Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - nóv. 1995, Blaðsíða 6
Vildi fara frjáls um fjöllin Jónas Ásgeirsson var einn fremsti íþróttamaður Siglfirðinga um langt skeið Jónas Ásgeirsson þekkja eflaust allir Sigl- firðingar sem komnir eru á miðjan aldur og jafnvel þeir yngri líka. Hann rak lengi verslunina Ásgeir i Aðalgötunni og bar hróður Siglufjarðar víða sem keppnismað- ur í knattspymu og á sktðum. * t ú er Jónas fluttur 1 suður fyrir allmörg- \ um árum og býr í ' Kópavogi ásamt konu sinni, Margréti Ólafsdóttur, en þau hafa þolað saman súrt og sætt í hálfa öld um þessar mundir. Þau voru að undirbúa gull- brúðkaupið og 75 ára afmæli hans þegar tíð- indamaður blaðsins leit inn til þeirra eitt kvöld- ið. Starfaði við verslun alla tíð Jónas er raunar fæddur á Húsavík en flutti til Siglufjarðar á öðru árinu og segist líta á sig sem Siglfirðing. „Þar ólst ég upp og eignaðist mína vini og þar ætlaði ég alltaf að vera. Ég man að ein- hverju sinni gekk ég upp í Hvanneyrarskál, leit yfir bæinn og sagði við sjálfan mig: Héðan fer ég aldrei. En það fór nú öðruvísi. Ég fékkst við verslun alla mína tíð, að heita má. Faðir minn stofn- aði Verslunarfélag Siglufjarðar hf. og byggði húsið sem nú er kennt við Sparisjóð Siglufjarðar. Þar starf- aði ég fram yfir stríð. Þá vann ég hjá Pósti og síma um þriggja ára skeið, en árið 1954 stofnaði ég verslunina Ásgeir. Hún var í hús- inu númer 21 við Aðal- götu. Við keyptum það og ég innréttaði íbúð fyrir móður mína á efri hæðinni, en hún varð ekkja 1957. Þarna verslaði ég með mat- vörur og íþróttavörur fram til 1967. Þá var síldin farin og ekki lengur hægt að lifa af verslun svo ég flutti suður. Reyndar var ég of lengi og má segja að ég hafi sloppið á nær- haldinu út úr þessum rekstri. í Reykjavík vann ég í Ford-umboð- inu Sveini Egilssyni hf. en Þórir Jónsson fram- kvæmdastjóri þess var gamall skíðafélagi minn. Þar var ég þang- að til ég fór á eftirlaun fyrir fimm árum,“ segir Jónas. Keppti á Ólympíu- leikum - Þú byrjaðir snemma í íþróttunum. „Já, ég byrjaði sem strákur á skíðum og keppti töluvert í stökki, en líka bruni og svigi. Árið 1937 kom upp óeining innan Skíðafé- lags Siglufjarðar sem endaði með því að nýtt félag var stofnað. Nýja félagið bauðst til að senda mig á Thule-mót- ið sem þá var stærsta skíðamót á Islandi, en ég fékk flensu og komst ekki. Árið eftir var ég svo meðal þátttakenda. Þannig hófst keppnis- ferillinn," segir Jónas. Eftir þetta starfaði hann að málefnum skíðaíþróttarinnar um þriggja áratuga skeið eða lengur, bæði fyrir norðan og líka hér syðra. Hann sýnir blaðamanni verðlauna- grip frá árinu 1946 sem hann hlaut fyrir lengsta skíðastökk á Islandi, 54 stikur (metrar). Að loknu stríði fór hann í það minnsta þvívegis til útlanda sem skíðamað- ur. „Árið 1946 fór ég til Svíþjóðar og lærði tækni við skíðaþjálfun og kenndi síðan á skíði eftir það. Ári síðar fór ég með Jóni Þorsteins- syni vini mínum til Noregs þar sem við kepptum í stökki á Homenkollen. Þetta var / \ ) I afmælismót því þetta ár var Holmenkollen-mót- ið haldið í 50. sinn, en það var stærsta skíða- stökkmót Noregs. Við gátum ekkert æft okkur í brautinni, en að- rennslið var 49 metrar að lengd og