Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 4

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND Jóh. Gunnar ölafsson, bæjarfógeti: Byggð á Isafirði árið 1866 I^.aupstaðir og kauptún komu seint til sögunnar á Isiandi. Staf- aði það vafalaust af því, að öll verziun í landinu var einokuð og í höndum erlendra manna, sem fluttu inn í landið á hverju vori mikinn hluta þeirra starfsmanna, sem á þurfti að halda við verzlun- arreksturinn yfir sumarmánuðina. Þegar leið að haustnóttum var söiubúðunum lokað, hætt að höndla og verzlunarmennimir hurfu á brott eins og farfuglar. Eftir að þilskipaútvegur kom til á 19. öld og fiskverkun og lýsis- bræðsla hófst í verzlunarstöðunum þurfti auknu starfsliði á að skipa, en að jafnaði settist þetta fólk ekki að í kaupstaðnum, heldur dvaldi þar aðeins meðan annatím- inn stóð yfir. Árið 1831 unnu þannig 12—16 manns við fisk- verkun í Neðstakaupstaðnum. Kaupmennimir sáu þessu púls- fólki fyrir húsaskjóh í púlshúsinu á staðnum. Þar hafði verið slegið upp rúmum og séð var fyrir mat, að svo miklu leyti sem þetta fólk lifði ekki á skrínukosti. En eftir að útvegurinn óx og ís- lenzk kaupmannastétt, borgara- stétt, eins og þeir vom nefndir, byrjaði að stunda verzlim, tóku menn að setjast að í kaupstöðun- iim, einkum þó smiðir og aðrir iðnaðarmenn og sjómenn. 1 fyrstu var þetta þó ekki vel séð af kaup- mönnunum. Árið 1830 fékk Halldór Jónsson snikkari leyfi sýslumanns til þess að byggja sér hús í Norðurtangan- um. Paus, verzlunarstjóra, var þessi ráðabreytni hans ógeðfelld og amaðist við henni. Hélt hann því fram við sýslumann, að manni þessum væri ekki heimilt að setj- ast að á Isafirði, nema með því móti að hann keypti borgarabréf á Grundarfirði, sem þá var kaup- staður fyrir Vestfirði, en Isafjörð- ur útliggjarastaður. Komst þetta fyrir amtmann, en hann staðfesti leyfisveitinguna. Halldór hafði í fyrstu leitað eftir leigu á íbúðar- húsinu í Miðkaupstaðnum (Aðal- stræti 12), sem Sass hafði þá keypt, en svo snúist hugur og byggt sér torfkofa til íbúðar. Á Skutulsfjarðareyri eða Tang- anum, eins og eyrin var alla jafn- an nefnd, var öldum saman aðeins einn verzlunarstaður. Var hann í Suðurtanganum og hlaut, er tímar liðu, heitið Neðstikaupstaður, eða Neðsti, og heldur því nafni enn í dag. Hið altónska verzlunarfélag keypti hann um 1790 af sölunefnd einokunarinnar, en Paus og Busch keyptu af því 1794. Skömmu fyrir aldamótin 1800, líklega um 1790, reis upp annar verzlunarstaður á eyrinni, og var hann um skeið nefndur Nýi kaup- staðurinn eða Efri kaupstaðurinn, en hefur lengi verið nefndur Hæstikaupstaður. Þá verzlun stofnaði Heydemann kaupmaður, en Ólafur Thorlacius kaupmaður á Bíldudal og Stykkishólmi keypti um 1791, en hafði þar verzlunar- stjóra. Fyrst var þar Magnús Thorlacius, bróðir hans, sem and- aðist á Isafirði 1796. En lengi var verzlunarstjóri fyrir Ólaf Jón Jónsson frá Reykhólum, afi dr. Halldórs Hermannssonar og þeirra bræðra. Hjá Jóni var Sigurður Breiðfjörð beykir um skeið, enda mun hann hafa farið erlendis til beykisnáms á vegum Ólafs Thorla- ciusar. Árni, sonur Ólafs, var alla tíð mikill stuðningsmaður Sigurð- ar og unnandi ljóðmæla hans. Þegar manntalið var tekið á Tanganum árið 1801 voru þar 2 fjölskyldur, þ. e. fjölskyldur verzl- unarstjóranna í Neðsta og Hæsta, og starfslið verzlanianna, samtals 19 manns. Árið 1816 er þriðja verzlunin komin á fót á Tanganum. Það var verzlun Sönderborgarmanna á Jót- landi. Þar var síðan nefnt Mið- kaupstaður og var sú verzlunarlóð á skákinni ofan við Mjósund. Samkvæmt manntalinu 1816 voru íbúarnir nú orðnir 23 í þessum þremur verzlunarstöðum. Önnur byggð var þá ekki á eyrinni, nema prestssetrið á Eyri ,en það var ut- an verzlunarlóðarinnar og taldist til Eyrarhrepps, eins og raunar allur Tanginn. Þegar