Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.01.1955, Blaðsíða 6

Vesturland - 08.01.1955, Blaðsíða 6
6 VESTURLAND Sjálfstæðismenn ílytja vantrausts- tillögu á bæjarstjóra. Á fundi bæjarstjórnar fsafjarð- ar á miðvikudaginn báru full- trúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi vantraust tillögu á bæjarstjóra Jón Guðjónsson: „Bæjarstjórn lítur svo á, að Jón Guðjónsson, bæjarstjóri, hafi í algeru heimildarleysi farið í mál við ísfirðing h.f. út af gengismun á láni því, er bæjarsjóður tók hjá firmanu Boston Deep Sea Fishing & Ice Co. Ltd. og bæjar- sjóður hefir nú tapað í undirrétti. Verður að telja mjög ámælisvert, að bæjarstjóri skuli í embættis- nafni vega á þennan hátt að stærsta atvinnufyrirtækinu í bæn-. um, sem verið hefir sterkasta stoðin í atvinnumálum bæjarfé- lagsins á undanförnum árum. Þá átelur bæjarstjórn Jón Guð- jónsson, bæjarstjóra, fyrir það að hafa hvað eftir annað gengið fram hjá bæjarráði og að eigin geðþótta ráðstafað þeim málum, sem undir bæjarráð heyra, eins og innheimtu bæjargjalda, þegar hann réði hingað lögfræðing til innheimtuaðgerða án vitundar bæjarráðs og braut þar með á- kvæði í samþykkt um stjórn bæjarmálefna í Isafjarðarkaup- stað. Þá hefir Jón Guðjónsson, bæjarstjóri, þverskallast við þeirri beiðni bæjarfulltrúa, að gefa upp- lýsingar um, hvaða skuldbinding- ar hann hefir lagt á herðar bæjar- sjóði með þessum innheimtuað- gerðum. Bæjarstjórn getur því ekki un- að við þessi margendurteknu brot á reglum og rétti bæjarráðs og bæjarstjómar og sér sig því til- neydda að lýsa yfir vantrausti á bæjarstjóra, Jón Guðjónsson, og skorar á hann að segja starfi sínu lausu þegar í stað“. I umræðum skýrðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins frá því með mörgum dæmum, hvemig nú- verandi bæjarstjóri hefir brotið lög og reglur bæjarstjórnar með því að sniðganga bæjarstjórn og taka einn ákvörðun í málum, sem bæjarstjórn ein hefur rétt til að gera. Marg endurtekin brot i þessum efnum er ekki hægt að sætta sig við og var þess vegna flutt vantraust tillaga á bæjar- stjóra. Þegar bæjarstjóri þessi er gagnrýndur fyrir störf sín situr hann í sæti sínu eins og dauður hlutur, og þegar bæjar- fulltrúar minnihlutans óska eftir upplýsingum um mál, sem þeir eiga kröfu til að fá svör við, kemur það þrásinnis fyrir að bæjarstjóri er ófáanlegur tungu að hræra og þverskallast við að gefa upplýsingar. Vantraust tillaga Sjálfstæðis- manna var felld af fulltrúum krata og framsóknar með 5 at- kvæðum gegn 4 atkvæðum Sjálf- stæðismanna. Frð lúsinæflraskölaiffli IsafirOi. Vegna forfalla getur einn nemandi fengið skólavist nú þegar. Komið getur til greina sex vikna námskeið í hússtjórn, með þátttöku í handavinnunámskeiðum. Allar nánari upplýsingar hjá skólastjóranum, Þorbjörgu Bjarnadóttur. TD skattireiðenda í isafjarðarkanpstað. Athygli skattgreiðenda er hér með vakin á því að samkvæmt 34. grein laga um tekju- og eignarskatt eru allir þeir, sem hafa menn í þjónustu sinni, er taka kaup fyrir starf sitt, skyldir að skýra frá því, hvaða kaup þeir greiða hverjum manni, þar með talin stjðrnar- laun, ágóðaþóknun, gjafir og fleira. Skýrslum þessum ber að skila til skattstofunnar á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 10. janúar. Samkvæmt 33. grein skattalaganna skulu allir þeir, sem hafa tekjur samkvæmt 7. grein eða eignir samkvæmt 17. grein afhenda