Vesturland

Árgangur

Vesturland - 17.03.1945, Blaðsíða 1

Vesturland - 17.03.1945, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA XXII. áirgangur. ísafjörður, 17. marz 1945. 6. tölublað. Hraðfrysti íiskurinn og allar síldarafurðir ársins seldar. Líkur fyrir óbreyttu verði á ísvarða fiskinum. Samninganefnd sú, sem ríkisstjórnin sendi fyrir skömmu til Bretlands til þess að semja um sölu á íslenzkum sjávarafurðum er nú nýkomin heim. 1 henni áttu sæti: Richard Thors, Magnús Sigurðsson, Jón Árnason og Ásgeir Ásgeirsson. Með nefndinni var einnig Kristján Einarsson framkvæmdarstjóri, sem ráðunautur um sölu á hraðfrysta fiskinum. Vesturland hefur haft fregnir af því, hvernig er- indi nefndarinnar gengu. Nefndin samdi um sölu á allri framleiðslu Islendinga á hraðfrystum fiski árið 1945. Er verð hennar sama og s. 1. ár. Þó var ákevðið að Bretar keyptu ekki nema nokkurn hluta þunnildanna, sennilega um það bil Vi þeirra. Er þetta atriði nokkru óhagstæðara en áður var. En á móti því kemur aftur það að nú er um það samið að Bretar greiöi nokkuð geymslugjald á hrað- frysta fiskinum í húsunum ef lengi dregst að sækja hann. Ennfremur er gert ráð fyrir að fiskurinn verði greiddur að verulegu leyti eftir vissan geymslutíma þó hann hafi ekki verið sóttur. Magn það sem samið er um er 30 þús. tonn þetta ár. S.l. ár var miðað við framleiðslu 24 þús. tonna. Gert er ráð fyrir að Hollend- ingar og Frakkar fái nokkurn hluta hraðfrystafiskj arins. Er það samningsatriði hagstætt Is- lendingum, sem hljóta að hafa áhuga fyrir þvi að kyrina þessa vöru sina á meginlandi Évrópu og þannig að skapa framtiðarmöguleika fyrir mörkuðum þar. Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Einarssyni likar hraðfrystur fiskur frá Islandi mjög vel í Englandi og þykir þar góð vara. Isvarði fiskurinn. Þá samdi sendinefndin einn- ig um afhendingu og afgreiðslu á isvörðum fiski. Mun sala á þessum afurðum í Bretlandi lúta sömu reglum framvegis og hingað til. Talið er að ástæða sé til þess að ætla að fiskverð lækki ekki fyrst um sinn í Bretlandi. Þó hefur heyi'st að e. I. v. megi vænta nokkurrar verð- lækkunar á ufsa. Samningarnir við Breta: Síldarafurðirnar einnig seldar. Nefndin samdi einnig um sölu á öllum sildarafurðum þessa árs. Er verð þeirra sama og s.l. ár. Samninganefndin hefir lýst því yfir að hún sé mjög ánægð með árangur samninganna. Telja nefndarmenn að væn- legar horfur séu á sölu á hrað- frystum fiski framvegis. Þá var einnig rætt um auk- inn innflutning til Islands á ýmsum vörum frá Bretlandi. Islendingar munu fagna þess- um tíðindum. Sala er tryggð á sj ávarafurðum þessa árs við verði sem telja verður viðun- andi. Er það mjög mikils virði að hafa náð slíkum samning- um. Meðlimir samninganefndar- innar kveða þessi hagsmuna- mál Islendinga hafa átt góðum skilningi að mæta hjá hrezk- um stjórnarvöldum. Barnamessa verður í Isaf j arðarkirk j u á morgun kl. 11 f. h. Almenn messa kl. 2 e. h. Tillögur Sjálistæðis- manna um bætt skipu- lag Raiveitunnar. Eftirfarandi tillögur hafa' þeir Halldór Halldórsson og Högni Gunnarsson lagt fyrir Rafveitustjórn: Við undirritaðir leyfum okk- ur hér með að leggja fyrir Raf- veitustjórn eftirfarandi tillög- ur um breytt rekstursfyrir- komulag og starfsháttu hjá Rafveitu Isafjarðar: 1) Samin sé hið allra bráð- asta reglugerð fyrir fyrirtækið og leitað staðfestingar á henni hjá stjórnarráðinu. 