfengleg í lands- lagi sínu. Vestan megin er Hælavíkur- bjarg, hrikalegt á að líta, svo Rekavíkurf jall 613 m og Reka- vík bak höfn. Upp úr víkinni var f jölfarin leið um Atlaskarð vestur á við, í skarðinu er dys, þar þar sem talið er að heygð- ur sé Atli þræll Geirmundar heljarskinns. Innan við Rekavík er Hafn- arnes og þar upp af fjallið Einbúi. Innan við Hafnarnes er Höfn, en svo heitir víkurbotn- inn. Þar er nokkuð undirlendi og sandur mikill. Austan megin er Dögunar- Afsökunin var til taks; við Djúp var snjór ekki neðar en í miðjar hlíðar, en hafði orðið snjóþyngra eftir því sem aust- ar dróg. Samband hafði verið haft við Hornbjargsvita og var þar snjór í miðjar hlíðar aðeins. Eins var ætlun fararstjórn- ar að fljúga áður yfir Strand- ir til könnunar, ekki hafði það þó reynst unnt vegna anna „Vestanflugs" þá dagana. Þegar upp á bjargbrúnina kom, gleymdist allt mótlæti á svipstundu. Þetta var stórkostlegt. Bjargið er þarna á þriðja hundrað metra hátt og alveg lóðrétt, hafið alveg undir fót- um okkar. Menn settu reyndar ekki Geitur í Látravík. Þær eru orðnar sjaldséðar nú orðið. Ferð í Hornvík

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.