manntalið fór fram árið 1831 hafði heldur fjölgað í kaup- staðnum ,en þó ekki nema upp í 37 manns. Þá eru fjölskyldurnar taldar vera fjórar. Auk verzlun- armannanna er nú Halldór Jóns- son snikkari kominn á Tangann með sinn torfbæ, og mætti nefna hann fyrsta borgarann. Hann var faðir Péturs Zars og Dans Friðriks. Á næstu árum verður lítil f jölg- un, en við mantalið 2. nóvember 1840 eru ibúðarhúsin á Tanganum orðin 4. I íbúðarhúsinu í Neðsta býr N. Chr. Paulsen verzlunar- stjóri. Gísli ívarsson ,verzlunar- maður í Neðsta býr sennilega í íbúðarhúdinu í Miðkaupstaðnum. I Hæstakaupstaðnum býr Jón Jónsson faktor frá Hvítanesi og tveir jagtaformenn. Þá er einnig á Tanganum Einar Hákonarson, sem lifir á vinnu við höndlunina, en í nýlegu steinhúsi bjó A. P. Jensén .héraðslæknir, fyrsti hér- aðslæknirinn, sem búsettur var á Isafirði, en hann fór aftur 1846. Á næsta áratug verður allmikil mannf jölgun í bænum. Eftir mann- talinu 1. febrúar 1810 voru 90 manns þar. Þá eru komnar á Tang- ann 10 þurrabúðir, þar með tahð læknishúsið, sem virðist hafa enzt illa, því enginn veit hvar það stóð. Sama þróunin hélt á áratuginn til 1860 ,enda hafði útvegur í bæn- um færst í aukana. Við manntalið 1. október voru taldir 218 íbúar á ísafirði og þá eru húsin orðin 29, að undanskildum verzlunarstöðun- um, að því er ætla má. Á ísafirði var nú risinn allmyndarlegur bær eftir íslenzkum mælikvarða ,enda voru borgararnir famir að láta sér detta í hug að segja sig úr Eyrarhrepp og stofna til höfuð- borgar fyrir Vestfirði. Árið 1861 rufu þeir sambandið og kusu sér 3 bæjarstjóra til lað fara með mál- efni Tangans, þó hann hefði ekki nein kaupstaðarréttindi ennþá. Það var ekki fyrri en árið 1866 að bærinn var lögformlega stofnaður og bæjarstjórn kosin. Þessir 3 menn eru fyrstu bæjarstjórar á ís- landi með því heiti. Það voru þeir Jens Kristján Amgrímsson, klén- smiður, Hjálmar Jónsson, timbur- smiður, og Hinrik Sigurðsson, skipstjóri. Við skulum reyna að svipast um á eyrinni og rifja upp, hvaða hús voru þar á því herrans ári 1866 og hverjir bjuggu í þeim. íbúarnir voru þá orðnir 220 alls og bjuggu í 35 íbúðarhúsum, að því er ráðið verður af sóknarmanntali og öðr- um gögnum. Erfitt er þó að stað- setja öll húsin. Árið 1865 var varðskipið Fylla við ísland. 1 júnímánuði fram- kvæmdu yfirmenn skipsins sjó- mælingar á Skutulsfirði og inn- siglingunni inn Sundin. Einnig staðsettu þeir byggðina á Tang- anum. Eftir þessum mælingum var síðan gert og gefið út sjókort af Skutulsfirði og Skutulsfjarðar- eyrin dregin þar upp með húsum og híbýlum Tangamanna. Með stuðningi af þessum uppdrætti og öðrum heimildum verður reynt að skýra hér frá því, hverjir bjuggu í ísafjarðarkaupstað í dögun hins nýja tíma og hvar hús þeirra voru. Margt af þessum húsum stendur ennþá, ýmist óbreytt eða breytt, en þurrabúðirnar, torfbæirnir, og þau hús, sem síður var til vandað, eru nú horfin fyrir stapann. Hér verður frásögnin byrjuð í Neðstakaupstað, og síðan haldið upp eftir Tanganum boðleið rétta þar til byggðin þrýtur. Árið 1866 átti Mikael Sass, kaupmaður í Kaupmannahöfn, Neðstakaupstaðinn. Þegar synir hans komust á legg rak hann verzlunina í félagi við þá og nefndu þeir fyrirtækið Sass & Sönner. Þegar Ásgeirsverzlun keypti Neðsta 1883 var Bernhard Sass nýlega látinn, en hann hafði um skeið verið einkaeigandi fyrir- tækisins eftir föður sinn og bræð- ur. Vilhelm Theóbald Thostrup var verzlunarstjóri í Neðstakaupstaðn- um 1866 og bjó hann þar í verzlun- arstjórahúsinu, ásamt konu sinni, sem var dönsk, en ekki áttu þau börn. Thostrup var skipstjóri að mennt og hafði verið hér í förum og settist að á ísafirði 1860. Hann var liðlega þrítugur um þessar mundir og kona hans um þrítugt. í Neðstakaupstaðnum voru 8

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.