2) Ráðinn sé nú þegar Raf- veitustjóri, helzt með fræðilega sérþekkingu, og sem Raf- magnseftirlit ríkisins tekur gildan, er annist alla verklega og fjárhagslega stjórn fyrir- tækisins, og hafi hann pró- kúruumboð. 3) Rafveitustjórn semji er- indisbréf, er taki ítarlega fram um skyldur Rafveitustjóra og réttindi. 4) Er ráðning rafveitustjóra hefir farið fram slcal honum falið að gera tillögur um end- urskipulagningu starfsmanna- liðs rafveitunnar og semji liann erindisbréf fyrir hvern einstakan starfsmann. Tillögur þessar eru í sam- ræmi við þá stefnu, sem Sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn hafa jafnan haldjð fram. Það verð- ur að teljast furðulegt, að Raf- veitan skuli frá upphafi hafa starfað án þess að sett væri reglugerð um skipulag hennar og starfsemi. Hefur þess og oft- lega orðið vart að megn ringul- reið og skipulagsleysi hefur ríkt um starfsemi hennar. Verður að krefjast þess að við svo búið verði ekki lengur látið sitja. Rafveitan verður að fá örugga stjórn. Gvendardagurinn var í gœr. Veður var þá hið bezta, milt og fagurl. Má því búast við góðu vori, því eins og kunnugl er, er Gvendardagurinn merkisdag- ur þess. Styrjöldin. Undaníarnar vikur hefur mjög sigið á ógæfuhliðina fyrir Þjóðverjum og Bandamönn- um þeirra, Japönum. Vesturvígstöðvarnar. Á Vesturvígstöðvunum hafa herir Bandarikjamanna, Breta og Kanadamanna nú náð nær öllum vesturbakka Rínar á sitt vald og hreinsað til á svæðinu þar fyrir vestan. Á tveimur stöðum hefur Bandamönnum tekist að koma verulegum hei’- styrk yfir Rín og hafa náð þar nokkru landsvæði á sitt vald. Á svæði þvi í Vesturþýzka- landi, sem Bandamenn hafa hernumið, éru ýiusar mikil- vægar iðnaðai’boi’gii', svo sem Köln, sem er þriðja stærsta boi’g Þýzkalands. Bandamenn eru ennfremur teknir að skjóta á iðnaðarborgina Dússeldorf. Horfir svo sem Þjóðverjar muni á næstu vikurn verða að hörfa úr mestum hluta Ruhr- héraðsins, sem er mesta iðnað- arhérað landsins. Hlýtur það að liafa örlagaríkar afleiðing- ar fyrir styr j aldarrekstur þeirra. Uppreisn í Miinchen? Fregnir hafa borist um það að til alvarlegra óeirða hafi komið í Múnchen og hafi Him- ler, sem Hitler hefur nú gert allsráðandi í innanlandsmál- unum, orðið að senda þangað herlið. Staðfesting hefur þó ekki fengist á þessum fregn- um. Virðist svo sem þýzka þjóð- in fái sig hvergi hrært til mót- spyrnu gegn hinum vonlausu áformum nazistastj órnarinnar um áfrámhald styrjaldarinnar, vegna þeirra járngreipa, sem Gestapo læsir um hana. 10 tonna sprengjur. Bandamenn hafa nýlega skýrt frá því að þeir séu teknir að varpa 10 tonna sprengjum á þýzkáí’ borgir. Eru það lang- þyngstu sprengjur, sem til þessa hafa heyrst nefndar. Loftsókninni gegn þýzkum borgum og iðjuverum er hald- ið uppi með stöðugt vaxandi ofsa. Telja margir að megin- hluti flestra þýzkra horga sé nú í rústpm. \ Austurvígstöðvarnar. Þar hafa Rússar undanfarið verið i stórsókn. Þeir hafa um- Framhald á 4. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.