skatt- stofunni skriflega skýrslu um tekjur sínar síðastliðið ár og eignir í árslok. Sama skylda hvilir á hverjum þeim, sem veitir forstöðu verzlun, verksmiðju eða öðru atvinnufyrirtæki, ef eigandinn er ekki búsettur innanlands, svo og á stjórn félags eða stofnunar og þeim, er hefur á hendi fjárhald fyrir þann, sem ekki 'er f járráður, og einnig á skiptaráðendum dánar- og þrotabúa. Skýrslur þessar skulu hafa borist skattstjóra fyrir lok janúar- mánaðar. ísafirði, 6. janúar 1955. SKATTSTJÓRINN Á ISAFIRÐI. Tveir fiskibátar fnllgerðir frá skipasmiOastðð M. Bernharðssonar Hafin er smíði tveggja 15 smál. báta. Frá ffappdrætti HásMlans. Viðskiptamenn eru beðnir að vitja miða sinna sem fyrst, því að síðustu dagana má búast við að þeir verði seldir öðrum. Ennþá er til sölu nokkuð af heilmiðum og fjórðungsmiðum. Dregið verður 15. janúar. Umboðið á ísafirði GUNNLAUGUR JÓNASSON. Um miðjan desember var full- gerður í Skipasmíðastöð M. Bern- harðssonar h.f. nýr fiskibátur, sem er smíðaður fyrir Fiskiðjuna h.f. Suðureyri, en eigendur þess félags eru Páll Friðbertsson út- gerðarmaður og fleiri. Báturinn, sem heitir Freyja II., er 38 brúttósmálestir og er með 240 ha. G.M.C.-dieselvél. I reynslu- för reyndist ganghraði hans 11,3 sjómílur. Kostnaðarverð bátsins er um 950 þús. kr., og er hann búinn fisksjá og miðunarstöð og öllum þeim fullkomnustu sigl- ingartækjum, sem nýir bátar af líkri stærð hafa nú. Skipstjóri á Freyju II. er Ólafur Friðbertsson Suðureyri, sem jafnframt er einn af eigendum þessa glæsilega og trausta fiskibáts. Freyja II. hóf róðra strax frá Suðureyri. Á gamlársdag var afhentur frá skipasmíðastöðinni annar bátur, Vilborg, sem er byggður fyrir Albert Bjarnason útgerðarmann í Keflavík. Er ganghraði þess báts svipaður og Freyju II. og hann búinn samskonar siglingatækjum og hún og með aflvél sömu teg- undar. Vilborg er 48 brúttólestir og er kostnaðarverð hennar 1090 þús kr. Vilborg er traustur og glæsilegur fiskibátur. Báðir bátarnir eru smíðaðir eftir teikningu Eggerts B. Lárussonar. Hafin er smíði tveggja 15 smálesta fiskibáta í Skipasmíða- stöð M. Bemharðssonar h.f. og eru þeir seldir annar til Norð- fjarðar og hinn til Reykjavíkur. STÚLKA óskast í vist til Bárðar G. Tómassonar, Grenimel 30 Reykja- vík. Nánari upplýsingar veitir Kristín Bárðardóttir, Sími 10 Isafirði. Táknrænt flænii. íþróttabandalag ísfirðinga sótti til bæjarins um 5 þús. kr. hækk- un á styrk til byggingar búnings- klefa við Iþróttavöllinn. Matthías Bjarnason lagði til að orðið verði við erindinu, enda sé um lokagreiðslu að ræða til þessa verks. En Birgir og Guttormur synj- uðu erindinu en lýstu því yfir, að þeir vilji taka til athugunar næsta ár að veita áframhaldandi styrk til verksins, hafi fram- kvæmdum ekki verið lokið þá. Það er vilji þeirra B.F. og G.S. að ef íþróttamenn sýni þann dugnað að ljúka íramkvæmdum á irinu, að þá eigi ekki að styrkja þá. Sannakðrsfélagar Sópran — Alt. Stutt æfing og áríðandi fundur verður í kirkjunni n.k. sunnudag kl. 5 e.h. Nýir félagar velkomnir. STJÓRNIN. En ef deyfð og drungi er yfir framkvæmdunum, þá lofa þeir styrk úr bæjarsjóði á næsta ári. Þetta er táknrænt fyrir stefnu krata og framsóknar. Sinnuleysi og deyfð á að verðlauna, en dugn- aður og framsýni er böl í augum þessara þröngsýnu afturhaldsafla, sem nú stjórna bæ okkar illu heilli.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.