Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 46
26 6. október 2010 MIÐVIKUDAGUR FÉSBÓKIN „Er að bilast yfir því að fá að vera með Madonnu-mæk á Sirk- us Sóley-sýningunni á Akureyri.“ Margrét Erla Maack um sýningar Sirkus Sóley sem hefjast í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í lok október. „Það á eftir að bætast hellingur við. Við búumst við að þetta verði 200 manna mót og það er allt útlit fyrir að það gangi upp,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, formaður mótanefndar Pókersambands Íslands. Yfir eitt hundrað keppendur eru skráðir til leiks á Íslandsmótið í póker sem fer fram á Hótel Örk í Hvera- gerði dagana 15. til 17. október. 60.000 krónur kostar að skrá sig á mótið, en einnig er hægt að komast inn með því að vinna smærri mót víða um land og á vefsíðu Betsson. Heildarvinn- ingsfé er því komið yfir sex milljónir. Valur og félagar búast við um 200 keppendum og ef það rætist fer vinn- ingsfé yfir tíu milljónir króna. „Á síðasta Íslandsmóti fjölgaði skráningum mikið þegar tíu dagar voru í mót. Þá gerðist alveg svakalega mikið. Það var mikið af liði sem hafði verið að draga þetta – maður er að festa 60.000 kall þannig að fólk bíður með það,“ segir Valur. Valur segist hafa heyrt gagnrýni á þátttökugjald mótsins, sem er 20.000 krónum hærra en á síðasta Íslands- móti. „Mönnum finnst þetta hátt, en þetta er mjög lágt miðað við sam- bærileg mót úti um allan heim,“ segir Valur og bendir á að hægt sé að vinna sig inn á netinu fyrir afar lágar upphæðir. Hann segir pókerheiminn taka vel í mótið, sem stefnir í að vera það stærsta sem hald- ið hefur verið hér á landi. „Maður er að heyra að menn séu orðnir gríðarlega spennt- ir.“ - afb Hundrað skráðir á milljónapókermót MILLJÓNAMÓT Valur Heiðar, mótsstjóri Pókersam- bandsins, segir Íslands- mótið stefna í að verða það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi. „Þeir sem hafa lesið bókina segj- ast þekkja hluti úr fari ákveðinna manna í ákveðnum persónum. Ég get svo sem ekki neitað því að þeir sem hafa verið í framlínu sveitar svokallaðra útrásarvíkinga gætu kannast við sig í þessari bók,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson fréttastjóri. Fyrsta bók Óskars kemur út í lok október á vegum Forlagsins, spennusaga sem hlotið hefur nafnið Martröð millanna. Óskar segir það ekki hafa verið sérstakt metnaðar- mál að persónurnar væru byggð- ar á þjóðþekktum fyrir myndum, en bætir við að efni viðurinn hafi verið fyrir framan hann og per- sónurnar dragi dám af því. „Þetta er bók um athafnir og örlög nokkurra útrásarvíkinga. Einn þeirra er myrtur og inn í söguna fléttast lesblindur útrásar- víkingur, siðblindur bankamað- ur, belgískir demantakaupmenn, rússneska mafían, súlustaðakóng- ur sem stígur ekki í vitið og sein- heppinn leigumorðingi frá Lithá- en,“ segir Óskar þegar hann er beðinn að lýsa bók sinni. Óskar hefur starfað sem blaðamaður í um áratug og hefur oft vakið athygli fyrir störf sín. Hann hætti sem fréttastjóri Stöðvar 2 síðasta vor og sneri sér þá að skrifum. „Ég var búinn að ganga með þetta í maganum lengi, sagan hafði að einhverju leyti mótast í hausnum í langan tíma. Eftir að ég hætti á Stöð 2 hafði ég allt í einu fullt af tíma sem ég hafði ekki áður og byrjaði að skrifa. Laufey konan mín hjálpaði mér mikið og barði mig áfram. Án hennar hefði þessi bók aldrei komið út.