Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.01.1955, Blaðsíða 8

Vesturland - 08.01.1955, Blaðsíða 8
w „ . \ t yesvFiKZJtnn ssnGPsarmsFSMmcm XXXII. árg. ísafjörður, 8. jan. 1955. mmm 1,—2. tbl. Nýjársgjöfin. Framsóknarkratar ákveða að láta ís- firðinga greiða 292 þús. kr. hækkun á fasteignagjoldum. Útsvörin hækka enn um 82 þús. kr. Ur bæ og byggð. Hjónaefni. Gróa Aradóttir starfsstúlka og Bragi Einarsson sjómaður. Katrín Gísladóttir bankaritari og Halldór Hermannsson sjó- maður. María Haraldsdóttir Sauðár- króki og Guðfinnur Einarsson framkvæmdastjóri Bolungavík. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Hlíð Stakkanesi og Guðmundur Ingólfsson sjómaður Hnífsdal. Valgerður Jakobsdóttir Reykj- arfirði og Haukur Daníelsson verkamaður. Ólöf Erna Guðmundsdóttir og Jón Hjörtur Jóhannesson sjó- maður. Erna Sörensen og Svavar Sig- urðsson bifvélavirkjanemi. Bima Valdemarsdóttir og Heið- ar Guðmundsson rafvirkjanemi. Hjónabönd. Gefin verða saman í hjónaband á Suðureyri n.k. sunnudag Sig- ríður Friðbertsdóttir og Albert Karl Sanders skrifstofumaður Isa- firði. Þann 25. desember s.l. voru gefin saman í hjónaband af sóknarpresti, séra Sigurði Krist- jánssyni, Sesselja Brynjólfsdóttir og Garðar Jónsson, ísafirði; Bára Magnúsdóttir ísafirði og Ámi Brynjólfsson Akureyri. Þann 1. þ.m. vom gefin saman í hjónaband af sóknarpresti, séra Sigurði Kristjánssyni, Anna Sól- veig Bjarnadóttir og Kári Sam- úelsson ísafirði; Jónína Nielsen hjúkrunarkona og Gunnlaugur Ó. Guðmundsson, póstmaður, ísa- firði. Isafjörður í jólaskrúða. Um þessi jól, sem nú eru liðin, var meira um jólaskreytingar á ísafirði en nokkm sinni fyrr. Fimm jólatrjám var komið fyrir með smekklegum ljósum á Sjúkrahússtúnínu, við Skátaheim- ilið Austurvöll, Silfurtorg og við hafnarbakkann. Silfurtorg var auk þess smekklega skreytt Þakka bæjarbúar þeim einstak- lingum og fyrirtækjum, sem að þessu' stóðu, því það er mikil ánægja að því að sjá bæinn okkar í jólabúning meðan á jólahátíð- inni stendur. Gamlárskvöld. Gamlárskvöld var óvenju skemmtilegt Góður gleðskap- ur að mestu án háreisti og leið- inda. Veður var kyrrt og indis- legt. Gamla árið var kvatt með mikilli rakettuskothríð og stór brenna fór fram í hlíðinni, sem gerði kvöldið enn skemmtilegra fyrir alla, en þó sérstaklega börn- in. Þaðan var einnig skotið rakettum. Á undanförnum árum hafa unglingar og börn haldið margar smábrennur, en fyrir for- göngu yfirlögregluþjónsins voru brennuflokkar þessir sameinaðir og nú höfð ein stór brenna og Síðasti bæjarstjómarfundur hófst kl. 8 á miðvikudagskvöld og stóð yfir til kl. 9 á fimmtu- dagsmorgun, eða í samtals 13 klukkustundir. Á þeim fundi var fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 1955 til síðari um- ræðu og afgreiðslu. Sjálfstæðismenn fluttu margar breytingartillögur við áætlunina og lögðu til að eftirfarandi tekju- liðir yrðu hækkaðir: Aðgangs- eyrir Sundhallar 5 þús. kr., vatn til skipa 7 þús kr„ mulnings- gerðin 5 þús kr„ bíóleyfisgjald 3 þús. kr„ væntanleg þátttaka vegna Ishúsfél. ísfirðinga h.f. 40,5 þús. kr. og 500 þús. kr. sem eru óinnheimt útsvör og aðrar tekjur til bæjarsjóðs, þó frádregin séu 25% afföll og ógreiddar gjald- failnar skuldir f.f.ári, sem greiða þarf á árinu 1955. Þá lögðu Sjálf- stæðismenn til að þessir gjalda- liðir lækkuðu: Skrifstofubáknið um 30 þús. kr„ húsaleiga skrif- stofunnar 5 þús. kr„ ýmislegt 4 þús. kr„ laun slökkviliðsmanna 6 þús. kr. (ofhátt áætl.), viðhald og aukning áhalda í slökkvistöðinni 20 þús. kr„ götulýsing 22 þús. kr„ Hafnarstræti 50 þús. kr„ Austurvöllur 25 þús kr„ áhalda- hús 50 þús. kr„ vagn fyrir skurð- gröfu 10 þús. kr„ Fjarðarstræti 7 —9 35 þús. kr„ og vextir 10 þús. kr. Þá lögðu Sjálfstæðismenn til að varið yrði 150 þús. kr. til hafnarbakkans \ Neðstakaupstað, 100 þús. kr. til íbúðabygginga, 25 þús. kr. til fegrunar á sjúkra- hússlóðinni og 10 þús. kr. til breikkunar á Skipagötu. Fylgdu ályktunartillögur mörgum þessum tillögum, og voru breytingartil- lögurnar allar felldar með tölu. Hinsvegar kom meirihlutinn fram sínu hugðarefni, en það var nokk- uð á annan veg. Þeir samþykktu að leggja á húseigendur þungan skatt. Fasteignaskattur sem er í á- ætlun 49 þús. kr. hækkar um hafði yfirlögregluþjónninn stjórn brennumála. Þessi háttur var ó- líkt skemmtilegri og er ánægja að því að lögreglan leiðbeini og / hafi samleið með börnum og ung- lingum á þessu sviði. 