lítill vandi að gera mistök. Jón fór á undan mér í brautina og ég beið uppi eftir því að þjóðsöngurinn hljómaði til merkis um það að hann hefði stað- ið. Seint og um síðir hljómaði hann og þá var komið að mér. Þetta gekk allt vel og við Jón vorum um miðjan hóp sem var ágætis árangur. Árið 1948 keppti ég svo í stökki á vetrar- ólympíuleikunum í St. Moritz í Sviss. Ég átti líka að keppa í bruni tveim dögum áður, en brautin var glerhál og hættuleg svo Einar B. Pálsson farárstjóri dró mig úr keppni svo ég gæti einbeitt mér að stökkinu.“ lslandsmótin ofdýr - Hvernig var aðstaða til skíðaiðkana á Siglu- firði á þessum árum? „Hún var ágæt, en við urðum að búa hana til sjálfir. Við lögðum brautir og hlóðum upp skíðabakka í Nauts- hólabrekku. Reyndar ætluðum við að koma upp stökkpalli þar sem sláturhúsið var, en úr því varð ekki. Það hefði verið flott að fá slíkan pall inni í miðjum bæ.“ - En þú kepptir líka í knattspyrnu með KS. „Já, ég var allt of lengi í boltanum. Ég stundaði knattspyrnu á sumrin og skíðin á vet- urna og meðan allt lék í lyndi var fótboltinn ágæt æfing fyrir skíða- stökkið því hann styrkti fæturna. En á endanum fór knattspyrnan með bæði hnén í mér. Skíðin voru mér alltaf miklu meira virði. Best fannst mér að fara upp á fjöll og vera þar frjáls á skíðunum. En KS átti marga ágæta knattspyrnu- menn á þess- um árum og við kepptum mikið við önnur lið á Norðurlandi, frá Akureyri, Ólafsfirði og Grenivík, að ógleymdum Fljótamönn- um.“ Jó aifir 5 . en - Tókuð þið ekki þátt í Islandsmóti á þessum árum? „Nei, það kostaði allt of mikið að taka þátt í því. Auk þess fór það fram á sumrin þegar við vor- um á fullu í síldinni. Hins vegar fóru fram kapp- leikir við lið frá Akranesi og Vest- mannaeyj- um á Siglufirði menn frá þessum stöð- um komu norður til að vinna í síld. Þarna voru margir úrvalsmenn, til dæmis Ríkharður Jóns- son - Rikki - og fleiri menn af Skaganum sem síðar skipuðu gullaldarlið fA. Þeir æfðu þegar þeir gátu og kepptu sér til ánægju þegar þeir áttu frí frá netavinnunni." Leiddist að vera einbimi Nú kemur Margrét og þá fer Jónas að rifja það upp þegar þau gift- ust. „Ég fór suður til Reykjavíkur á stríðsár- unum og vann um skeið hjá samtökum vefnaðarvöruinnfly tj - enda. Svo heyri ég það að unnusta mín, norður á Siglufirði, eigi von á barni. Ég sagði henni blessaðri að drífa sig Skíð amót nas 4Wo. 1 me'stari ^ ,Wko>u/vM *'•«««/”......................* a£°ngu Hr- 9n kÉ Hpril’ fór h<dgi. II. fói re«dutn. X ‘S»m stokk.. ^3 swhð. 50° £“*■ 4 ski* fíStn 1- Nskk *a ívsn. hafs°m 'oti ^ai W.i er st°kkt Afejv. fí“nðar Uhann etkSS°n byes úr Va>- b?ö, nni»n Si e!nn ?zune,u' Pe.. eitn f ’*en> 'V-j, “rJ, neön °naa "eu fa Pr ií ’1‘ i*tnP,sf rant a viflr suður, en stuttu síðar fór- um við norður í Skaga- fjörð og hittum þar Gunnar Gíslason sem þá var prestur í Glaum- bæ. Ég spurði hvort hann gæti ekki gefið okkur saman og hann hélt nú það. Þannig byrjaði þetta og hefur bara gengið prýðilega í þessi fimm- tíu ár. Við eigum tvö börn, Sólveigu og Ás- geir, en mig langaði alltaf að eignast fleiri. Ég var einbirni og leiddist það, jafnvel þótt ég fengi kött. í Frh. á bls. 11 6 7

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.