“ Óskar hefur í gegnum tíð- ina fjallað talsvert um íslenskt viðskiptalíf og útrásarvíkinga. Honum þótti því liggja beint við að nýta sér þá þekkingu sem hann býr yfir við bókarskrifin. „Þetta er það svið sem ég hef sinnt mest og fylgst hvað best með. Í bókinni er reynt að varpa ljósi á yfirgengi- legan lífsstíl, óhóf og munað. Þetta er heimur sem fólk hefur fengið að gægjast inn í en þegar kafað er aðeins dýpra held ég að öllum verði ljóst að í þessum heimi er fólginn ákveðinn sjúkleiki.“ Aðspurður segir Óskar að hann væri alveg til í að skrifa fleiri bækur, hann sé þegar með tvær aðrar sögur í kollinum. „En maður verður að hlusta á fólkið. Ef það skapast áhugi hjá fólki þá koma ábyggilega fleiri bækur, ef það þarf að brenna óselt upplagið þá pirra ég íslenska bókaunnendur líklega ekki meira,“ segir rithöf- undurinn, sem tekur sjálfan sig ekki mjög hátíðlega: „Ég lít ekki á þessa bók sem epískt stórvirki. Stefnan var að búa til bók sem fólk gæti skemmt sér yfir og ég vona að það hafi tekist.“ hdm@frettabladid.is ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON: SUMIR MUNU KANNAST VIÐ SIG Í BÓKINNI Gefur út spennusögu um sjúkan heim útrásarvíkinga SKRIFAR UM ÚTRÁSARVÍKINGA Fyrsta bók Óskars Hrafns Þorvaldssonar, Martröð millanna, kemur út í lok mánaðarins. Höfundurinn segir að einhverjar persónur í bókinni séu byggðar á kynnum hans af útrásarvíkingum og fjölmiðlafólki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Aðalmeðferð í máli Ríkislögreglustjóra gegn ástr- alska hönnuðinum Sruli Recht fór fram í sal 202 í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sruli er gefið að sök að hafa haft undir höndum vopn sem hann hafi ekki haft leyfi fyrir en um er að ræða regnhlífar með hnúajárni fyrir handfang. Leikhús fáranleikans, segir lögmaður Sruli, Vilhjálmur Hans Vilhjálms- son. Að sögn Sruli voru hnúajárnin sérframleidd í Kína. Þegar hann hugðist vitja þeirra var hann stoppaður af tollinum og tilkynnt að hann þyrfti sérstakt leyfi fyrir framleiðslunni. „Þannig að ég varð mér úti um slíkt og fékk hnúajárnin.“ Vilhjálmur Hans bætir því við að Sruli hafi skrifað bréfið til Ríkislögreglustjóra á ensku en fengið svar á íslensku. „Og hann skilur ekki íslensku nema að takmörkuðu leyti,“ segir Vil- hjálmur. Þegar regnhlífarnar voru hins vegar komnar upp mættu lögreglumenn á staðinn og gerðu þau upptæk, þar sem leyfi Sruli hljómaði bara upp á eitt hnúajárn, ekki fjögur. „Lögreglan sagði að þetta væri mér að kenna, ég hefði átt að lesa leyfisbréfið betur.“ Vilhjálmur segir hnúajárnin margfalt léttari en venjuleg hnúajárn, þeim fylgi því engin högg- þyngd. „Það fylgir þeim því minni hætta en stafar af venjulegum hamri. Svo eru líka til verk þar sem hnúajárn eru notuð, svo sem blómapottar, kaffibollar og svona mætti lengi telja,“ segir Vilhjálmur. - fgg Hönnuður sakaður um vopnaburð Í DÓMSSALNUM Sruli Recht er gefið að sök að hafa flutt inn ólögleg vopn en um er að ræða regnhlífar með hnúajárni í stað handfangs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.