196 þús. kr. eða í 245 þús. kr. og fasteignagjöld hækka úr 30.500 kr. um 96 þús. kr. eða í 126.500 kr. Þarna ætla fram- sóknarkratar að ná af bæjar- búum 292 þús. kr. og hækka svo útsvörin að auki um 82 þús. kr. Þessi stórfellda hækk- un á fasteignagjöldum er rang- lát og kemur mjög ójafnt nið- ur. Eldra fólk sem á hús og hefur litlar tekjur verður harð- ast úti. Kratarnir sýna vel hug sinn til þeirra sem eru fátækir og smáir. Flestir höfuðpaurar þeirra og framsóknar hafa ekki sýnt þá dáð að eignast hús, þeim þykir því létt að leggja þessa skatta á, því að þeir þurfa ekki að borga þá sjálfir. Birgir, Guttormur, Bjarni, Bjöi’gvin, Jón Guðjónsson, Marías, og Hólmfríður sleppa öll við þennan illræmda skatt. Það er hlutskipti annara að borga. Forseti bæjarstjórnar flutti framsöguræðu fyrir meirihlutann og bar fram skattahækkunartil- lögurnar og reyndi á sundurlaus- an hátt að gera áætluninni skil. Matthías Bjarnason færði rök fyrir því að meirihlutinn gæti auðveldlega komizt af með 600 þús. kr. lægri álögur á bæjarbúa og gerði glögga og ítarlega grein fyrir tillögum Sjálfstæðismanna. Aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, Kjartan J. Jóhannsson, Ásberg Sigurðsson og Högni Þórðarson, gerðu fjárhagsáætlun- inni og nákvæm skil og gagn- rýndu fasteignaskattshækkunina og hinar hóflausu útsvarsálögur. Undir ræðum þeirra húktu full- trúar meirihlutans og bæjarstjóri eins og illa gerðir hlutir, og eng- inn þeirra treysti sér til að hrekja ádeilur Sjálfstæðismanna einu orði. Meirihlutinn flutti aðeins framsöguræðu um fjárhagsáætl- unina og framsóknarmaðurinn tal- aði í nokkrar mínútur og kom hvergi nálægt að ræða sjálfa fjár- hagsáætlunina, enda gersamlega ófær til þess. Hefur )að aldrei skeð fyrr að meirihl iti bæjarstjórnar hafi hreinlcga gefist upp að svara fyrir jorðir sínar. Er það óræk sönnun þess að þeir eru orðnir rökþrota. Frá bæjarstjórnarfundi: Sjálfstæðismanna. Ábyrgð til bátakaupa Bæjarstjórn samþykkir að á- byrgjast lán allt að kr. 100 þús. fyrir hvern nýjan bát, sem félög eða einstaklingar láta byggja eða kaupa til útgerðar héðan úr bæn- um. Bátarnir mega ekki vera minni en 40 tonn að stærð. Þessa tillögu felldu framsókn- arkratar. Er sjáanlegt að nýsmíði eða kaup á fiskibátum er illa séð hjá bæjarstjórnarmeirihlutanum. Ibúðabyggingar Bæjarstjórn samþykkir, að 100 þús. krónur, samkv. XI. lið, 16 í breytingartillögum Sjálfstæðis- manna verði varið til þess að hefja byggingu nýrra íbúða, sem síðar verði seldar fokheldar til einstaklinga, er síðan fullgeri þær sjálfir. Verði ekki ráðist í bygg- ingar á vegum bæjarfélagsins skal fénu varið til þess að styrkja einstaklinga, sem í íbúðarbygg- ingar ráðast. Þessi tillaga var líka felld af meirihlutanum. Allar húsabygg- ingar eru í þeirra augum óþarfa lúxus. Bólusetning. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess, að fá hingað til landsins nokkrar byrgðir af mænusóttar- bóluefni. Upplýst er að bólusetn- ing með bóluefni þessu gefur allverulegt ónæmi gegn mænusótt, en nokkur óvissa er um endingu þess, en ætla má þó að gagn sé að því í alllangan tima. Nokkuð langt er um liðið síðan mænusóttarfaraldur gekk hér síðast. Munu því allmargir næmir fyrir henni. Því verður þeim, sem þess óska og yngri eru en 17 ára, gefinn kostur þess að fá sig bólu- setta gegn mænusótt. Eru þeir beðnir að gefa sig fram við frú Unu Thoroddsen hjúkrunarkonu í síma 316, kl. 13.30—15, fyrir lok janúarmánaðar. Bólusetningin mun síðar tilkynnt og framkvæmd þegar vitað er um þátttöku. Isafirði 8. jan. 1955 Héraðslæknir. S. I. B. S. Umboð Vöruhappdrættis S.I.B.S. Isafirði (Bókábúð Matthíasar Bjarnasonar), er opið á morgun kl. 1—4. Dregið í 1. flokki á mánudag. Togaralandanir. Röðull landaði 105 tonnum s.l. fimmtudag. Sólborg kom í gær með 270 tonn.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.